Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 24
… í stofuna
„Þangað vantar mig verk eftir uppáhaldslistamanninn minn,
Snorra Ásmundsson, sem er á leið á Feneyjatvíæringinn.“
… í eldhúsið
„Wood wood wood-glösin frá Ihanna
eru falleg, stílhrein og frábær undir
morgunkaffið. Þau passa einhvern
veginn við allt og allt.“
… í unglingaherbergið
„Lampa í þægindahorn
dóttur minnar þar
sem hún lærir og horfir
á bíómyndir með vinum
sínum. Oslo-lampinn
eftir norska hönnuðinn
Ove Rogne væri tilval-
inn.“
… í garðinn
„Þangað vantar mig fallegt Bodum-borðgrill
í skandinavíska bakgarðinn minn sem er
troðfullur af skemmtilegu fólki á öllum
aldri. Hér er grillað í gríð og erg eftir
vinnu og nágrannarnir góðir vinir.“
… á baðherbergið
„Mig langar í klassíska
Vipp-ruslafötu. Holger
Nielsen hannaði hana
fyrir konuna sína Marie
Axelsen árið 1939.
Hún var hárgreiðslukona
og langaði í fallega rusla-
fötu fyrir stofuna sína.“
… í útópískri veröld
„Í slíkri tilveru vil ég eiga þrjú heimili. Eitt
fyrir fjölskylduna í New York, barnvænt
með garði og góðum nágrönnum í Green
Point með aukaíbúð fyrir elstu dóttur
mína; risíbúð við sjóinn í Reykjavík þar
sem er pláss fyrir gesti og hús úti í sveit
nálægt alþjóðlegum flugvelli í Suður-Evrópu
þar sem ég get bæði verið ein og hvílt mig
en einnig tekið á móti gestum. Börn hlaup-
andi um allt, dúklögð langborð undir trján-
um þar sem allir geta borðað saman. Góð-
ur kokkur og starfsfólk sem sér um allt
heimilishald. Svolítill Woody Allen, svolítill
Ingmar Bergman, svolítill Federico Fellini.
Væri fínt að hlusta á Django Reinhardt,
Blossom Dearie eða Dave Brubeck.“
Morgunblaðið/Sverrir
Mig langar í …
RUT HERMANNSDÓTTIR KVIKMYNDA-
GERÐARKONA ER NÆGJUSÖM Á
HEIMILINU EN VANTAR OFT ÝMISLEGT
OG ÞÁ REYNIR HÚN AÐ FÁ SÉR HLUTI
SEM ERU Í SENN PRAKTÍSKIR OG FAL-
LEGIR. RUT Á TVÖ HEIMILI; Á ÍSLANDI
OG Í NOREGI, EN HÚN ÁKVAÐ AÐ
GERA SMÁTILRAUN, SKILDI ALLT EFTIR
Á ÍSLANDI OG BJÓ TIL HEIMILI Í NOR-
EGI Í BYRJUN ÁRS, BARA MEÐ HLUT-
UM SEM HÚN FÉKK GEFINS. ÞAÐ ER NÓG AÐ GERAST HJÁ RUT ÞVÍ
Í OKTÓBER MUN HÚN OPNA VERSLUN, KAFFIHÚS OG SÝNINGAR-
RÝMI Í BROOKLYN Í NEW YORK. ÞAR VERÐA NORRÆNAR
HÖNNUNARVÖRUR Í HÁVEGUM HAFÐAR, EKKI SÍST ÍSLENSKAR,
EN VERSLUNIN MUN EINFALDLEGA KALLAST BÚÐIN.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
… í forstofuna
„Ég er sérlega skotin í Finnlandi
og öllu finnsku. Hvort heldur það
er Síbelíus, arkitektúr eða keramik.
Múmínálfarnir eða finnskur tangó.
Mig vantar svona Alvar Aalto-bekk
í forstofuna. Hann er bæði prakt-
ískur og fallegur.“
… í svefnherbergið
„Norski hönnuðurinn Andreas Engesvik var áður í
hönnunarteyminu Norway Says. Ábreiðurnar eru af
nokkrum gerðum og hönnuðurinn er undir áhrifum
norskra þjóðbúninga sem eru margir og misjafnir.
Engesvik er að mínu mati fremsti hönnuður Norð-
manna í dag og er meðal annars með vörur í fram-
leiðslu hjá Muuto.“
*Heimili og hönnunStyrkjum úr Hönnunarsjóði Auroru að andvirði 9,6 milljónir var úthlutað í vikunni »26