Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Funahöfða 1 110 Reykjavík Sími: 567-4840 ERTU MEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Seljum allskonar bíla, langar þig í einn? Skráðu þinn frítt! Okkur finnst gaman að selja bíla, viltu selja þinn? SÖLULAUN frá kr. 39.9 00 P álmi Guðmundsson er ekki lengur sjónvarps- stjóri Stöðvar 2 þegar fundum okkar ber saman í Hörpu um miðjan dag í gær, föstudag. Hann kemur beint af fundi með Ara Ed- wald, framkvæmdastjóra 365, þar sem hann ritaði nafn sitt undir starfslokasamning. Þar með er komið að kaflaskilum en Pálmi hefur verið viðloðandi fjölmiðlafyr- irtækið sem nú heitir 365 frá árinu 1992. Hann byrjaði sem dagskrárgerðarmaður og síðan yfirmaður í útvarpi, þá fram- kvæmdastjóri markaðssviðs 365 og frá 1. janúar 2007 hefur hann ver- ið sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Aðdragandinn er ekki langur,“ upplýsir Pálmi þegar við höfum komið okkur fyrir í leðursófum í hlíðinni sem liggur upp á tind Hörpunnar. „Nýverið voru gerðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtæk- inu sem mér hugnuðust ekki. Þess vegna ákvað ég að segja upp störfum. Þetta hefur verið ótrú- lega skemmtilegur tími og þetta er ekki verri endapunktur en hver annar. Ég held að enginn stjórn- andi í þessu fyrirtæki hafi verið lengur í starfi en ég.“ Hann brosir. Hættir að eigin frumkvæði Pálmi segir frumkvæðið alfarið sitt. „Þetta er gert í spekt við allt mitt umhverfi. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þetta félag og ég kveð með söknuði.“ Spurður hvort ólga sé innan 365 miðla vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á stjórnendastöðum innan fyrirtæk- isins að undanförnu svarar hann: „Það hefur verið samdráttur í einkaneyslu og þegar taka þarf til í rekstri verður stundum ólga. Að öðru leyti er það ekki í mínum verkahring að tjá mig um það.“ Pálmi segir hug sinn ekki hafa staðið til þess að verða sjónvarps- stjóri þegar Ari Edwald bauð honum það á sínum tíma. Hann ákvað þó að slá til og sér ekki eftir því. „Þetta hefur verið mikið ævin- týri og upp úr stendur að íslenska sjónvarpsvorið hófst á minni vakt. Við höfum framleitt á annað hundrað klukkustundir af leiknu sjónvarpsefni síðasta sex og hálft árið. Ber þar hæst gamanþríleik- inn sem samanstóð af Nætur-, Dag- og Fangavaktinni; og saka- málaþættina Pressu og Rétt. Þessi þættir hafa notið mikilla vinsælda og unnið til fjölmargra verðlauna og þeim er hvergi nærri lokið. Byrjað er að skrifa nýjar seríur af bæði Rétti og Pressu, auk þess sem Stöð 2 ligg- ur á gullmola sem aðrir munu fá heiðurinn af að kynna mjög bráð- lega. Það verkefni á eftir að mæl- ast mjög vel fyrir. Því get ég lof- að.“ Vaktaserían mikið listaverk Hann segir stemninguna í kring- um þessi verkefni hafa verið ótrú- lega og viðtökur farið fram úr björtustu vonum. „Skoðum bara Vaktaseríuna. Næturvaktin setti allt á annan endann í samfélaginu. Fólk er ennþá að nota frasana úr þeim þáttum og einn af lyk- ilmönnunum orðinn borgarstjóri. Vaktaserían og kvikmyndin sem kom í kjölfarið, Bjarnfreðarson, eru mikið listaverk í mínum huga.“ Hann tilgreinir fleiri þætti, svo sem Steindann okkar sem komið hafi með ferskan andblæ inn í ís- lenskt sjónvarp, og Spaugstofuna, gömlu grínbrýnin sem Stöð 2 ætt- leiddi fyrir þremur árum. „Þetta tvennt er til marks um fjölbreytn- ina sem ríkt hefur í efnisvali.“ Viðurkenningarnar hafa heldur ekki látið á sér standa en öll Eddu-verðlaun fyrir leikin verk- efni hafa farið til Stöðvar 2 frá árinu 2007. Pálmi er stoltur af því að fram- leiðsla á þessu efni hófst áður en sjónvarpssjóður var settur á lagg- irnar innan Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en sá sjóður hefur verið mjög þýðingarmikill síðustu árin. Allt hefur þetta efni verið fram- leitt í nánu samstarfi við Sagafilm og ber Pálmi fólki þar á bæ afar vel söguna. Fréttamennirnir blómstra Stöð 2 hefur ekki eingöngu fram- leitt leikið efni. „Það hefur verið gaman í vetur að sjá Kristján Má, Sindra Sindra, Lóu Pind, Helgu Arnar og Sigrúnu Ósk af frétta- stofunni blómstra í eigin dag- skrárgerð Stöðvar 2. Af nýjustu sjónvarpsstjörnum Stöðvar 2 er líka gaman að nefna Björn Braga sem var valinn sjónvarpsmaður ársins á síðustu Eddu-hátíð. Mér Stoltastur af íslenska sjónvarps- vorinu PÁLMI GUÐMUNDSSON SAGÐI UPP SEM SJÓNVARPSSTJÓRI STÖÐVAR 2 Á FÖSTUDAG OG LÆTUR ÞEGAR Í STAÐ AF STÖRFUM. RÚM TUTTUGU ÁR ERU SÍÐAN PÁLMI, SEM VERÐUR EKKI FERTUGUR FYRR EN Í SUMAR, HÓF STÖRF HJÁ FYRIRTÆKINU SEM NÚ HEITIR 365 OG LENGST AF HEFUR HANN UNNIÐ ÞAR SEM STJÓRNANDI. HANN ER STOLTUR AF VERKUM SÍNUM EN HEFUR EKKI ÁKVEÐIÐ HVAÐ HANN TEKUR SÉR NÆST FYRIR HENDUR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.