Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Blómapottar, vasar og kínverskir listmunir Mikið úrval af hand- gerðum listmunum í öllum stærðum og gerðum SUMAR TILBOÐ 30% afsláttur Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þetta er fótboltadeild sem ég keppi í. Svo er líka til björgunar- deild en þar eru búnir til róbótar til að fara um rústir og svo er til heimilisstarfadeild en þá hjálpa ró- bótar til heima hjá fólki,“ segir Lovísa Irpa Helgadóttir, verkfræð- ingur hjá Freie Universität Berlin, en hún keppir í róbótafótbolta á Robocup-mótinu sem fram fer í Eindhoven í Hollandi um þessar mundir. Knattspyrnulið Lovísu heitir FUB-Kit og keppir það í flokki ró- bóta sem hafa einkenni mannfólks (e. humanoid league). Nafn liðsins er dregið af nöfnum háskólanna tveggja sem að því standa, hins þýska Freie Universität Berlin og hins japanska Kyushu Institute of Technology. Róbótar á móti róbótum Að sögn Lovísu er þetta í sautjánda sinn sem mótið er haldið og segir hún markmið mótsins að skapa róbótafótboltalið sem geti sigrað mennskt fótboltalið árið 2050. „Við keppum í róbótum á móti róbótum. Við erum fjög- ur, ég og Hamid, sem hann- aði róbótana, og svo erum við með tvo sem komu frá háskóla í Japan sem er í samstarfi við okkur,“ seg- ir Lovísa og bætir við: „Við keppum í deild sem heitir „TeenSize league“ en það eru sumsé róbót- „Við fögnum því auðvitað að þetta frumvarp hafi verið samþykkt,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, um viðbrögð ferðaþjón- ustunnar við breytingu á lögum um virðisaukaskatt. „Við höfum sagt það alla tíð að ef á að hækka skatta og gjöld á ferðaþjónustuna, þá á að gera það með minnst 18-20 mánaða fyrirvara. Það verða stjórnvöld að skilja. Það gera sem betur fer sum- ir, en ekki allir.“ Á þriðjudag var samþykkt frum- varp ríkisstjórnarinnar vegna breytingar á lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Breytingarnar fólu í sér að afnema sérstakan 14% virðisaukaskatt sem settur var á gistiþjónustu, en þá hafði hann þeg- ar verið lækkaður úr rúmum 25%. Með breytingunni stendur því virð- isaukaskatturinn í 7%. Nýr vaskur, nýir verðlistar Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hot- els, segir að breytingarnar valdi ekki stórvægilegum hnökrum í kynningarstarfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en aðilar í þessum rekstri hafi þó reglulega þurft að senda út uppfærða verðlista: „Á sínum tíma þegar virðisaukaskatt- urinn var hækkaður þurftum við að senda út bréf til allra okkar við- skiptavina og það höfum við þurft að gera með hverjum breytingum. Það er heilt stöðugildi hjá okkur búið að vera í þessu, starfsmaður sem sendir samninga fram og til baka með stöðugum breytingum frá áramótum.“ Þrátt fyrir þetta er Magnea sátt með samþykkt frumvarpsins. „Ég er sátt vegna þess að skatturinn hefur áhrif á fólk þegar það velur utanlandsferð. Í þessu er verð á flugi og gistingu það sem mestu máli skiptir, en þegar komið er á áfangastað skiptir verðlagið þar fólk minna máli. Þetta köllum við entry point ákvörðun, og það hefði komið sér mjög illa fyrir alla aðila ef hægja færi á fjölgun ferðamanna vegna þessa,“ segir Magnea. agf@mbl.is Fagna samþykkt frumvarps um afnám 14% vsk.  Breytingarnar hafa útheimt mikinn tíma og vinnu hjá rekstraraðilum Morgunblaðið/Styrmir Kári Til bóta Bæði ferðaþjónustan og ferðamenn brosa yfir breytingunum. Tíu þrepa að- gerðaáætlun rík- isstjórnarinnar vegna skulda- vanda heim- ilanna var af- greidd úr efnahags- og við- skiptanefnd Al- þingis á fundi nefndarinnar í gærmorgun, að sögn Frosta Sigurjónssonar, þing- manns Framsóknarflokksins og formanns efnahags- og viðskipta- nefndar. „Minnihlutinn verður trú- lega með álit en þetta var svosem allt í ágætri sátt,“ sagði Frosti í samtali við mbl.is í gær. skulih@mbl.is Aðgerðaáætlunin af- greidd út úr nefnd Frosti Sigurjónsson Farið var yfir stöðu og horfur í ríkis- fjármálum á fundi fjárlaganefndar Al- þingis í gær og var þar staðfest, sem áð- ur hefur komið fram, að útlitið er að óbreyttu mun verra en ráð var fyrir gert í fjárlögum ársins og efnhagshorf- urnar dekkri. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og sérfræðingar ráðuneytisins komu á fund nefndarinn- ar í gær þar sem farið var yfir stöðuna, tekjuöflunarleiðir og útgjöld, að sögn- Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjár- laganefndar. ,,Þetta var afskaplega gagnlegur fundur og rætt opinskátt um stöðuna,“ segir hún. Beðið eftir hálfsársuppgjöri Vinna við fjárlagagerð er í fullum gangi. Einstök ráðuneyti eru þessa dagana að skila fjármálaráðuneytinu tillögum sínum um útgjöld á næsta ári. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær stendur til að hagrætt verði í ríkis- rekstri um 1,5%. Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu fyrr í mánuðinum stöðuna í ríkisfjármálum, þar sem fram kom að verði ekki gripið til gagnráðstafana gæti afkoman í reglubundinni starfsemi ríkissjóðs orðið nálægt 14 milljörðum verri á þessu ári en fjárlög gera ráð fyr- ir. Að sögn Vigdísar komu engar nýjar tölur fram á fundinum í gær umfram það sem kynnt var fyrr í mánuðinum en óvissan sé mikil, ekki síst vegna minnk- andi umsvifa og vísbendinga um að hag- vöxtur á fyrstu 4 mánuðum ársins hafi verið langt undir væntingum. Nú er beðið eftir hálfsársuppgjöri þjóðarbús- ins að sögn hennar. omfr@mbl.is „Rætt opinskátt um stöðuna“  Fjármálaráðherra fór yfir stöðu ríkisfjármála með fjárlaganefnd í gær  Ráðu- neytin skila inn útgjaldatillögum en almenn hagræðingarkrafa er upp á 1,5% Dekkra útlit » Nú er talið að afkoma ríkissjóðs á næsta ári geti orðið um 27 millj- örðum lakari en gert var ráð fyrir. » Gert er ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári í stað 2,5%. „Þetta er í fyrsta skipti sem liðið okkar tekur þátt, þannig að við erum kannski ekkert endilega að búast við því að vinna en ef við náum að skora eitt mark þá yrði það frábært,“ segir Lovísa Irpa Helgadóttir. Robocup-mótið stendur fram til sunnudags en þá fer fram úrslitaleikur mótsins. „Við gerðum æsispennandi núll – núll jafntefli áðan [í gær] við eitthvert kóreskt lið en eins og ég sagði þá erum við ekkert endi- lega að reyna að komast áfram en við viljum skora mörk,“ segir Lovísa og bætir við að fyrir þá sem hafi gaman af róbótum þá sé þetta staðurinn til að vera á. Róbótarnir sem keppa á mótinu stýra sér sjálfir með hjálp gervigreindar, algjörlega án mannlegrar aðstoðar. Er því í raun um vélmenni eða vélknúna knattspyrnumenn að ræða. „Viljum skora mörk“ VÉLMENNIN STÝRA SÉR SJÁLF Lovísa Irpa Helgadóttir ar sem eru 90 til 140 sentimetra háir.“ Í deildinni sem Lovísa keppir í er hvort lið með einungis tvo ró- bóta inn á vellinum í einu. „Svo eru aðrar deildir þar sem eru fleiri ró- bótar og þar gengur þetta t.d. út á að finna út hvar maður er á vell- inum,“ segir Lovísa. Þá segir hún mótið vera afar stórt í sniðum. „Þetta er alþjóðlegt og það er fullt af fólki hérna frá mörgum löndum,“ segir Lovísa. Svalir róbótar Aðspurð hvert hlutverk hennar í liðinu sé segist hún hafa hannað hugbúnaðinn á bakvið róbótana, með öðrum orðum „heilana“ í þeim. „Við erum með rosalega svala ró- bóta, þeir eru allt öðruvísi en allir hinir róbótarnir vegna þess að Ha- mid, sem ég er að vinna með og er algjör snillingur, hannaði nýjan fótavélbúnað sem er meira undir áhrifum líffræði,“ segir Lovísa. „Allir róbótarnir í okkar deild eru með mótora bæði í hnjánum og í öllum liðum en við erum bara með einn kapal sem sér um alla fóta- hreyfinguna.“ FUB-KIT liðið á Robocup 2013 Frá vinstri: Hamid (FU Berlin), Amir (KIT), Lovísa (FU Berlin) og Satoh (KIT). Keppir í róbótafót- bolta í Eindhoven  Markmiðið að róbótar sigri mennskt lið árið 2050 Skannaðu kóðann til að sjá mynd- band frá Robocup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.