Morgunblaðið - 11.06.2013, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
✝ Vignir GísliJónsson fædd-
ist í Borgarnesi 29.
mars 1943. Hann
lést á sjúkrahúsi
Akraness 3. júní
2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Sigurðsson, versl-
unarmaður, f. 11.
mars 1904, d. 14.
febrúar 2002, og
Sigríður Sigurveig Sigurð-
ardóttir, f. 31. maí 1903, d. 5.
nóvember 1989. Vignir var
næstyngstur fjögurra systkina.
Elstur er Þorvaldur, f. 17. júní
1936, Elsa Sigríður, f. 18. júlí
1939, og Gunnar, f. 28. febrúar
1945.
Á nýársdag 1967 kvæntist
Vignir eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigríði Eiríksdóttur, f. 18.
febrúar 1944. Foreldrar henn-
ar: Eiríkur Þorvaldsson, f. 22.
firði. Vignir stundaði nám við
London School of Foreign
Trade 1963-1964. Hann flutti
þá á Akranes og vann hjá
Fiskiveri hf. í eitt ár, flutti þá
til Bretlands ásamt eiginkonu
sinni og starfaði þar við sölu á
fiskafurðum. Vignir stofnaði
fyrirtækið Vignir G. Jónsson
hf. ásamt Sigríði konu sinni í
London 1970. Það fluttist síð-
an til Íslands með staðsetn-
ingu á Akranesi, og hefur ver-
ið þar síðan. Fyrirtækið er nú
í fremstu röð hér á landi í
famleiðslu afurða úr hrognum
og hefur fengið viðurkenn-
ingar hér heima og erlendis
fyrir vörur sínar. Vignir
greindist ungur, aðeins 37 ára
gamall, með Parkinson-
sjúkdóminn. Lét hann það
ekki aftra sér frá að ferðast
með eiginkonu sinni bæði inn-
anlands og utan og hafði hann
mikið yndi af. Alltaf var hug-
ur hans við fyrirtækið eins og
kraftar leyfðu. Síðustu árin
áttu afkomendurnir hug hans
allan.
Útför Vignis fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 11. júní
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
febrúar 1918, d.
19. ágúst 2004, og
Guðrún Finnboga-
dóttir, f. 24. maí
1924. Sonur þeirra
er Eiríkur, fram-
kvæmdastjóri og
matvælafræð-
ingur, f. 23. apríl
1966. Eiginkona
hans er Ólöf Linda
Ólafsdóttir, f. 8.
febrúar 1972. Börn
þeirra eru Katrín Björk, f.
17.6. 1989, sambýlismaður
Sindri Már Atlason, sonur
þeirra er Ólafur Atli, f. 24. maí
2010. Þau eru nemar við Há-
skólann á Akureyri. Vignir
Gísli, f. 17. desember 1997,
nemi og Eiríkur Hilmar, f. 2.
september 1999, nemi.
Vignir Gísli útskrifaðist frá
samvinnuskólanum á Bifröst
árið 1962. Hann starfaði í eitt
ár hjá KASK, Höfn í Horna-
Elsku pabbi. Það er alltaf
sárt að kveðja þá sem standa
manni næst.
Síðustu dagana þína vorum
við hjá þér á sjúkrahúsinu. Þótt
við næðum ekki sambandi við
þig ræddum við margt og rifj-
uðum upp margar stundir.
Ferðirnar sem við fórum að
kaupa pick-up-bíla til Banda-
ríkjanna og vinnuna sem við
lögðum í að skoða bílana og
vega þá og meta.
Þegar við keyrðum niður
Manhattan og inn í Lincoln-
göngin og þurftum að bakka
upp við lítinn fögnuð og flaut
annarra bílstjóra og þegar við
vorum að missa af fluginu í
Amsterdam og okkur var hent
aftan á pick up og keyrt út á
flugbrautina í veg fyrir flugvél-
ina – við gátum oft brosað að
þessu.
Allar morgunkaffistundirnar
viljum við þakka fyrir, hvernig
sem heilsan var vildirðu sitja
með okkur frammi í eldhúsi og
hlusta á malið í okkur alveg
sama hvernig umræðuefnið var,
en skemmtilegast fannst þér
þegar talið barst að barnabörn-
unum og sögum úr vinnunni.
Barnabörnin glöddu þig alltaf
jafnmikið og allt léstu nú eftir
þeim, stundum eins og engin
stoppmerki væru til. Ef krakk-
arnir voru með atriði á einhverj-
um viðburðum eða að spila á
tónleikum þá varstu mættur á
meðan þú gast. Endalaust stolt-
ur af þeim og einnig núna í vor
þegar þau kláruðu prófin sín öll
með glæsibrag.
Þú varst búinn að vera með
Parkinson í 33 ár en lést hann
ekki stöðva þig, þú og mamma
ferðuðust mikið og sitja eftir
skemmtilegar og góðar minn-
ingar. Þið mamma voruð í góð-
um vinahópi sem þið fóruð með í
margar ferðir hvort sem var
innanlands eða utan. Ef þið vor-
uð á stað þar sem var erfitt fyrir
þig að komast þá tóku vinir þín-
ir þig og báru þig þangað sem
þú þurftir að fara, sannur vina-
hópur og þökkum við þeim vel
fyrir allt.
Einnig viljum við þakka
stelpunum í heimahjúkruninni
fyrir ómetanlega aðstoð við þau
sem og starfsfólki dagvistar
Höfða og starfsfólki A- og E-
deildar Sjúkrahúss Akraness.
Þegar að kveðjustund þinni
kom sáum við hvernig Parkin-
son fór og þér leið vel.
Við sjáumst pabbi minn.
Eiríkur og Ólöf Linda.
Elsku afi. Við megum ekki
hugsa þannig að við munum
ekki sjást aftur, því að einn góð-
an veðurdag komum við til þín.
Við vitum að þér líður vel núna
og ert laus við parkinson og það
er fyrir öllu, að þér líði vel. Þeg-
ar þú lást á sjúkrahúsinu vorum
við fjölskyldan dugleg að rifja
upp allar góðu minningarnar
um þig og okkur saman.
Fyrsta minningin sem okkur
dettur í hug er þegar Katrín fór
ein með ykkur ömmu til Flórída.
Það var æðislegt og að Katrín
hafi náð ömmu í rússíbana var
afrek út af fyrir sig.
Þegar þú gafst okkur bræðr-
unum 500 krónur og við vissum
ekki hvernig við áttum að skipta
honum en þú reddaðir því og
reifst seðilinn til helminga og
gafst okkur hvorum sinn helm-
inginn.
Manstu þegar við fengum
alltaf að standa frammí og
mamma var sko ekki glöð þegar
við keyrðum þannig inn götuna
heima.
Minnisstætt er einnig þegar
þið amma sveifluðuð okkur fram
og til baka í balanum, það var
alveg frábært og þið urðuð aldr-
ei þreytt á því.
Og síðan en ekki síst ferðirn-
ar í endurvinnsluna með dósirn-
ar úr bílskúrnum og þú leyfðir
okkur að kaupa nammi fyrir all-
an peninginn.
Elsku afi okkar, þú hefur ald-
eilis ferðast út um allt, þú lætur
ekkert stoppa þig. Þið amma
hafið alltaf mætt á allt, alla tón-
leika sem við systkinin höfum
spilað misvel á.
Afi, þú hefur alltaf verið stór-
tækur, gefið okkur margt og
mikið og erum við endalaust
þakklát fyrir allt. Þú hefur alltaf
verið stoltur af okkur og þegar
barnabarnabarnið fæddist giltu
sko ekki önnur lögmál um það.
Ólafur Atli náði alltaf fram brosi
hjá þér, alveg sama hvernig lá á.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Við lofum að passa vel upp á
ömmu fyrir þig. Hvíldu í friði
elsku afi okkar.
Katrín Björk, Vignir Gísli
og Eiríkur Hilmar.
„Hann Viggi var nú alltaf
skemmtilegastur af ykkur,“
sögðu bróðurdætur mínar, þær
þekktu vel heimilisbraginn á
Berugötu 7 í Borgarnesi. Við
vorum fjögur systkinin, sem ux-
um úr grasi um miðja síðustu
öld. Heimilið var venjulegt al-
þýðuheimili, vinnusamir for-
eldrar, fiskur í flest mál og oft-
ast mjólkurgrautur í eftirmat. Á
sunnudögum matreiddi mamma
lystilega gott kjöt sem var alltaf
nefnt „sunnudagakjöt“ en eng-
um afkomenda hennar hefur
tekist að fá fram rétta bragðið.
Það var oft fjörugt í systkina-
hópnum, mikið talað og mikið
hlegið og jafnvel slegist líka.
Viggi var næstyngstur, hann
var fallegur drengur, alltaf
brosandi, orðheppinn og fynd-
inn. Hann var skapbráður en
fljótt úr honum. Hann var uppá-
fyndingasamur og ekki alltaf
ráðþægur. Til dæmis trúði hann
ekki mömmu sem varaði okkur
við tómu bensínbrúsunum sem
bílstjórinn í kjallaranum skildi
eftir á glámbekk. Viggi vildi at-
huga hvað gerðist ef hann setti
logandi eldspýtu ofan í einn
brúsann og sveið hár og auga-
brúnir með tiltækinu. Það var
líka Viggi sem bað um brenndu
snúðana í bakaríinu þegar hann
var leiður á sendiferðunum.
Á Berugötunni var alltaf nóg-
ur tími, mamma hafði ævinlega
tíma til að hlusta á okkur systk-
inin og bæði pabbi og mamma
höfðu áhuga á öllum viðfangs-
efnum okkar.
Vignir var glæsilegur ungur
maður og sótti sér kvonfang í
næsta pláss. Það var hans mesta
afrek og gæfuspor að vinna ást-
ir Siggu dóttur Eiríks á sím-
stöðinni á Akranesi. Þau eign-
uðust soninn Eirík sem hefur
verið hvers manns hugljúfi alla
tíð. Fjölskyldan bjó í London
um nokkurra ára skeið og þar
hófu þau framleiðslu á kavíar úr
grásleppuhrognum. Vignir var
frumkvöðull og vílaði ekki hlut-
ina fyrir sér. Þau byrjuðu smátt,
Sigga mokaði í glösin með mat-
skeið og límdi miðana á í hönd-
unum. Máltækið segir „Mjór er
mikils vísir“ og nú starfar blóm-
legt fyrirtækið á Akranesi með
margt fólk í vinnu.
Þegar Vignir var 37 ára kom
óboðinn gestur inn í tilveru
hans. Það var hr. Parkinson og
hann var því miður kominn til
að vera. Fyrstu árin afneitaði
Vignir þessum vágesti og vildi
ekki viðurkenna nærveru hans
og lagðist jafnvel í ferðalög til
að ýta honum frá sér. Það var
líka hægt að halda honum í
nokkurri fjarlægð með lyfjum.
En svo leið tíminn og Parkinson
þröngvaði sér nær og nær.
Vignir sá að það þýddi ekki ann-
að en að viðurkenna óvininn og
hefja baráttu fyrir opnum tjöld-
um. Það var honum persónuleg-
ur sigur. Vignir átti marga liðs-
menn í stríðinu við Parkinson,
afar hugrakka eiginkonu, góðan
son, tengdadóttur og barnabörn
ásamt óteljandi vinum fyrir ut-
an alla þá lækna og heilbrigð-
isstarfsmenn sem ljáðu honum
lið. Það var mikil raun sem lögð
var á bróður minn og ég undr-
aðist þolgæði hans og æðruleysi
og hugsaði að í því líktist hann
honum pabba okkar sem tók
öllu af stóískri ró og þraut-
seigju. Sagt er að okkar jarð-
neska lífi sé ætlað að efla þroska
okkar. Vignir fékk óvenju erfitt
þroskaverkefni sem hann leysti
af stakri prýði. Blessuð sé minn-
ing góðs bróður.
Elsa Sigríður Jónsdóttir.
Baráttunni er lokið. Eftir
rúm þrjátíu ár í klóm Parkin-
sonsveikinnar sem með hverju
árinu herti tökin þar til yfir lauk
kvaddi mágur minn, Vignir Gísli
Jónsson, þennan heim hinn 3.
júní sl., sjötugur að aldri.
Vignir barðist við sjúkdóminn
af miklu æðruleysi, studdur af
Sigríði eiginkonu sinni af skil-
yrðslausri ást og umhyggju all-
an tímann. Allt var gert til að
berjast gegn sjúkdómnum og
litlir sigrar unnust en að lokum
varð undan að láta.
Vignir var mikill baráttumað-
ur í öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur og raungóður þeim
sem hann unni. Til marks um
baráttuhug hans var öflug upp-
bygging á fyrirtæki þeirra
hjóna á upphafsárum þess.
Vignir unni fjölskyldu sinni
ofar öllu. Hann varð stoltur fað-
ir þegar Eiríkur fæddist og ekki
minnkaði gleðin þegar barna-
börnin komu í heiminn og um-
hyggjan fyrir þeim yfirskyggði
allt.
Vignir og Sigga nutu þess að
ferðast, bæði innanlands og ut-
an. Þau fóru í margar ógleym-
anlegar ferðir um heiminn og í
seinni tíð nutu þau þess að ylja
sér við minningarnar.
Vignir og Sigga fluttu til
London árið 1966 og mín fyrsta
utanlandsferð var til þeirra ári
seinna. Þá var Vignir, öllum að
óvörum, búinn að undirbúa ferð
á knattspyrnuleik í London.
Faðir minn og ég fórum með
honum, nánast beint af flugvell-
inum með lestinni á Upton
Park, heimavöll West Ham
United. Ekki hafði ég mikinn
áhuga á knattspyrnu og allra
síst þeirri ensku. En á þessum
leik heillaðist ég gersamlega af
stemningunni, samstöðunni,
gleði fólksins og andrúmsloftinu
og varð ástríðufullur stuðnings-
maður West Ham. Ferðirnar á
Upton Park eru orðnar margar
síðan. Oft nefndi ég við Vigni að
honum væri að kenna að úr varð
þessi brennandi áhugi á boltan-
um, eða þakka, eftir því hvernig
á það var litið. Hann hafði gam-
an af þessu. Hann gleymdi held-
ur aldrei að koma með vænan
bunka af enskum dagblöðum
handa mér þegar hann kom úr
viðskiptaferðum frá London.
Vignir sjálfur leyndi á sér í
knattspyrnunni. Hann var einn
örfárra Íslendinga sem fóru á
úrslitaleikinn á Wembley þegar
Englendingar urðu heims-
mseistarar eftir sigur á Vestur-
Þjóðverjum og lét ramma inn
afrifuna af aðgöngumiðanum.
Fyrst og fremst var Vignir
mikill frumkvöðull og útsjónar-
samur í viðskiptum. Með upp-
byggingu á fyrirtæki sínu, Vign-
ir G. Jónsson ehf., sýndi hann að
hann var snjall í viðskiptum. Í
sameiningu byggðu þau Sigga
upp þetta fyrirtæki frá grunni á
meðan kraftar leyfðu. Frá því
að moka grásleppuhrognum í
krukkur með matskeiðum í
leiguhúsnæði í Hackney-hverf-
inu í London fóru þau yfir í
tæknivætt framleiðslufyrirtæki.
Eftir að heim kom festu þau
kaup á húsnæði við Ægisbraut á
Akranesi og önnur kynslóð tók
við rekstrinum og síðan var
starfsemin flutt að Smiðjuvöll-
um þar sem hún er í dag. Fyr-
irtækið er nú í fremstu röð hér á
landi í framleiðslu afurða úr
hrognum og hefur fengið viður-
Vignir Gísli
Jónsson
✝ Þórey Sveins-dóttir fæddist á
Akureyri 16. sept-
ember 1929. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 31.
maí 2013.
Þórey var dóttir
hjónanna Sveins
Tómassonar, f. 31.
júlí 1904, d. 7. nóv-
ember 1998, og
Helgu Gunnlaugs-
dóttur, f. 24. maí 1906, d. 8. sept-
ember 2006. Bræður Þóreyjar
eru Gunnlaugur Búi Sveinsson, f.
24. febrúar 1932, og Tómas Heið-
ar Sveinsson, f. 13. febrúar 1941,
d. 11. mars 2012.
Þórey giftist Hreini Hreins-
syni 16. september 1950. Börn
þeirra eru Lena
María, f. 13. apríl
1949, Helga Kol-
brún, f. 14. október
1952, Hreinn And-
res, f. 25. febrúar
1955, Sveinn Birgir,
f. 23. maí 1960, og
Erna Bára, f. 4.
október 1966.
Þórey ólst upp á
Akureyri, hún lauk
gagnfræðaskóla-
prófi frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar. Þórey og Hreinn fluttust
til Reykjavíkur árið 1958. Þórey
vann lengstum á heimili sínu við
að sinna stórum hópi barna.
Þórey Sveinsdóttir verður
jarðsungin frá Garðakirkju í dag,
11. júní 2013, kl. 13.
Margs er að minnast og margt
að þakka þegar leiðir skilur. Þór-
ey tengdamóðir mín hefur nú
kvatt í hinsta sinn. Eftir skilur
hún yndislegar minningar hjá
okkur um góða og hlýja konu sem
vildi allt fyrir aðra gera. Það var
ekki erfitt fyrir mig fyrir 30 árum
að koma inn í fjölskyldu manns-
ins míns þar sem mér var tekið
með mikilli hlýju og væntum-
þykju. Þannig var Þórey alla tíð,
með hugann við það hvernig fólk-
inu hennar liði og alltaf tilbúin að
hjálpa og gefa af sér. Síðustu dag-
ar hennar báru vitni um það.
Þórey var falleg kona bæði að
utan og innan. Ég man þegar ég
sá hana fyrst hvað ég var upp
með mér að svona glæsileg kona
skyldi vera tilvonandi tengda-
móðir mín. Ég er enn upp með
mér því með tímanum fékk ég að
kynnast hennar innri manni sem
var ekki síðri.
Þórey var mikil hannyrðakona.
Það var alltaf gaman, þegar við
fjölskyldan komum til þeirra í
heimsókn, að fá að skoða það sem
hún hafði verið að búa til. Hún
hafði yndi af því að gefa það sem
hún hafði gert sjálf. Hún prjónaði
flíkur á fjölskyldumeðlimina, bjó
til marga fallega hluti úr búta-
saumi, málaði á postulín o.fl. Alls
þessa höfum við fengið að njóta og
erum mjög þakklát fyrir það.
Amma Þórey eins og synir
mínir kalla hana alltaf er ímynd
hinnar sönnu ömmu. Ef til er upp-
skrift að ömmum eins og þær eiga
að vera þá vitum við hvernig hún
er. Þeir elskuðu að fá að vera hjá
ömmu og afa því hjá þeim var allt-
af tími fyrir þá. Þar var spjallað
um heima og geima, sagðar sögur,
sungið, spilað, lesið og ekki síst
var maturinn og kaffibrauðið
hennar ömmu sem heillaði alltaf.
Amma Þórey var óþreytandi að
láta allar þeirra óskir rætast.
Henni verður seint þakkað það
nægilega vel.
Elsku þórey. Ég er þakklát
fyrir allt sem þú hefur verið fyrir
okkur Svenna og strákana og að
við skyldum öll hafa fengið að
segja þér það sjálf og kveðja þig
vel.
Ég kveð þig með ást og virð-
ingu og fallegum minningum.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín tengdadóttir,
Björg.
Þegar ég hugsa til „ömmu Þór-
eyjar“ eins og börnin mín kölluðu
hana, kemur margt skemmtilegt
og ljúft upp í hugann.
Þegar ég var lítil stelpa eyddi
ég talsverðum tíma hjá ömmu
minni og nöfnu í Laugargötunni.
Þar var alltaf nóg að gera, mikill
gestagangur, líf og fjör. Það allra
skemmtilegasta var samt þegar
frændfólkið frá Reykjavík kom í
heimsókn. Ég bókstaflega elskaði
þegar Þórey og Hreinn mættu
norður með hópinn sinn. Ég leit
alltaf upp til Þóreyjar, ekki bara
vegna þess að hún var hávaxin,
glæsileg og falleg heldur líka
vegna þess að það var alltaf ein-
hver dýrðarljómi yfir henni. Hún
var glaðleg, góð og sagði svo
skemmtilega frá. Ég man hversu
stolt ég var þegar vinkona mín
sagði að ég líktist Þóreyju.
Þegar ég varð sjálf móðir og
við fluttum í höfuðborgina þá
tóku Þórey og Hreinn að sér
ömmu- og afahlutverk gagnvart
syni mínum og seinna þegar dæt-
ur mínar fæddust þá þekktu þær
þau ekki öðruvísi en sem ömmu
og afa. Það var yndislegur tími og
ég veit ekki hvernig við hefðum
spjarað okkur í Reykjavíkinni ef
ég hefði ekki haft ömmu Þóreyju
og góðu ættingjana að leita til. Ég
gat alltaf leitað til hennar og
treyst henni fyrir leyndarmálum
mínum. Hún var t.d. sú fyrsta
sem vissi að ég átti von á mínu
öðru barni. Það var samt ekki af
því ég sagði henni það, hún vissi
það bara. Tók á móti mér í eitt
skiptið þegar ég heimsótti hana,
horfði í augun mín og spurði bros-
andi hvort ég ætti von á barni.
Heimili þeirra stóð okkur allt-
af opið og við eigum þaðan mjög
margar og góðar minningar.
Þórey hafði gaman af handa-
vinnu og ófá liggja verkin eftir
hana á heimilum ættingjanna.
Það var alltaf svo gaman að fá að
sjá hvað hún var með á prjónun-
um og hvaða nýja handverk hún
væri nú búin að læra. Hún var full
af áhuga og hæfileikum.
Þórey og Hreinn höfðu mjög
gaman af að ferðast og það var
dásamlegt að fá að ferðast með
þeim. Dætur mínar minnast oft á
ferðalag sem við fórum í með
þeim á Suðurlandið. Við dvöldum
í bústað við Laugarvatn og flökk-
uðum um nágrennið. Ég vildi ég
gæti látið myndir fylgja þessum
minningarbrotum mínum frá
þeirri ferð því þær segja svo
miklu meira frá þessari ferð.
Eftir Reykjavíkurárin lá leið
minnar fjölskyldu norður á ný en
alltaf þegar höfuðborgin var
heimsótt var farið til ömmu Þór-
eyjar og afa Hreins. Stundum
fengum við meira að segja að
Þórey Sveinsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku besta amma, ég
mun sakna þín endalaust.
Án þín væri ég ekkert.
Þú varst eins og önnur
mamma mín og dekraðir
alla alveg út í eitt. Þú sást
alltaf ef manni leið illa og
gast alltaf lagað það. Fimm
börn og fimmtán barna-
börn og ég yngst. Er svo
glöð yfir því að hafa kynnst
þér svona vel og að við höf-
um átt svona góð ár saman.
Núna líður þér betur og átt
eftir að fylgjast með okkur í
lífinu. En eins og þú sagðir,
þá ætlarðu samt ekki að
trufla okkur.
Elska þig svo mikið. Þú
varst besta amma í heimi.
Litla sólin þín,
Tinna Sól Ásgeirsdóttir.