Morgunblaðið - 11.06.2013, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Kalt stálið og gráir veggir fyrrum
herstöðvarinnar á Ásbrú var eins og
hannað fyrir tónlistarhátíðina All To-
morrow Parties, ATP, en aðstand-
endur hennar heilluðust af herstöð-
inni fyrrverandi og hafa í samstarfi
við Tómas Young tónleikahaldara
skipulagt All Tomorrow hátíð í henni
í sumar, 28.-29. júní.
„Tengingin við nálæga fortíð gefur
staðnum ákveðna ásýnd og tilfinn-
ingu sem erfitt er að finna eða end-
urskapa annars staðar,“ segir Debo-
rah Kee Higgins, eiginkona Barry
Hogans stofnanda hátíðarinnar, en
hún er komin hingað til lands til að
fylgjast með skipulagningu hátíð-
arinnar og aðstoða við kynningu
hennar.
Auk umhverfisins á herstöðinni
gömlu segir Deborah landið sjálft
hafa heillað. „Tónlistarmenningin
hér er stórkostleg og það er ótrúlegt
hvað margar góðar hljómsveitir
koma frá ekki fjölmennara landi en
Íslandi. Það er eitthvað töfrandi við
landið og þess vegna fannst okkur
tilvalið að koma með hátíðina til
Íslands.“
Nálægð við tónlistargestinn
All Tomorrow var fyrst haldin í
Bretlandi árið 1999 sem svar við
stórum tónlistarviðburðum sem
töldu tugi þúsunda gesta. Hátíðin á
að vera lítil og nándin mikil. „Fjöldi
gesta er almennt takmarkaður við tíu
þúsund á ATP hátíðum en hátíðin
verður þó eitthvað minni í sniðum
hér á landi. „Tíu þúsund gestir er
auðvitað mjög mikið fyrir fámennari
staði eins og Ísland og þess vegna er-
um við að horfa til þess að gestir
verði á bilinu tvö til þrjú þúsund á há-
tíðinni hér,“ segir Deborah en hún
telur aðstæðurnar á Ásbrú full-
komnar með það í huga að tónleika-
gestir upplifi nálægð við
flytjendurna.
Upplifun tónleikagesta er aðstand-
endum hátíðarinnar mikilvæg og þó
að hátíðin sé haldin víða um heim eru
gerðar miklar kröfur til þeirra staða
sem halda hátíðina. Deborah segir
tónlistarmenn á Íslandi og landið
sjálft uppfylla allar þeirra kröfur.
Innlendar og erlendar sveitir
Á hátíðinni mun koma fram fjöl-
breytt val úrvals hljómsveita, bæði
innlendra og erlendra, þekktar og
óþekktar. „Okkur finnst mikilvægt
að hafa góða blöndu af þekktum og
minna þekktum hljómsveitum,“ segir
Deborah en bendir þó á að gerðar
séu mjög strangar kröfur til þeirra
hljómsveita sem spila á hátíðinni.
„Við lítum á það sem hluta af hátíð-
inni að kynna fyrir tónleikagestum
nýjar hljómsveitir sem við teljum að
uppfylli þær kröfur sem hátíðin
setur.“
Hljómsveitin Nick Cave and The
Bad Seeds verður aðalatriði tónlist-
arhátíðarinnar í ár en hljómsveitin
hefur ekki spilað á Íslandi síðan 2006.
„Ég er mjög spennt fyrir Nick Cave
and The Bad Seeds enda er hún með-
al bestu hljómleikasveita í heiminum
í dag. Síðan hlakka ég til að sjá ís-
lensku hljómsveitirnar á sviðinu en
við höfum áður fengið íslenskar
hljómsveitir til að spila á hátíðinni
okkar m.a. Sigur Rós, Mugison, múm
og Botnleðju.“
Gamla varnarsvæðið verður því
undirlagt af góðri tónlist dagana 28.
og 29. júní og eflaust komast færri að
en vilja.
Meðal hljómsveita sem koma fram
verða Chelsea Light Moving, The
Fall, The Notwist, Thee Oh Sees,
Deerhof, múm, Ham, Dead Skele-
tons, Mugison,, Amiina, Valgeir Sig-
urðsson, Ghostigital, Puzzle Mute-
son, Kimono, Hjaltalín og Snorri
Helgason.
Tónleikar á gamla
varnarliðssvæðinu
Nick Cave and the Bad Seeds meðal þeirra sem koma
fram Herstöðin fyrrverandi heillaði tónleikahaldara
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Upplifun Deborah Kee Higgins, einn aðstandenda ATP, er komin til Íslands.
Vangaveltur hafa verið um það
hvort rokkararnir í Led Zeppelin
muni koma saman á næsta ári og
skemmta gömlum og nýjum aðdá-
endum hljómsveitarinnar.
Robert Plant, söngvari hljóm-
sveitarinnar, gaf til kynna að end-
urkoma væri í kortunum á næsta
ári þegar hann léði máls á því að
hann hefði ekkert að gera á árinu
2014.
Það var hins vegar bassaleik-
arinn John Baldwin, sem flestir
þekkja þó sem John Paul Jones,
sem slökkti í vonum aðdáenda um
endurkomu þegar hann sagði í
viðtali við Red Carpet TV ekki hafa
nokkurn tíma á næsta ári, hann
væri fullbókaður fyrir óperu.
John Paul Jones vinnur núna
hörðum höndum við að semja óperu
sem byggð er á Draugasónötu
sænska rithöfundsins August
Strindberg eða The Ghost Sonata í
enskri þýðingu John Paul Jones.
Verkið er komið ágætlega af stað
og er bassaleikarinn kominn lang-
leiðina með að ljúka fyrsta hluta
verksins en býst við að klára það
ekki fyrr en á næsta ári.
Ópera kemur í veg fyrir
Led Zeppelin-endurkomu
AFP
Endurkoma Led Zeppelin kemur ekki saman á næsta ári vegna óperuskrifa.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Langtímaleiga
– langsniðugust!
Reiknaðu dæmið til enda.
Frá
49.900 kr.á mánuði!
591-4000 | www.avis.is
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fim 13/6 kl. 19:30 Aukas. Fös 30/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30
Fös 14/6 kl. 19:30 18.sýn Lau 31/8 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30
Lau 15/6 kl. 19:30 19.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30
"Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas.
Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu
Stöngin inn! (Stóra sviðið)
Sun 16/6 kl. 19:30
Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn.
Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn.
Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn.
Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn.
Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!
Gullregn (Stóra sviðið)
Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar.
Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)
Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00
Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00
Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar.
Tengdó (Litla sviðið)
Fim 13/6 kl. 20:00 aukas Fös 14/6 kl. 20:00 lokas
Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gullregn – allt að seljast upp!