Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 13
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is hefur líka þótt sérstaklega vænt um Sunnudagsmessuna á Sport 2 og síðast en alls ekki síst Spurn- ingabombuna hans Loga Berg- manns. Ég mun sakna Loga, Jóns Ársæls og Eddu Andrésar. Stór- kostlegt fólk.“ Pálmi kom að fleiri verkefnum meðan hann var markaðsstjóri, svo sem Idol Stjörnuleit sem hann segir hafa sett ný viðmið í gæð- um. Það var raunar hann sem kynnti kynnana í þeim þætti hvorn fyrir öðrum, Simma og Jóa. „Ég veðjaði á þá í morgunþætti í útvarpi sem síðar varð að sjón- varpsþætti á Popptíví og loks á Stöð 2. Þessir hæfileikamenn drógu svo að sér Sveppa, Pétur Jóhann Sigfússon og Auðun Blön- dal. Ég er mjög stoltur af því að hafa rúllað þessum snjóbolta af stað.“ Spurður um ævintýralegasta verkefnið nefnir Pálmi Buslugang í Argentínu (Wipeout Ísland). Ætlar að taka til í bílskúrnum En hvað tekur nú við? Pálmi verður óræður á svip þegar fram- tíðina ber á góma. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur á mánu- daginn. Ætli mitt fyrsta verk verði ekki að spila golf og taka til í bílskúrnum. Gera menn það ekki yfirleitt á svona tímamótum?“ Hann skellir upp úr. „Starf sjónvarpsstjóra á Stöð 2 er mjög erilsamt starf, allt er undir; dagur, kvöld og helgar. Ég er líka þannig gerður að ég hef reynt að reka þessa stöð eins og ég ætti hana sjálfur. Þetta hefur eflaust bitnað á fjölskyldunni og nú fæ ég tækifæri til að bæta henni það upp.“ Pálmi býr að góðri menntun sem gæti nýst honum mun víðar en í sjónvarpi og fjölmiðlum. „Ég fór í fjölmiðla- og markaðsnám til Bandaríkjanna rúmlega tvítugur og í sumar klára ég framhaldsnám við IESE Business School sem ég hef sinnt með vinnu í vetur í sátt við stjórnendur. Þetta er fjölmiðla- tengt stjórnunarnám. Ég hef myndað tengsl víða og mín næstu verkefni gætu allt eins orðið er- lendis eins og hér heima. Sjáum til. Allt sem heitir stjórnun og markaðsmál heillar mig upp úr skónum og það þarf alls ekki að vera tengt sjónvarpi eða fjöl- miðlum.“ Sóknarhugur í mönnum Enda þótt Pálmi segi nú skilið við Stöð 2 mun hann fylgjast áfram grannt með sjónvarpi og afþrey- ingarumhverfinu yfir höfuð. „Von mín er sú að ný og fersk ríkisstjórn muni hlúa vel að einka- reknum fjölmiðlum í þessu landi því undandarin ár hafa verið krefjandi. Það er brýnt að styðja vel við bakið á afþreying- arumhverfinu og tryggja fyr- irtækjum starfsskilyrði. Aðkoma Kvikmyndamiðstöðvar hefur skipt miklu máli fyrir leikið sjónvarps- verkefni og aukinn fjárstuðningur er mjög mikilvægur. Það ber að þakka fyrrverandi ríkisstjórn. Eins hefur aðkoma stjórnvalda að leikn- um verkefnum, innlendum og er- lendum, skapað tugi ef ekki hundruð starfa. Ég sé ekki annað en sóknarhugur sé í nýrri rík- isstjórn og vonandi mun hún ekki láta sitt eftir liggja.“ Hann óskar sinni gömlu stöð alls hins besta í framtíðinni. „Ég hélt að hrunið myndi hafa áhrif fyrr en það gerði. Þetta hefur alls ekki verið auðvelt en við erum farin að sjá ljósið við enda gang- anna. Ég er sannfærður um það. Fjölmörg spennandi verkefni eru framundan, ekki síst á tæknihlið- inni, en myndlyklar munu, eins og menn eru þegar farnir að ræða um, fyrr en varir heyra sögunni til. Sjónvarp er ekki lengur bara bundið við sjónvarpstæki; tölvur, spjaldtölvur og símar hafa rutt sér til rúms með óteljandi mögu- leikum. Það vinnur margt hæfi- leikaríkt fólk á Stöð 2, sem aldrei hefur hengt höfuð, og það mun án nokkurs vafa halda áfram að búa til gott sjónvarp. Framtíðin er björt.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Pálmi er gríðarlega stoltur af Vaktaþrennunni sem naut mikilla vinsælda. Morgunblaðið/Heiddi * „Við höfum framleitt á ann-að hundrað klukkustundir afleiknu sjónvarpsefni síðasta sex og hálft árið. Ber þar hæst gaman- þríleikinn sem samanstóð af Næt- ur-, Dag- og Fangavaktinni; og sakamálaþættina Pressu og Rétt.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.