Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 19

Morgunblaðið - 27.06.2013, Page 19
AFP AFP Loftslagsvandi Obama þurrkar af sér svitann í kæfandi hitanum í George- town-háskóla í Washington þegar hann flutti ræðu sína. andi sköpun umhverfisvænna starfa. Jones segir rétt að fagna en vera samt raunsær. Og flestir þingmenn repúblikana munu berjast hart gegn áformunum. Þeir benda á að kol séu víða undir- staða atvinnu, stórhættulegt sé að leggja til orrustu gegn þeim þegar hagvöxtur sé jafn lítill og núna. Hert- ar umhverfisreglur muni hugsanlega hækka neytendaverð á raforku, auka atvinnuleysi þegar námum verði lok- að og gera bandarísk fyrirtæki síður samkeppnishæf á alþjóðamörkuðum. Stefna Obama geti kæft efnahagsbat- ann í fæðingu. Óvinir tjörusands Keystone XL- leiðslan á að flytja olíu frá vinnslu- svæðum í Kanada suður að Mexíkó- flóa. Obama sagði hana aðeins verða lagða ef öruggt þætti að hún skaðaði ekki umhverfið um of. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Þú kemst lengra á grænum bíl með Ergo Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Það er gaman að fá sér grænan bíl. Í júní verður það enn skemmtilegra því með fjármögnun á grænum bílum fylgir 20.000 kr. inneignarkort frá N1.* Gott fyrir þig, umhverfið og okkur öll. Aðstoðum með ánægju! * Gildir í júní 2013 fyrir græna bíla ef upphæð fjármögnunar er 1 milljón eða hærri. Við aðstoðum með ánægju með ánægju Við aðstoðum Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kevin Rudd velti í gær Juliu Gillard forsætisráðherra úr leiðtogasæti Verkmannaflokksins í Ástralíu. 57 þingmenn flokksins kusu Rudd en 45 Gillard sem sjálf velti Rudd, gömlum vini sínum, fyrir þrem ár- um. Þingkosningar verða í septem- ber og er stjórnarflokknum spáð miklu tapi. Gillard varð fyrst kvenna til að taka við stjórnarforystu í Ástralíu 2010 en hún hafði þá um hríð verið aðstoðarforsætisráðherra Rudds. Hún segist ætla að yfirgefa vettvang stjórnmálanna nú þegar Rudd verð- ur aftur forsætisráðherra. Fréttaskýrandi BBC segir ástæð- una fyrir falli Gillard ekki vera að flokksmenn álíti Rudd beinlínis lík- legan til að vinna kosningarnar í haust. Hins vegar geti hann ef til vill afstýrt því að flokkurinn gjaldi af- hroð. Rudd náði fram hefndum og verður forsætisráðherra á ný  Gillard tapaði í kosningu ástralska Verkamannaflokksins AFP Á útleið Julia Gillard, fráfarandi forsætisráðherra Ástralíu. Þótt margir baráttumenn gegn los- un koldíoxíðs fagni nýjum/gömlum áherslum Baracks Obama fer því fjarri að losun Bandaríkjamanna muni verða mesta vandamálið á næstu árum. Losunin þar í landi hef- ur dregist saman í allmörg ár, að hluta til vegna minni umsvifa í hag- kerfinu. En einnig vegna lagalegra aðgerða gegn mengun og marg- víslegra tækniframfara og ekki síst vaxandi notkunar á jarðgasi. Þótt Evrópusambandið hafi sett sér mun háleitari markmið en Obama um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda næstu áratugina bendir flest til þess að þau náist ekki. Þjóðverjar eru í vanda, þar hefur stjórn Angelu Merkel kansl- ara ákveðið að loka öllum kjarn- orkuverum innan nokkurra ára og einbeita sér að vind- og sólarorku til rafmagnsfram- leiðslu. Deilt er arðsemi þeirra og línulagnir frá vindorkuver- unum, enginn vill nýjar línur á sínu svæði. Ein afleið- ingin er að sögn breska tímarits- ins Economist að nú þegar eru notuð í auknum mæli brúnkol, sem nóg er af í austurhluta landsins. En þau hafa þann ókost að menga geysilega. Og Kína, sem þegar losar meira koldíoxíð út í andrúmsloftið en nokkurt annað ríki, og Indland reisa stöðugt ný kolakynt orkuver. Að- gerðir Obama hafa því tiltölulega lít- il áhrif á heimsvísu en geta að sjálf- sögðu verið öðrum fordæmi. Mikið áunnist nú þegar í Bandaríkjunum Angela Merkel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.