Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 19
skötuhjúin létum ofan í okkur á Larimer var
kengúrukjöt og pitsa með önd, geitaosti, epl-
um og chili ásamt hráum túnfiski með dí-
sætu bræddu amerísku sælgæti. Það borgar
sig að vera í samfloti við ævintýragjarnan
matgæðing.
Náttúrufegurð í bland við innri frið
Magnaða náttúrufegurð er að finna í Colo-
rado-ríki en einungis tekur um 30 mínútur
að keyra frá miðborg Denver upp í Kletta-
fjöllin en skemmtilegast er að keyra sveita-
vegina frekar en að hlýða alvitru Garmin-
tæki og þjóta beint út á hraðbrautina. Marg-
ir bæir eru staðsettir við rætur fjallanna og
af þeim er gaman að koma við í Boulder þar
sem enn eimir af andrúmslofti innri friðar og
andlegra óvissuferða en bærinn varð frægur
á sjöunda áratugnum þegar hipparnir tóku
við hann ástfóstri. Boulder hefur margsinnis
verið ofarlega á hvers kyns listum um staði í
Bandaríkjunum með mestu lífsgæðum og lít-
ur út fyrir að vera vinsæll sem áfangastaður
þeirra sem hafa dottið í lukkupottinn og
setjast í helgan stein snemma.
Frá Boulder er svo stutt upp í Rocky
Mountain National Park þar sem er að finna
ótrúlega náttúrufegurð, fjölbreytt dýralíf og
vinsælar gönguleiðir. Estes Park er
skemmtilegur lítill bær við mynni þjóðgarðs-
ins en þar er, auk dádýra á stangli, að finna
Stanley Hotel þar sem Stephen King dvaldi í
herbergi nr. 127 þegar hann fékk hugmynd-
ina að The Shining eða Duld upp á okkar yl-
hýra. Margir gætu einnig kannast við hótelið
úr myndinni Dumb and Dumber þar sem
þeir Lloyd Christmas og Harry Dunne áttu
ljúfar stundir en yfir 400 kvikmyndir hafa
verið teknar upp í Colorado.
Rokksagan sköpuð í Red Rocks
Markmið ferðarinnar var að fylgjast með
tónleikum Of Monsters and Men og Vampire
Weekend á útitónleikum í Red Rocks Ampi-
theatre, goðsagnakenndum tónleikastað og
útileikhúsi við rætur Klettafjallanna. Varla
er hægt að hugsa sér skemmtilegri tónleika-
stað, rauðleitar klettamyndanir á alla kanta
með útsýni yfir Denver í baksýn. Talið er að
indjánar hafi notað staðinn við samkomur
áður fyrr og snemma á síðustu öld var byrj-
að að halda þar tónleika.
Frægastir eru tónleikar U2 frá árinu 1983
sem rokksnepillinn Rolling Stone hefur lýst
yfir að sé einn af 50 merkilegustu atburðum
rokksögunnar. Skemmst er frá því að segja
að OMAM kom sá og sigraði í Colorado
þennan daginn. Spilagleðin, öryggið og
krafturinn í hljómsveitinni ásamt gæðum
tónlistarinnar smituðu að því er virtist hvern
og einn þeirra 9.500 áhorfenda sem voru
mættir. Sérstaklega var gaman að sjá fólk
syngja og dansa með lögunum og af fagn-
aðarlátunum að dæma komust tónleikarnir á
lista fjölmargra yfir 50 merkilegustu rokk-
viðburði í þeirra bókum.
* Mögnuð náttúru-fegurð er í Colorado-ríki en einungis tekur
um 30 mínútur að keyra
frá miðborg Denver upp
í Klettafjöllin
Of Monsters and Men fóru á kostum í Red Rocks og fengu frábærar viðtökur um 10 þúsund gesta.
Í Estes Park í fjöllunum er mikið dýralíf og dádýrin kipptu sér ekkert upp við myndatöku.
Gott úrval af bjór
er að finna í Colorado
enda um 150 brugg-
verksmiðjur í ríkinu.
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla