Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 15
og avant garde hipphopp. Lista-
mannsnafn Þórðar er Lord Puss-
whip. Eldri sonurinn Þórarinn Ingi
er myndlistarmaður og er nýkominn
heim úr mastersnámi í Prag.“
Það er óhætt að segja að Þór-
arinn Ingi, sonur ykkar, hafi vakið
athygli, því verk eftir hann olli upp-
námi í Toronto á sínum tíma.
„Árið 2007 lenti hann í miklum
hremmingum í Toronto í Kanada.
Hann var að vinna verkefni í fjöl-
tæknideild Ontario College of Art &
Design þar sem hann var í BA-námi
og gerði tréskúlptúr sem leit út eins
og sprengja og skildi hann eftir í
plastpoka í Royal Ontario Museum í
Toronto. Hann bjó einnig til tvö
myndbönd sem sýndu sprengingu á
þessu safni og svo annað myndband
sem sýndi sprengingu í neðanjarð-
arlest. Hann hringdi síðan í lista-
safnið og sagði að í pokanum væri
engin sprengja, fór svo í skólann og
hélt fyrirlestur um gjörninginn.
Mikið uppnám varð þegar plastpok-
inn fannst og stórum hluta af mið-
borg Toronto var lokað um tíma.
Þórarinn Ingi gaf sig fram við lög-
reglu og var settur í fangelsi en var
síðan látinn laus gegn tryggingu.
Þetta var mjög erfitt fyrir hann og
fjölskylduna. Honum var meinað að
fara í skólann, varð að hafa umsjón-
armann og var algjörlega einangr-
aður. Hann varð fyrir mikilli reiði
frá samfélaginu en fékk stuðning
myndlistarmanna, þar á meðal hér
heima. Við vorum svo heppin að
einn frægasti lögfræðingur Kanada,
Clayton Ruby, hafði áhuga á þessu
máli og við nutum aðstoðar hans.
Lok málsins urðu þau að Þórarinn
Ingi var sektaður um 3.000 dollara
og fékk skilorðsbundinn dóm fyrir
að vera það sem kallað var „public
nuisance“. Þáverandi mennta-
málaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, var okkur mikil hjálp
og rektor Listaháskólans, Hjálmar
H. Ragnarsson, einnig og það bjarg-
aði Þórarni Inga úr kyrrstöðu-
ástandi að hann komst að sem
gestanemandi hjá Listaháskóla Ís-
lands. Um haustið fékk hann inn-
göngu í skólann og eftir að hafa út-
skrifast þaðan fór hann í
framhaldsnám í Listaakademíuna í
Prag. Þannig að þessir erfiðu tímar
eru að baki.“
Þú nýtur mikillar velgengni en
það hlýtur stundum að hafa verið á
brattann að sækja. Hefurðu alltaf
verið sannfærð um að það hafi verið
rétt val að helga sig höggmynda-
gerð?
„Til að maður haldi áfram í vinnu
eins og þessari verður maður að
vera staðráðinn í því að gefast ekki
upp þótt á móti blási. Stundum
gengur mjög vel og stundum ekki
eins vel. Þrjóska getur verið góður
eiginleiki í þessu starfi. Það er mik-
ilvægt að njóta stuðnings, fá að sýna
verk sín og miðla því sem maður er
að gera. Aðalatriðið er að vera trúr
sjálfum sér. Svo þarf maður alltaf að
sjá ljósið.“
Morgunblaðið/Kristinn
* Hins vegar eru það fáir aðilar sem ráða íslenska myndlistarheiminum
og því hvernig hann þróast.
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta