Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 16
Bærinn Squamish í Bresku Kólumbíu við Kyrrahafsströnd
Kanada er þekktur fyrir alls kyns útiveru; fiskveiðar og sigl-
ingar, golf, fjallgöngur og skíðamennsku svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef búið hér í þrjú ár ásamt eiginkonunni, Carrie Chase, og
strákunum mínum, Nico Andra Árnasyni sem er tvítugur og
Anthony Loga Árnasyni sem er 16. Þetta er um 17.000 manna
bær, svipaður og minn gamli heimabær, Akureyri. Við erum 45
mínútur að keyra suður til Vancouver og í 40 mín. til norðurs
er Whistler, eitt besta skíðasvæði í heimi. Squamish er svefn-
bær; flestir íbúarnir vinna í Vancouver eða Whistler og strák-
arnir mínir eru t.d. báðir í skóla í Vancouver. Þetta er flottur
staður – hingað þurfa allir að koma!
Árni Þór Árnason. Skíðasvæðið Whistler, eitt það besta í heimi, skammt norðan við Squamish. Séð að Squamish utan af sjó.
Útivistarparadís í Kanada
Squamish-dalur er stór og fagur.
PÓSTKORT F
RÁ SQUAMIS
H
Það var augnabliksákvörðun um harðavetur, eftir að hafahorft á dönsku bíómyndina Den skaldede frisør, semvar tekin í Sorrento, og við sjáum ekki eftir því, segirGuðbrandur. Þau skipulögðu ferðina sjálf og ákváðu
strax í upphafi að slá nokkrar flugur í einu höggi. Að eiga sex
huggulega daga í Sorrento, en heimsækja í leiðinni þau börn
Guðbrandar sem búa í útlandinu, son í Kaupmannahöfn og dótt-
ur í Osló. Hjónin hættu sér út í fargjaldafrumskóginn á netinu
með afbragðs árangri; fengu flug með Icelandair, EasyJet og Nor-
wegian að heiman og heim með viðkomu í Kaupmannahöfn, Míl-
anó, Napólí, London og Osló, fyrir um 120.000 kr. fyrir bæði.
Þau bjuggu á litlu hóteli hátt uppi í hlíðunum ofan Sorrento.
„Vegirnir eru svo þröngir þarna efst uppi að leigubílarnir komast
ekki alla leið. Fyrsta kvöldið beið Pasquale, eigandi hótelsins Villa
Monica, við fyrstu þrenginguna og keyrði okkur á leiðarenda.
Við hugleiddum hvort fjallganga heim á hótel yrði daglegt brauð,
en það voru óþarfar áhyggjur. Pasquale var með fastar ferðir
nokkrum sinnum á dag fyrir gesti sína, sem voru reyndar ekki
margir, því á Villa Monica eru bara fjögur herbergi. Hann keyrði
okkur jafnvel á afskekkta veitingastaði og náði í okkur aftur; fór
í eldhúsið að spjalla við kokkinn á meðan við kláruðum desert-
inn. Á hverjum degi spurði hann hvað við vildum gera og hvert
við vildum fara. Þetta er líklega eins og hafa einkaþjón. Kemur
þegar á þarf að halda, en dregur sig í hlé þess á milli,“ segir
Guðbrandur.
Þau gengu um hæðirnar í kringum Sorrento, sigldu út í Capri,
tóku rútuna til Amalfí eftir ævintýralegum vegum sem hanga ut-
an í klettastálinu og syntu í sjónum. Nutu lífsins í hægum takti.
Útsýnið af svölum hótelsins var glæsilegt, hús og sítrónulundir
teygðu sig upp í fjallshlíðarnar allt í kring. Tár Krists kalla heima-
menn rauðvínið úr hlíðum Vesúvíusar og eldfjallið hinum megin
Napólíflóans minnir á sig. Undir því býr hálf fjórða milljón
manna og ekki annað hægt en leiða hugann að því hvað gerist
þegar næsta stórgos verður í þessu sögufræga eldfjalli. „Örlög
Pompei árið 79 voru okkar ofarlega í huga eftir að hafa gengið
upp á gígbarminn og síðan um steinlagðar götur Pompei.“
DEN SKALDEDE FRISØR HAFÐI ÁHRIF
Einkaþjónn
í Sorrento
RAGNHEIÐUR ÝR GRÉTARSDÓTTIR
OG GUÐBRANDUR MAGNÚSSON
SKELLTU SÉR TIL SORRENTO
Á ÍTALÍU Í VOR.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðbrandur Magnússon
Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir*Ferðalög og flakkMeð Of Monsters and Men á goðsagnakenndan tónleikastað við rætur Klettafjalla »18