Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 34
Jóhann Ævar Grímsson, handritshöfundur, seg- ir að nútímatækni sé alls ekki hamlandi fyrir kvikmyndagerð, þvert á móti. Morgunblaðið/G.Rúnar TEXTASKILABOÐ OG SPJALLGLUGGAR ERU LANGT ÞVÍ FRÁ JAFNSPENNANDI MYNDEFNI Á HVÍTA TJALDIÐ OG TIL DÆMIS GÖMLU SKÍFUSÍMARNIR. HANDRITSHÖFUNDUR TELUR ÞÓ AÐ NÝ SAMSKIPTATÆKNI GETI ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ VÍKKA MÖGULEIKA Á MYNDMÁLI, ÞÓTT OFT SÉ REYNT AÐ TAKA SÍMANN ÚR MYND Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is Að segja ég elska þig í símtól eða senda sms N útímatækni veldur alltaf meiri og meiri vandræðum í kvikmyndagerð. Síminn var kominn á markað þegar kvikmyndagerð komst á lappirnar, en hann var ekki jafn- mikið notaður og í dag og símtólin voru glæsileg og myndræn. Menn gátu öskrað og sýnt tilfinningar sín- ar. Aftur á móti er orðið erfiðara fyrir kvikmynda- gerðarmenn að sýna hin ástríðufullu samtöl sem fara fram í samtímanum í gegnum sms. Á sms-inu og tjatti á fésbók fara fram ástríðu- fyllstu ástarjátningarnar, skelfilegustu sam- bandsslitin og óhugnanlegasta persónuníðið, en það er erfitt að sýna það í mynd. Það er hægt að not- ast við nærmynd af gemsa eða snjallsíma en í mjög takmörkuðum mæli. Það skortir alla tjáningu að þurfa að lesa upplýsingar um tilfinningahita á skjánum. Fyrir utan að það er erfitt að ætla að sýna heilu samræðurnar með endalausum nærmyndum af gemsa. Þá er betra að gefa bara handritið út á bók en að vera að kvikmynda það. Ímyndið ykkur ein- hverja af Bogart-Bacall-senunum fara fram í sms- skeytum! Í nýlegri grein Wall Street Journal er vitnað í hand- ritshöfunda í Hollywood sem hafa áhyggjur af því að það sé ekki eins spennandi að birta kassalaga snjallsíma og gamaldags skífusíma. Nútímatækni og -tæki bjóði einfaldlega ekki upp á jafnspennandi myndmál og eldri græjur. Í íslenskum bíómyndum tala persónur óneitanlega oft í síma en sjaldan sem þær hafa sést vera að sms-a sín á milli. Þegar rætt er við Jóhann Ævar Grímsson, sem skrifaði meðal annars handritin að Astrópíu, Bjarnfreð- arsyni og sjónvarpsþáttunum Heimsenda, sem fjölluðu um geðsjúklinga sem taka völdin á geðsjúkrahúsi, segist hann ekki sjá nútímasamskiptatækni sem vandamál. „Raunveru- leikinn er sá að þetta víkkar bara möguleikana á að lýsa samskiptum fólks á skjánum,“ segir Jóhann Ævar. „Í nýleg- um sjónvarpsþáttum, Arrested development, er karakter sem segir ekki neitt í öðrum þætti, þannig að þeir setja texta fyr- ir framan hana og það er gerður sérstakur brandari úr því að allir mistúlka það sem hún segir. En vissulega get- ur sumt í þessu verið hamlandi. Þegar við gerðum Heims- enda urðum við að láta söguna gerast fyrir gemsana, því ef þeir hefðu verið til hefði alltaf einhver getað sms-að þau skilaboð út af geðveikrahælinu að klikkhausarnir væru búnir að taka völdin. En nei, almennt er þetta ekki vandamál.“ Aðspurður hvort það hljóti ekki að vera minna aðlaðandi að sjá fólk fara með ástarjátningar í textaskilaboðum en á hnjánum fyrir framan manneskjuna segir hann að jú, það sé munur þar á. „Maður reynir vissulega að taka símann út sem oftast,“ segir Jóhann Ævar. „Manni finnst maður ekki vera að nýta miðilinn nógu vel með símtölum og smáskila- boðum. Þá væri alveg eins gott að setja upp útvarpsleikrit. En á stundum hentar jafnvel betur að koma upplýs- ingum hratt í gegn með sms. Í versta falli læturðu bara símann verða rafmagnslausan eða detta í vatn og þá ertu laus við hann,“ segir Jóhann Ævar, harður á því að nú- tímatækni skapi kvikmyndamiðlinum ekki vandamál. Þættirnir voru látnir ger- ast fyrir tíma gemsanna svo sagan gengi upp. Í myndinni You’ve got mail tókst að sýna ástríðu þótt samskiptin væru í gegnum samskiptaglugga. Zoe Barnes og Frank Underwood daðra með textaskilaboðum í House of Cards þáttunum. Bíómyndin Phone Booth með hjartaknús- aranum Colin Farrell gerist nær öll í símaklefa. Í spennutryllinum The Net tekst að búa til spennu þótt átökin fari oft fram á netinu. Í bíómyndinni War Games lét leikstjórinn tölvuna tala svo samskiptin við hana yrðu spennandi. SÍMTÆKI NÚTÍMANS ERU EKKI EINS MYNDRÆN OG GAMLIR SÍMAR *Græjur og tækniLenovo virðist leita í smiðju Apple við hönnun á nýrri borðtölvu með næfurþunnum skjá »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.