Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 45
settir, ríkulegar fyrir brjósti en annað fólk í stjórn- málum. Styrmir Gunnarsson segir í nýlegum pistli sín- um að um þetta efist enginn. Það er nú svo. En hann bætir við: „Hins vegar er ljóst, þegar horft er til baka yfir farinn veg, að hún átti afar erfitt með að eiga sam- neyti við þetta sama fólk.“ Ekki er þarna fastara kveðið að en efni standa til. Þekkt er að Jóhanna bauð engum manni í Félagsmálaráðuneytinu góðan dag nema ráðu- neytisstjóranum. En eftir að hún hafði fengið bróður sinn ráðinn sem skrifstofustjóra í sama ráðuneyti fjölg- aði þeim um helming sem ráðherrann heilsaði við komu í ráðuneytið. Öðrum ansaði hún í engu. Það er vel hugsanlegt að Jóhönnu hafi verið hlýtt til alþýðunnar eins og hún birtist henni í skýrslum Hag- stofunnar og samantektum skriffinna um laun og lána- kjör. En hitt er staðreynd að þeir sem voru lakast settir í þjóðfélaginu þegar hún varð félagsmálaráðherra 2007 og síðar forsætisráðherra 2009 voru það flestir enn þegar Jóhanna hvarf úr ráðherrastarfi. Því er hins veg- ar haldið á lofti, í einhvers konar tilraun til að milda þessa staðreynd, að Jóhönnu hafi óneitanlega tekist að veikja stöðu þeirra sem höfðu það áður skár eða jafnvel gott og er látið eins og það sé eitthvert hjálpræði fyrir hina „lakast settu“. Er sú kenning raunar í góðu sam- ræmi við sérvisku sumra á vinstrikantinum. Nokkrar ábendingar Árni Páll getur leitað í smiðju til Sighvats Björgvins- sonar vilji hann vita hvers vegna svo illa fór. Sighvatur dregur upp þá mynd að í upphafi kjörtímabilsins hafi Samfylkingarmenn þeyst úr hlaði á gæðingum en „voru hestlausir“ er þeir komu í hlað á ný. Sighvatur segir að framganga Evrópusambandsumsóknar hafi verið „fádæma klúður“. Og varðandi stjórnarskrár- málið nefnir hann að Stjórnlagaráð hafi skilað tillögum til þingsins og hafi sumar verið góðar en aðrar fráleit- ar. En Alþingi hafi fengið með tillögunum skrítin skila- boð frá leiðtogum ríkisstjórnarinnar: „Stjórnarskrár- gjafinn, sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá er Alþingi Íslendinga, átti ekki að mega hafa neina skoð- un á tillögunni! Þar mætti ekki stafkrók breyta.“ Báðar þessar athugasemdir Sighvats eru gildar. En í leit sinni að skýringu gæti Árni Páll einnig horft annað. Sé það rétt mat hjá honum að Samfylkingin hafi verið búin að missa sambandið „við fólkið“ er hitt jafn- rétt að hann gerði ekkert til að koma slíku sambandi á aftur. Hann undirstrikaði sterklega þá mynd af Sam- fylkingunni að hún væri aðeins einsmálsflokkur. Aðild að ESB og evra myndi og gætu ein bjargað nokkru á Íslandi. Þess vegna gat enginn gert þá kröfu til Árna eða Samfylkingarinnar að hann fjallaði um önnur bjargráð. Árni Páll Árnason virtist jafn fjarri fréttum af ástandinu í Evrópu og íslenskir menn á myrkustu miðöldum voru um fjarlæga atburði á sinni tíð. Þeir höfðu afsakanir en Árni Páll engar. Menn setja upp hneykslunarsvip og lyfta yfirlætis- brún ef einhver vill ekki taka þátt í klisjuganginum um „hrunið“ á Íslandi. Vissulega varð hér mikið og alvar- legt bankaáfall og ýmsir fengu þungan skell af því og margir saklausir. En eigin gjaldmiðill þjóðar og ákvarðanir sem teknar voru á örfáum dögum eftir bankaáfallið, björguðu ótrúlega miklu og ótrúlega hratt. Atvinnuleysi á Íslandi fór aldrei yfir 10 prósent þrátt fyrir „hrun“. Atvinnuleysi í evrulöndunum Spáni og Grikklandi er 27% og þar varð ekki algjört banka- hrun eins og hér. Nýjustu tölur um atvinnuleysi í ESB löndunum 27 sýna nú 11% atvinnuleysi. En ef evru- löndin eru tekin sér er atvinnuleysið þar 12,2%. Ástandið er sem sagt mun lakara þar sem evrunnar „nýtur“ en annars staðar á svæðinu. Kreppan sem skall á Evrópu og Bandaríkin barst auðvitað hingað og lemstraði banka til ólífis. Það varð vegna þess hvernig umgengni um þá hafði verið og kom ekki í ljós að fullu fyrr en bækur voru opnaðar. En verst var þó að einn aðili á Íslandi var kominn með boð- vald á öllu bankakerfinu, annars vegar vegna eignar- halds í einum bankanna og hins vegar vegna yfir- gengilegra skulda í þeim öllum. En fimm árum eftir þessa atburði er atvinnuleysi helmingi meira í evrulöndum en á Íslandi, þar sem þjóðarmynt lagar sig að íslenskum veruleika. Þetta sér þjóðin og veit. Þess vegna starði hún furðu lostin á Samfylkinguna lýsa í kosningunum evru og ESB sem undrameðali sem virkaði eitt á allan hinn íslenska þjóðarlíkama, bæði innvortis og útvortis. Auðvitað er það rétt sem Sighvatur segir og Árni Páll gefur í skyn að Jóhanna (og Steingrímur soltni) hafi ekki bara slitið sambandi við „fólkið“ heldur bein- línis fælt það frá. En vilji Árni Páll finna einn sökudólg- inn til, er honum í vinsemd bent á næsta spegil, en þeir eru vísast margir innan hans seilingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg * En í leit sinni að skýringu gæti Árni Páll einnig horft annað. Sé það rétt mat hjá honum að Samfylkingin hafi verið búin að missa sambandið „við fólkið“ er hitt jafnrétt að hann gerði ekkert til að koma slíku sambandi á aftur. Sjórinn á Jökulfjörðum. 2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.