Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 53
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Norski kórinn Ljomen Blandakor heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag klukkan 16. Kórinn er hér í tilefni 30 ára afmælis síns. Einnig koma Kammerkór Mosfellsbæjar og hópur úr Óperukórnum fram. 2 Fyrsta júní verður opnuð í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins sýn- ing á vatnslitamyndum eftir Derek K. Mundell. Sýninguna kall- ar hann „Birtubrigði“. Í myndunum leitast Derek við að túlka birtuna á Íslandi en hann telur vatnsliti henta einkar vel til að fanga hina tæru birtu. 4 „Uppímót“ nefnist sýning á málverkum sem Guðbjörg Sigmundsdóttir, Gugga, opnaði í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, á föstudaginn var. Sýningin var unnin sérstaklega inn í rými listhússins. 5 Fjöllistamaðurinn Gylfi Æg- isson opnar myndlistarsýn- ingu á Sjávarbarnum á Grandagarði á laugardag klukkan 15. Sýningin er liður í Hátíð hafsins. Gylfi sýnir ný og eldri mál- verk, meðal annars akkeri og máluð skipsstýri, sem margir halda upp á, og myndir af bátum og fólki. Þá mun Gylfi taka lagið. 3 Soffía Sæmundsdóttir opnar sýninguna „Kleine Welt II/documenti“ í sýningarsal Ís- lenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, á laugardag klukkan 16. Hún sýnir verk á pappír sem hún vann í vinnustofudvöl í Þýskalandi. MÆLT MEÐ 1 Þetta gengur alveg upp og verður gam-an. Það er stemning í hópnum og viðhöfum oft verið undir miklu álagi,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi ey- firska kórsins Hymnodiu. Kórinn fagnar tíu ára afmæli með því að syngja á tíu tón- leikum í tíu kirkjum á tíu klukkustundum í dag, laugardaginn 1. júní. Tónleikaröðin hefst í Laufáskirkju klukkan 13, klukku- stundu síðar hefjast tónleikar í Svalbarðs- kirkju og þannig koll af kolli. Tónleikar hefj- ast á heila tímanum í kirkjum í þessari röð: Kaupangskirkju klukkan 15, þá Munkaþver- árkirkju, Minjasafnskirkjunni, Lögmanns- hlíðarkirkju, Möðruvallaklausturskirkju, Stærri-Árskógskirkju, Vallarkirkju og síð- ustu tónleikarnir hefjast klukkan 22 í Ólafs- fjarðarkirkju. Hverjir tónleikar verða 25 mínútna langir og syngur kórinn, sem skipaður er sautján söngvurum, tvær efnisskrár til skiptis. Að- göngumiði í einni kirkju gildir í allar sem eftir eru og fólk getur því heyrt alla efnis- skrána með því að mæta í tvær kirkjur eða fleiri. Eyþór Ingi segir að lokatónleikar dagsins á Ólafsfirði geti orðið eitthvað lengri ef þrek kórsins leyfir og stemningin er góð. Sungin verða alþekkt kórlög í bland við lög frá ýms- um löndum, ný og gömul. „Við höfum reiknað út að ef við höldum löglegum hraða er lengst tuttugu mínútur á milli kirkna,“ segir hann. „En þá má ekkert tefja. Við höfum fengið margar klikaðar hug- myndir í gegnum tíðina en þetta er allt framkvæmanlegt og skemmtilegt. Við höfum sjaldan farið troðnar brautir í tónleika- og efnisvali.“ Hann segir þennan fjölbreytileika viðhalda ferskleika í kórstarfinu. „Það er stefna kórsins að vera alltaf að reyna eitt- hvað nýtt.“ efi@mbl.is HYMNODIA HELDUR UPP Á TÍU ÁRA AFMÆLI Á ÓVENJULEGAN HÁTT Tíu tónleikar í tíu kirkjum í dag „VIÐ HÖFUM SJALDAN FARIÐ TROÐNAR BRAUTIR Í TÓNLEIKA- OG EFNISVALI,“ SEGIR EYÞÓR INGI JÓNSSON, STJÓRNANDI KÓRSINS. „Við höfum reiknað út að ef við höldum löglegum hraða er lengst tuttugu mínútur á milli kirkna,“ segir stjórnandi kórsins Hymnodiu um tónleikaröðina í tíu eyfirskum kirkjum í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms urinn sé á bakvið gott abstraktmálverk. „Ég veit ekki hvort það er galdur á bak við gott abstraktmálverk en ef hann er til þá er það strúktúr,“ segir Kristján. „Það skiptir öllu máli hvar hver einasti depill í abstrakt- málverki er settur á strigann. Einn villuráf- andi punktur og málverkið hættir að vera málverk. Þetta er ekki svo mikilvægt í nat- úralískum verkum vegna þess að áhorfandinn getur nýtt sér fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig hlutir eiga að vera, andlit, skógur, hús, en í abstraktmálverkinu eru eng- in slík hjálpartæki til staðar. Það verður að vera það sjálft af eigin afli og óstutt af öðru en sjálfu sér, strúktúr, allir deplar og línur á sínum stað, litir og heildin, mynd sem enginn hefur áður séð.“ Kristján Davíðsson vann nánast að list sinni fram á síðasta dag. Í samtali við Morg- unblaðið á 95 ára afmæli Kristjáns sagði Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur það „líkast til heimsmet“ að málari í þessu gæðaflokki hafi enn verið að kominn á þennan aldur. „Hann er ennþá að mála marktæk verk sem eru rökrétt framhald af hans ferli,“ sagði list- fræðingurinn. En ekki lengur; málarinn hefur lagt frá sér pensilinn. „Ég notaði aldrei málverkið til annars en því var mögulegt að gera,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan við opnun sýningar á verkum Kristjáns í Listasafni Íslands árið 2007: Val- gerður Ólafsdóttir, Kári Stefánsson, Kristján, Svanhildur Björnsdóttir eiginkona hans og Björn Davíð Kristjánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Thor Vilhjálmsson og Kristján; samherjar úr stríðinu um módernismann sem báðir eru horfnir af sjónarsviðinu eftir langan feril. Morgunblaðið/Sverrir Listamaðurinn á viðamikilli og umtalaðri yfirlits- sýningu sinni í Þjóðminjasafninu árið 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.