Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.06.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Tilboð júlí, ágúst og sept. 18.900 kr. Tilboð trimform 7.500 kr. 5 skipti og gildir í 2 vikur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Evrópuvaktin segir frá því aðbirt hafi verið á Írlandi end- urrit af samtali tveggja hátt- settra starfsmanna Anglo Irish Bank sem sýni að írsk stjórnvöld voru plötuð til að leggja 7 millj- arða evra til bjarg- ar bankanum haustið 2008 en miklu meira hafi þurft til, eins og í ljós kom þegar írska ríkið var orð- ið fast í netinu. Kenny, forsætis- ráðherra Írlands, segir ljóst að forráðamenn bankans hafi logið að stjórnmálamönnum.    Frá Ítalíu berast nú fréttir umað stjórnvöld þar hafi í að- draganda upptöku evru í raun falsað efnahagstölur landsins til þess að láta líta svo út, sem Ítalía uppfyllti skilyrði fyrir því að taka upp evru.    Þetta hafi verið gert með gerðafleiðusamninga, sem nú eru að koma í hausinn á Ítölum.    Þessar fréttir benda til þess aðsannar hafi verið frásagnir á síðasta ári um að Kohl þáverandi kanslari Þýzkalands hafi haft undir höndum upplýsingar um málið á þeim tíma en horft fram hjá þeim af pólitískum ástæðum.    Jafnframt gefur Financial Tim-es í skyn, að Mario Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evr- ópu, hafi átt hlut að máli, sem ráðuneytisstjóri í ítalska fjár- málaráðuneytinu á þessum tíma. Er Evruland allt ein allsherjar sýndarmennska?    Hvað segir formaður Samfylk-ingarinnar um það, sem lýsti Evrulandi sem framtíð- arlandi Íslendinga í kosningabar- áttunni?“ Árni Páll Árnason Sýndarland? STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 16 skýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:00 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:16 23:46 Kríuvarpið á Seltjarnarnesi er nú með besta móti, miðað við undan- farin ár, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Hann hefur fylgst með varpinu. „Þetta er mjög gott varp, að minnsta kosti miðað við síðustu fjög- ur ár,“ sagði Jóhann Óli. „Það var svolítið áberandi að engin kría var með þrjú egg, allar með eitt eða tvö. Það voru eitthvað á þriðja þúsund pör með hreiður á Nesinu.“ Jóhann Óli sagði að töluvert hafi verið um að kríur hafi borið hrogn- kelsaseiði í þær sem lágu á. Ekki er útséð um hvernig varpinu reiðir af. Þegar eggin klekjast verða kríurnar að finna sandsíli af réttri stærð svo ungarnir komist upp. Jóhann Óli sagði sömu sögu að segja af kríuvarpi á Stokkseyri og Eyrarbakka og á Seltjarnarnesi. Þar virðist varpið einnig vera með skárra móti miðað við undanfarin ár. Ýmsir fuglar hafa brugðist við breyttum landsháttum. Þannig sagðist Jóhann Óli hafa séð hettu- máfsunga éta mikið af lirfum fiðrild- isins ertuyglu. „Maður sér bæði hettumáfa og sílamáfa vera í lúpínubreiðunum í æti. Þeir hafa aðlagað sig betur en krían sem er algjör sjófugl,“ sagði Jóhann Óli. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Kría Ekki er ljóst hvernig varpinu reiðir af því ungarnir þurfa að fá sandsíli til að vaxa upp og verða fleygir. Sandsílið hefur brugðist undanfarin sumur. Kríuvarp betra en síðustu ár  Varpið fór vel af stað á Seltjarn- arnesi, Stokkseyri og Eyrarbakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.