Morgunblaðið - 27.06.2013, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Nýr 4ra rétta seð
ill og A la Carte í
Perlunni
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hinir árlegu Kammertónleikar á
Kirkjubæjarklaustri fara fram um
helgina, 28.-30. júní, og verður þar
mannsröddin hyllt í sínum marg-
víslegu birtingarformum, enda um
sönghátíð að ræða. Líkt og und-
anfarin átta ár er það Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir messósópran sem
gegnir starfi listræns stjórnanda
hátíðarinnar og verða konur áber-
andi á henni í ár.
Bára Grímsdóttir er staðar-
tónskáldið að þessu sinni og verður
verk sem hún samdi fyrir hátíðina,
„Dame la mano“, frumflutt af
kvennakórnum Vox feminae og
Guðrúnu, undir stjórn Margrétar J.
Pálmadóttur, á laugardaginn en
verkið samdi Bára við ljóð síleska
rithöfundarins Gabrielu Mistral.
Verður það í fyrsta sinn sem
kvennakór kemur fram á hátíðinni.
Guðrún mun auk þess koma fram á
fyrstu tónleikum hátíðarinnar, á
föstudaginn, með gítarleikaranum
Francisco Javier Jáuregui en plata
með flutningi þeirra á enskum og
skoskum lögum, English and Scott-
ish Romantic Songs for Voice and
Guitar, er komin út á vegum
spænsku plötuútgáfunnar EMEC
en hið virta fyrirtæki Naxos sér um
heimsdreifingu á henni.
Þó svo konur verði í öndvegi má
ekki gleyma tenórnum Gissuri Páli
Gissurarsyni sem hefur hátíðina
með flutningi á lútulögum end-
urreisnartónskáldsins Johns Dow-
lands og samtíðarmanna hans.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari mun svo brjóta upp
efnisskrána með óvenjulegu verki
eftir samtímatónskáldið Thomas
Adès, sem hann lýsir sem spreng-
ingu á lútulaginu In Darknesse Let
Mee Dwell eftir Dowland. Gissur
og Guðrún taka einnig lagið saman
og flytja ítölsk sönglög og aríur eft-
ir „bel canto“ meistarana Bellini,
Rossini og Donizetti.
Leitast við að fara
ótroðnar slóðir
Guðrún segir að leitast sé við að
fara ótroðnar slóðir á hátíðinni og
m.a. boðið upp á skapandi tónlist-
arsmiðju fyrir börn á aldrinum 5-10
ára, undir stjórn Elfu Lilju Gísla-
dóttur. Börnin fari í tónlistarleiki,
spinni og taki þátt í lokatónleikum
hátíðarinnar með öllum þeim tón-
listarmönnum sem koma fram á
henni. Á þeim verður flutt tónlist
eftir Bellini, Rossini, Donizetti,
Mozart og Schubert en börnin
flytja eftir hlé verk sem þau hafa
unnið að í tónlistarsmiðjunni, lítinn
söng- og leikþátt í samstarfi við
listamenn hátíðarinnar.
„Þetta hófst sem mikil kammer-
tónlistarhátíð en er smám saman að
breytast í meiri sönghátíð, enda
eitthvað sem stendur mér nær þar
sem ég er söngkona. Ég veit heldur
ekki til þess að það sé nein sönghá-
tíð á Íslandi þó hér séu ýmsar
kammertónlistarhátíðir,“ segir Guð-
rún um hátíðina.
Spurð að því hverjar listrænar
áherslur hennar séu í ár segir hún
konur gegna stóru hlutverki. „Bæði
var ég hrifin af því hvernig hvernig
Vox feminae syngur og öflugu
starfi Margrétar J. Pálmadóttur
síðustu 20 ár en þær eru að halda
upp á 20 ára starfsafmæli sitt í ár.
Það eru náttúrlega miklu fleiri
karlar tónskáld en konur í heim-
inum, stjórnendur líka og ljóðskáld
þannig að þarna fá konurnar að
njóta sín, á laugardagstónleikunum
sem eru aðrir tónleikar hátíð-
arinnar,“ segir Guðrún en á þeim
verður frumflutt fyrrnefnt verk
Báru sem Guðrún segist hrífast af
sem tónskáldi. Ljóðið, „Dame la
mano“, er líka eftir konu og nób-
elsverðlaunahafa í þokkabót, einu
suðuramerísku konuna sem hefur
hlotið þau verðlaun í flokki bók-
mennta.
Von og hvatning
Valdir þú ljóðið fyrir Báru?
„Ég stakk upp á því. Bára vildi
semja lag við ljóð á spænsku vegna
þess að ég syng mikið á spænsku.
Ég á heima í Madrid og við fórum
að skoða ýmis ljóð og svo hafði ég
líka samband við kvennakór sem ég
þekki í Madrid og bað um hug-
myndir, fékk alls konar ljóð send
inn frá þeim konum, spænskum og
suðuramerískum. Við ræddum
þetta, við Bára og svo varð þetta
ljóð fyrir valinu,“ segir Guðrún. Tit-
ill ljóðsins útleggst á íslensku „Gef
mér hönd þína“ og segir Guðrún
ljóðið bæði jákvætt og fallegt, von
og hvatning gegnumgangandi stef í
því og kraftur í kveðskapnum.
Mótaðir þú efnisskrá hátíð-
arinnar með flytjendum?
„Já, ég gerði það, mjög mikið. Ég
valdi flytjendurna fyrst og svo valdi
ég efnisskrána í samstarfi við þá.
Reyndar valdi kvennakórinn sína
efnisskrá sjálfur en ég vildi fá Báru
til að semja fyrir okkur. Svo er
restin af efnisskránni bæði mínar
hugmyndir og hugmyndir lista-
mannanna þannig að þetta er hugs-
að svolítið út frá þeim, hvað myndi
fara þeim vel. Til dæmis Gissur
Páll, hann syngur bæði lög frá end-
urreisnartímanum og ítölsk sönglög
og aríur. Hann lærði á Ítalíu og er
með mjög sterk tengsl við landið
þannig að það er dálítið mikið hans
sérsvið,“ segir Guðrún.
Unga kynslóðin tekur þátt
Hvað tónlistarsmiðjuna varðar
segir Guðrún að hún verði haldin í
fyrsta sinn og að hana hafi langað
að gefa ungu kynslóðinni tækifæri
til þess að taka virkan þátt í hátíð-
inni. „Ég hef kynnst svona tónlist-
arsmiðjum, bæði í London og á
Spáni og maðurinn minn stjórnar
hátíð á Norður-Spáni þar sem boðið
hefur verið upp á svona tónlistar-
smiðju. Þannig að ég leitaði fanga
hérna á Íslandi, fór að spyrjast fyr-
ir um fólk sem væri að gera svipaða
hluti hérna og henni Elfu var mikið
hælt fyrir frábært starf,“ segir
Guðrún. Með því að leyfa börn-
unum að taka þátt verði yfirbragð
hátíðarinnar ekki alveg eins alvar-
legt og verið hefur.
Sem fyrr segir taka börnin þátt í
lokatónleikunum á sunnudegi og
segist Guðrún ekki vita nákvæm-
lega hvernig seinni hluti þeirra
verður, þegar börnin koma fram.
„Hann verður að miklu leyti spunn-
inn á staðnum sem er mjög óvenju-
legt. Þetta er smá tilraunastarf-
semi,“ segir Guðrún.
Kvennakraftur og tilraunastarfsemi
Konur verða áberandi á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ár Verk eftir Báru Gríms-
dóttur frumflutt af Vox feminae og Guðrúnu Jóhönnu og boðið upp á tónlistarsmiðju fyrir börn
Morgunblaðið/Golli
Fjöldi Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni í ár á æfingu í fyrradag. Eins og sjá má verða konur í miklum meirihluta flytjenda.
Frekari upplýsingar um hátíðina
og dagskrána í heild má finna á
vefsíðu hátíðarinnar, kamm-
ertonleikar.is.
Nóbelsskáld Gabriela Mistral
(1889-1957) hlaut fyrst suðuramer-
ískra kvenna Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum, árið 1945.
Ljósmynd/Anna Riwkin