Morgunblaðið - 11.06.2013, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
Nýr 4ra rétta seð
ill og A la Carte í
Perlunni
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Skoski rithöfundurinn Iain Banks er
látinn, 59 að aldri. Hann var einn virt-
asti og vinsælasti höfundur Skota síð-
ustu árin, kunnur fyrir bækur á borð
við „The Wasp Factory“ og „The
Crow Road“. Í skoðanakönnun sem
Waterstone’s verslanirnar létu fram-
kvæma fyrir nokkrum árum lenti
fyrrnefnda sagan á lista yfir 100
bestu skáldsögur allra tíma. Fyrir ut-
an fagurbókmenntir sendi hann frá
sér vísindaskáldsögur undir
höfundarnafninu Iain M. Banks.
Í apríl síðastliðnum upplýsti Banks
að hann hefði greinst með krabba-
mein í gallblöðru og ætti í mesta lagi
nokkra mánuði ólifaða.
Væntanleg skáldsaga Banks, „The
Quarry“, byggir á glímu höfundarins
við krabbameinið en hún fjallar um
síðustu vikurnar í lífi aðalpersónu
hennar. Sagan kemur út 20. júní og
hafði Banks vonast til að lifa að sjá
hana koma út.
AFP
Banks Skoski rithöfundurinn var
vinsæll og virtur fyrir verk sín.
Krabbinn
felldi Banks
Nokkrir þeirra
listamanna sem
ætluðu að koma
fram á tónlistar-
hátíðinni Keflavík
Music Festival
um helgina,
hættu við þátt-
töku og sendu
sumir þeirra frá
sér yfirlýsingar,
þar sem margt í
skipulagningunni var sagt hafa farið
úrskeiðis.
Skipuleggjendurnir Ólafur Geir
Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson
sendu líka frá sér yfirlýsingu og
segjast ætla að halda ótrauðir áfram
með hátíðina. Þeir segjast þakklátir
öllum sem komu fram og stóðu með
þeim en biðjast afsökunar á því sem
fór úrskeiðis hjá þeim sjálfum.
„Kappsemi Íslendings er stundum
meira en viðkomandi ræður við og
má með sanni segja að það eigi
vissulega við í okkar tilviki. 129 tón-
listaratriði á einni helgi hefði verið
meiriháttar árangur á okkar litla Ís-
landi en varð okkur sem stjórn-
endum ofviða um leið og fyrstu
vandamálin komu upp. Sú staða vatt
síðan upp á sig,“ segir þeir.
Biðjast
afsökunar
Páll Óskar kom
fram á hátíðinni.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Það er gott að vera á Vestfjörðum,
hér er greiðvikið og gott fólk,“ segir
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvik-
myndaleikstjóri sem er við tökur á
Flateyri á sinni annarri bíómynd,
París norðursins, en hann leikstýrði
bíómyndinni Á annan veg sem
frumsýnd var fyrir tveimur árum.
Myndin sem hann er að taka upp
núna er skrifuð af Huldari Breið-
fjörð en framleiðendur eru þeir Þór-
ir Snær Sigurjónsson og Sindri
Kjartansson.
Margir með tengsl við Vestfirði
Aðspurður um hvað myndin sé
segir Hafsteinn að hún sé um ungan
mann sem hefur verið búsettur einn
vetur á Flateyri. „Hann er á ein-
hverjum krossgötum í lífinu og hef-
ur verið kennari hér í nokkurn tíma.
Fær síðan föður sinn í heimsókn
sem hann þekkir lítið og hefur ekki
hitt í langan tíma. Þetta er svona
dramatísk kómedía af svæðinu,“
segir Hafsteinn Gunnar en Björn
Thors leikur aðalhlutverk mynd-
arinnar.
Þess má geta að fyrsta bíómynd
Hafsteins Gunnars var einnig tekin
upp á Vestfjörðum en Hafsteinn vill
meina að það sé algjör tilviljun. „Ég
skrifaði ekki Á annan veg með Vest-
firði í huga, ég hafði eitthvað órætt
landslag í huga þegar ég skrifaði
hana. En þegar við vorum að keyra
af Skjaldborgarhátíðinni sem haldin
er árlega á Patreksfirði þá fannst
mér það virka að setja söguna inn í
þetta landslag. Þegar sú mynd fór í
gang þá var hugmyndin að París
norðursins búin að fæðast. Við erum
nokkrir sem eigum tengsl hingað á
Vestfirðina. Huldar Breiðfjörð er
búinn að eiga hús hérna frá árinu
2007. Dáni Pedersen leikmynda-
hönnuður á hús við hliðina á honum
þannig að það lá beint við að gera
myndina hér. Hér er gott að vera,“
segir Hafsteinn.
Tökur ganga vel og eru þeir búnir
með tíu tökudaga af áætluðum 23
dögum. En að sögn Hafsteins er
hann ánægður með tilfinninguna í
tökunum fram að þessu.
Aðspurður um veðrið þá hann er
líka nokk sáttur við það. „Ég vildi
hafa snjó í fjöllum, hugmyndin var
að þetta gerðist um vor,“ segir Haf-
steinn. „Við vildum finna náttúruna
vakna. Finna vorið hörfa fyrir
sumrinu. Það er enn snjór í fjöllum
og það er mjög gott. Tökumaðurinn
er mjög ánægður að það sé ekki
alltaf glampandi sól. Veðrið er frek-
ar að vinna með okkur en móti.
Annars erum við að fara í næt-
urtökur núna, við viljum fanga þess-
ar miðnæturtökur sem eru mjög
sérstakar og fallegar,“ segir Haf-
steinn.
Flateyri er París norðursins
Sjónarhorn „Veðrið er frekar að vinna með okkur en móti,“ segir leikstjórinn Hafstein Gunnar. Hér eru þeir Magni
Ágústsson tökumaður í þungum þönkum á ónefndum stað. „Við vildum finna náttúruna vakna,“ segir hann.
Tökur ganga
vel á bíómyndinni
París norðursins
Veðrið leikur
við tökuliðið
Morgunblaðið/Golli
Fjölhæfur Björn Thors fer með að-
alhlutverkið í Paradís norðursins.
Höfðaborg, drykkjurútur með allt
niður um sig, en samt ein-
staklingur sem sýnir að lengi lifir
í gömlum glæðum.
Sagan hverfist um þrjár persón-
ur, Christine, Thobela og Benny,
og þó þær séu ekki allra, falli ekki
inn í normið, finnur lesandinn til
með þeim og getur eiginlega ekki
annað en staðið með þeim. Þær
eru ólíkar en eiga ýmislegt sam-
eiginlegt. Sterkar en eiga samt
sína veikleika.
Spennusagan Djöflatindur er á
sinn hátt saga ákveðinna uppgjöra
en vandinn er viðameiri en svo að
hann leysist í stuttri sögu. Þó að
svar finnist við ákveðnum spurn-
ingum er vandinn í raun óviðráð-
anlegur.
Deon Meyer heldur manni við
efnið. Djöflatindur er vel skrifuð
og spennan eykst eftir því sem
nær dregur endalokum. Þetta er
mjög trúverðug saga og besta
sumarbókin til þessa.
höfunda er Deon Meyer í Suður-
Afríku og með spennusögunni
Djöflatindi hefur hann komið sér
vel fyrir í heimi spennusagnahöf-
unda.
Suður-Afríka er ekki beint í
túnfætinum en þaðan berast oft
ógnvænlegar fréttir af glæpum og
spillingu. Deon Meyer þekkir um-
hverfið og Djöflatindur virkar á
mann eins og frásögn atburða á
líðandi stundu. Bókin lýsir ógn-
vænlegum viðburðum, máttlausum
yfirvöldum til að takast á við
glæpina og sjálfsbjargarviðleitni
einstaklinga í kjölfarið. Í hring-
iðunni er síðan rannsóknarlög-
reglumaðurinn Benny Griessel í
Við búum í ógnvænlegumheimi og í þessum heimiþrífast afbrotamenn,glæpir, svik, spilling og
launráð. Upp úr þessum farvegi
spretta rithöfundar sem sjá ver-
öldina með sínum augum og koma
henni í sögubúning. Einn þessara
Trúverðug „Deon Meyer heldur
manni við efnið. Djöflatindur er vel
skrifuð og spennan eykst eftir því
sem nær dregur endalokum.“
Spenna og spilling í
bestu sumarbókinni
Djöflatindur Eftir Deon Meyer. Íslensk Þýðing: Þórdís
Bachmann. Kilja. 416 bls. Tindur 2013.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÓKMENNTIR