Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 1

Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  148. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG TILRAUNA- KENNDAR SÝNINGAR 2.600 BILLJÓNIR Í AFLANDI GEIMVERUR LENDA Í FRYSTI- KLEFANUM Á RIFI VIÐSKIPTABLAÐ LEIKVERKIÐ 21:07 34SPINDRIFT THEATRE 10 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við höfum verið að ræða saman og það eru ýmsir skipulagsþættir sem geta alveg gengið upp en það sem alltaf skilur á milli er að geislafræðingar vilja sjá meiri launahækkanir fylgja. Og það er enn járn í járn með það,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, en að óbreyttu láta yfir 40 geislafræð- ingar af störfum á Landspítalanum 1. ágúst næstkomandi. Katrín vill ekki nefna neinar töl- ur á þessu stigi málsins en segir að þrátt fyrir að geislafræðingar hafi slegið af upphaflegum kröfum sjái stjórnendur Landspítalans sér ekki fært að koma til móts við þær. Hún gerir ráð fyrir að við- ræður á næstunni muni snúa að launakröfunni en segir allt stefna í að þeir sem hafa sagt upp störfum gangi út í ágúst. Vilja fund með ráðherra „Geislafræðingar eru mjög ákveðnir í kröfum sínum. Kjör okkar hafa verið afar slök, grunn- launin og annað, og það er ekki erfitt fyrir þetta fólk að ganga inn í almenn störf og fá þau laun,“ segir hún en einhverjir hafi þegar fengið loforð um aðra vinnu. Katrín segist ekkert hafa heyrt frá nýjum stjórnvöldum en geisla- fræðingar hafi óskað eftir fundi með fjármálaráðherra. Þá gerir hún ráð fyrir að fundað verði með heilbrigðisráðherra en ekki fyrr en í ágúst. „Enn járn í járn“  40 geislafræð- ingar hætta störfum að óbreyttu „Það virðist vera gríðarlegur áhugi meðal ferðamanna fyrir þessu. Fyrir fólk sem býr inni í Mið-Evrópu og hefur aldrei séð skip fara á land er þetta náttúrulega einstakt,“ segir Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar sem á og rekur slippinn í Reykjavíkur- höfn. Undanfarið hafa tvær ólíkar starfsgreinar, slipp- starfsemi og hótelrekstur, starfað í bróðerni við gömlu höfnina sem iðar af lífi og fjölbreyttum rekstri. Útsýnið af svölunum á fjórðu hæð hótels Marina þykir spenn- andi og ferðamenn láta skarkalann ekki á sig fá. »6-7 Slippurinn býr yfir aðdráttarafli Morgunblaðið/Styrmir Kári  Hjónin Einar og Þóra hætta bráð- lega rekstri fiskbúð- arinnar á Freyju- götu eftir að hafa staðið vaktina í 22 ár. Fastagestir segja söknuðinn verða mikinn, bæði meðal mannfólksins og kattanna í hverfinu, en hjónin hafa óspart laumað fiskbita í fer- fætlingana. Gestir búðarinnar hyggjast halda kveðjuhóf þeim til heiðurs. »15 Söknuður meðal fólks og katta Vaxandi áhugi er meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja á umsvifum á Grænlandi. Starfsemi Grænlensk-ís- lenska viðskiptaráðsins var hleypt af stokkunum fyrir skömmu og á Akur- eyri eru mörg fyrirtæki þátttakend- ur í Arctic Services, verkefni á veg- um Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar. Þátttakendur í því sjá ýmsa möguleika á Grænlandi, þar sem þörf er á tækniþjónustu, m.a. vegna fyrirhugaðrar námuvinnslu. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út vörur til Grænlands fyrir um 2,6 milljarða króna. Flugfélag Íslands er með daglegar Grænlandsferðir og flytur kynstrin öll af daglegum neysluvörum. Tækifærin á Grænlandi eru um- talsverð, segir Kristín Hjálmtýsdótt- ir sem stýrir erlendum samskiptum hjá Viðskiptaráði Íslands. Hún telur þörf á viðskiptasamningi Íslands og Grænlands. Í höfuðstaðnum Nuuk verður í haust haldin íslensk kaup- stefna og skrifstofa íslensks ræðis- manns verður opnuð innan tíðar. sbs@mbl.is MViðskipti »6-7 Mikil tækifæri á Grænlandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grænland Nuuk er höfuðstaður og þar bjóðast Íslendingum tækifæri.  Flutt út fyrir 2,6 milljarða króna  Staðfest var á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Vogum í gær- kvöldi að gamli meirihlutinn er ekki lengur starfandi. Þrír fulltrú- ar minnihlutans studdu þá tvo full- trúa fyrrverandi meirihluta við kosningar í nefndir og ráð. Meirihlutinn í Vogum hefur fallið tvisvar á kjörtímabilinu, í bæði skiptin vegna ágreinings um lagn- ingu Suðvesturlínu um land sveitar- félagsins. Meirihluti sem tók við 2011 undir forystu Ingu Sigrúnar Atladóttur gerði það að skilyrði að línan væri í jarðstreng en tveir fé- lagar hennar og minnihlutinn breyttu um kúrs í nóvember í fyrra. Inga Sigrún hugðist taka á ný við sem forseti bæjarstjórnar í gær- kvöldi en naut ekki stuðnings. Ann- ar fulltrúi listans, Oddur Ragnar Þórðarson, sem gegndi stöðunni í leyfi Ingu, hlaut kosningu. helgi@mbl.is Vogar Átök hafa verið í bæjarstjórn Voga um línulagnir allt kjörtímabilið. Klofningur í meiri- hluta staðfestur  Framtakssjóðir (e. private equity) eru orðnir áberandi meðal þeirra sem fjárfesta í íslensku at- vinnulífi. Á árunum fyrir hrun þekktust þeir nánast ekki hér á landi. Þá voru fjárfestingarfélög alls ráðandi. Framtakssjóður Íslands er þekkt- asti framtakssjóðurinn og sá lang- stærsti. Lífeyrissjóðir fjármagna framtakssjóðina að mestu og nýta þá til að fjárfesta í óskráðum fyr- irtækjum, eins og t.d. Ölgerðinni og Bláa lóninu. En það er mun meiri vinna að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki eru skráð í Kauphöll. Fjármálafyrirtæki reka sjóðina. »Viðskipti Áberandi framtaks- sjóðir eiga sviðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.