Morgunblaðið - 27.06.2013, Side 11

Morgunblaðið - 27.06.2013, Side 11
„Þetta er einn fárra erlendra leiklistarskóla sem halda prufur á Íslandi. Kennararnir úti eru líka al- veg rosalega hrifnir af því að vinna með Íslendingum. Það fer víst gott orð af okkur. Svo er London líka bara mikil menningarborg,“ segir Sólveig Eva. Hún segir þó flesta Ís- lendingana breyta nöfnum sínum þegar út er komið til að falla betur að enskri tungu. „Ég sneri nafninu mínu til að mynda við. Úti í Englandi heiti ég Eva Sólveig, það er auðveldara að segja Eva en Sólveig. Ef við viljum fá vinnu þarna úti er stundum svo- lítið erfitt að bera fram þessi löngu íslensku nöfn. Þetta auðveldar margt, til að mynda þegar við erum að sækja um hlutverk,“ segir hún. Fór ung til Englands Ólíkt flestum þeim Íslend- ingum sem nema við Rose Bruford hóf Sólveig Eva nám við skólann áð- ur en hún hafði lokið mennta- skólanámi hér heima. „Ég var bara svo óþolinmóð. Um leið og ég varð átján ára og nógu gömul til að fara í prufurnar hoppaði ég á tækifærið. Ég var búin að ákveða þetta löngu áður en ég sótti um, ég vann mikið árið áður því þetta er dýrt nám. Ég fékk síð- an veglegan styrk frá móður minni. Þetta hefur verið algjört ævintýri. Flestir Íslendingarnir fara eldri út því þetta er dýrt og nemendur hér heima klára menntaskóla um tví- tugt,“ segir Sólveig Eva. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa ekki klárað menntaskólann hérna heima enda með öllu óþarft að halda áfram með eitthvað óþarft á meðan hún gæti fundið ástríðuna í London. „Það var inni í myndinni að taka eitthvert leiklistarnám hérna heima en ég var bara ekki orðin nógu gömul í það. Leiklistarskólinn hér heima er engu að síður spenn- andi en heimsborgin London heill- aði mig. Við erum engu að síður rosalega spennt að fá að koma til Ís- lands og kynna okkur hér. Listalífið á Íslandi er mikið og Reykjavík er full af listafólki,“ segir Sólveig Eva að lokum. Ljósmynd/Alex Winn Photography Efnileg Sólveig var ung þegar hún lagði leiklistina fyrir sig í London. Leikarar Stöllurnar kynntust í leiklistar- skólanum í London. Frumlegt Leiksýningar leik- hópsins eru oft á tíðum fremur tilraunakenndar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs- upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.990.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Eyðir aðeins frá5,5 l/100 km. Næsta laugardag kl. 13-14 verður fjölskyldujógatími á grænu túni í góðu veðri fyrir utan Viðeyjarstofu í Viðey. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari ætlar að leiða fólk í gegnum jógaæfingar, farið verður í leiki, sungið, hugleitt og slakað vel á í lokin við heilandi tóna gongsins. Áhersla verður lögð á að hver og einn geri sitt besta, að tengjast í kærleika og hlæja saman. Miðað er við fimm ára og eldri til að geta tekið fullan þátt. Yngri börn gætu þurft aðstoð foreldra í tímanum en eru velkomin. Skráning í akk@graenilotusinn.is. Arnbjörg er með alþjóðleg réttindi sem kundalini-jógakennari og hefur kennt ungum sem öldnum jóga um nokkurt skeið. Hún hefur m.a kennt 6-8 ára börnum í Hörðuvallaskóla jóga í rúmt ár. Hún sótti krakkajóga- kennaranámskeiðið Childplay hjá Gurudass Kaur og lærði jógíska ráð- gjöf erlendis. Sungið, hugleitt, leikið og hlegið Jóga Hentar vel fyrir alla fjölskylduna og gaman að fara út í Viðey. Fjölskyldujóga úti í Viðey Skagfirskir lummudagar halda upp á fimm ára afmæli þetta árið og verður mikið um dýrðir alla helgina. Þeir sem bjóða fólki heim í lummur setja hvíta blöðru við húsið sitt. Lummu- dagar hefjast formlega í dag með fjöri í Litla-skógi, þar verður farið í leiki, útieldun og fiskisúpa í kvöld kl. 19. Á morgun, föstudag, verður sápu- fótboltamót á Ártúni, götugrill og tónleikar Villtra svana og tófa. Á laugardag verður Árnahlaup haldið til heiðurs Árna Stefánssyni íþrótta- frömuði sextugum. Að hlaupi loknu verða grillaðar pylsur í boði Kaup- félags Skagfirðinga og verðlauna- afhending. Götumarkaður og lifandi tónlist verður í gamla bænum með Úlfur úlfur og fleirum, kassabílarall og tónleikar Hreindísar Ylvu í Bifröst. Paparnir leika fyrir dansi á balli á Mælifelli um kvöldið. Nýja smábátahöfnin verður svo formlega tekin í notkun á sunnudegi. Nú er lag að bregða sér í Krókinn og skemmta sér við lummuát og fleira. Mikið fjör alla helgina Ljósmynd/Sara Gísladóttir Sápubolti Afar vinsælt atriði á Lummudögum enda bráðskemmtilegt. Skagfirskir lummudagar Hamingjudagar í Hólmavík hófust í vikunni og halda þeir áfram út helgina. Í dag kl. 15 mun Margrét Erla Maack kenna fólki að dansa maga- dans, Bollywood- og Beyoncé-dansa. Danskennslan er ókeypis. Í kvöld kl. 21 mun Svavar Knútur halda tónleika á Galdrasafninu. Á morgun föstudag verður Sirkus Íslands með sýningu í Félagsheimilinu. Sirkusnámskeið verður fyrir áhugasama á laugardeg- inum frá kl. 9-12 og að því loknu verð- ur afraksturinn sýndur í Félagsheim- ilinu. Hamingjuhlaupið er á laugar- dag, hlaupið verður frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur. Þetta er skemmtihlaup þar sem allir eru sig- urvegarar. Nánar á strandabyggd.is. Hamingjudagar í Hólmavík Magadans Dásamlegt fyrirbæri. Magadans og önnur gleði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.