Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Linda Pé gerir 450 millj. samning 2. Stúlkurnar yfirheyrðar… 3. Afburðanemi í tveimur störfum 4. Róbert Spanó selur íbúðina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lokatónleikar Bjarkar Guðmunds- dóttur í Biophiliu-tónleikaför hennar um Evrópu verða haldnir í Alexandra Palace í Lundúnum, 3. september nk. Verða það jafnframt fyrstu Biophiliu- tónleikar Bjarkar í Lundúnum. Á vef- síðu Bjarkar segir hún að tónleikarnir muni hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana þar sem hún bjó í borginni í nokkur ár. Lokatónleikar Bio- philiu í Lundúnum  Hríseyjarhátíðin verður haldin dagana 12. til 14. júlí. „Mitt hlutverk er að þjóna eyjunni, nýta náttúruna og fegurðina. Það er gott að byggja á góðum grunni og það mun ég gera í kringum þessa hátíð. Þessi veisla verður hugguleg fjöl- skylduhátíð, við bjóðum upp á mat á bryggjunni og á leiðinni út í eyju um borð í ferjunni Sævari verður lúðrasveit líkt og í mynd eftir Emir Kusturica,“ segir skipuleggjandi há- tíðarinnar, Jón Gunnar Thordarson. Hátíðin verði með öðru sniði í ár en hin fyrri ár að því leyti að áhersla verði lögð á tónlist. „Hvert sem fólk leggur leið sína um eyjuna verða trúbadorar að spila. Við bjóðum líka upp á varðeld og brekkusöng á laugardagskvöldinu. Nú þegar hafa margir tónlistarmenn staðfest komu sín, m.a. tónlistarmað- urinn KK,“ segir Jón en aðrir trúbadorar sem leika munu á hátíðinni verða kynntir til sögunnar er nær dregur. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Trúbadorar á Hrís- eyjarhátíð í júlí Á föstudag Vestan 5-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Rign- ing eða skúrir, en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en 10-15 norð- vestan- og vestanlands fram eftir degi. Fer að rigna syðra og einnig nyrðra síðdegis. Hiti 8-17 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR Landsliðskonurnar Rakel Hönnudóttir úr Breiðabliki og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA reikna báðar með því að missa af leikjum sinna liða í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á föstu- dagskvöld vegna meiðsla sem þær urðu fyrir í fyrra- kvöld. Þær reikna hins veg- ar báðar með að meiðslin hafi ekki áhrif á þátttöku þeirra í Evrópumótinu sem hefst eftir tvær vikur. »1 Tveir EM-farar úr leik næstu daga Lið HSK/Selfoss kom, sá og sigraði á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþrótt- um í flokki 11-14 ára sem haldið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði um síð- ustu helgi. Efnilegt frjálsíþróttafólk landsins sýndi flott tilþrif sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. »4 HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur í 800 metra hlaupi kvenna, 2.01,17, er ann- ar besti tíminn sem náðst hefur í greininni í ár í flokki stúlkna fæddra 1996 eða síðar. Aðeins Mary Cain frá Bandaríkjunum, sem fædd er 1996 eins og Aníta, hefur náð betri tíma en hún hefur hlaupið á 1.59,51 mínútu. Aníta er í 5. sæti í flokki þeirra sem fæddar eru 1994 og síðar. »3 Aníta á annan besta tíma í heiminum í dag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Pétur Elísson, trésmíða- meistari á Akranesi, hætti að vinna vegna aldurs fyrir um sjö árum sneri hann sér að tréskurði. „Ég er enginn útskurðarmeistari, bara smiður og í besta falli handlaginn maður, en leik mér að þessu þegar ég nenni því,“ segir hann. Bætir við að hann hafi líka unnið með eig- inkonunni, Guðríði Jónsdóttur, við það að búa til listmuni úr gleri. „Hún er mikil hagleikskona,“ segir hann. Morgunblaðið ákvað að taka hús á Pétri og Guðríði í gær og þar var ekki í kot vísað. Handverk hjón- anna út um allt og rósirnar í bak- garðinum að bíða eftir því að blómstra. „Það gerist sennilega ekki fyrr en í ágúst, því sumarið kom seint,“ segir Guðríður og bæt- ir við að Pétur hafi smíðað sérstaka kassa til þess að skýla þeim á vet- urna. Það fer enda vel um þær. Klukkur og knattspyrna Pétur smíðar fyrst og fremst klukkur en sker líka út loftvogir og fleira. „Ég er ekki í neinni fram- leiðslu heldur dunda við þetta, bý til tækifærisgjafir og á því engan lager,“ segir hann og er lítillátur þegar kemur að listinni. „Ég er bara handverksmaður. Alvöru- útskurðarmeistarar viðurkenna þetta ekki því þeir mega ekki nota annað en útskurðarjárnin, hvorki sandpappír né annað, en ég notfæri mér tæknina, gref allt með fræs- ara.“ Hlær reyndar að því sögðu. „Við erum eins og Amish-fólk, tökum ekki myndir, eigum ekki tölvu og ég er með svo gamaldags farsíma að rafhlaða í hann er dýr- ari en síminn. En fyrir um tíu árum fór ég á námskeið og lærði þá grunninn í útskurðinum. Sigmund- ur Hansson, sem kenndi eldri borgurum í Reykjavík fyrir nokkr- um árum og býr til Íslandsklukkur sem ferðamenn eru sérlega hrifnir af, sagði mér síðan til og hefur sag- að ytra byrðið svolítið út fyrir mig.“ Glerið bíður Alls konar glerlampa, tiffany’s-lampa og fleiri glerlistaverk ber fyrir augu. Spurð um glervinnuna segja hjónin að hún hafi legið niðri að undanförnu en Guðríður vonast til þess að taka aftur upp þráðinn í haust. „Þangað til held ég bara áfram að prjóna og hekla á barnabörnin.“ Hagleikur og hugvit hjóna  Margt leikur í höndunum á Pétri og Guðríði Morgunblaðið/Eggert Listahjón Guðríður Jónsdóttir og Pétur Elísson með sýnishorn af klukkum sem verða til í bílskúrnum. Pétur heitir Guðlaugur Pétur Brekkan fullu nafni og fram- leiðslan ber nafnið Brekkan handverk, en langafi hans og langamma bjuggu á Brekku undir Vogastapa. Hann segist hafa tekið upp Brekkan-nafnið, sem hann hafi annars aldrei notað, þegar Tara, dóttir Péturs yngri, hafi eignast dreng. Þar sem drengurinn hafi átt að heita Pétur hafi hann viljað koma Brekkan-nafninu að. „Ég á ekki tölvu og gat því ekki sent Töru skilaboðin en sendi hugskeyti og það komst til skila,“ rifjar hann upp. Bætir samt við að þetta hafi ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. „Nafn- inu var hafnað vegna þess að afi barnsins hét ekki Brekkan heldur langafinn. Það varð til þess að afinn tók upp Brekkan- nafnið.“ HUGSKEYTI PÉTURS KOMST TIL SKILA MDýrgripirnir verða til »14 Brekkan leikur að nafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.