Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Húðflúr þykir mörgum prýði og á Reykjavík Ink eru það stelpur sem flúra stelpur »40 Ásdís Lísa elskar fatnaðinn frá Victoria’s Secret. CBS Marilyn Monroe var tískugyðja. ÁSDÍS LÍSA KARLSDÓTTIR Hlakkar til að geta notað sumarkjólana ÁSDÍS LÍSA KARLSDÓTTIR UNDIRBÝR SIG ÞESSA DAGANA FYRIR FEGURÐARSAMKEPPNI Á FILIPPSEYJUM Í JÚLÍ EN ÆTLAR FYRST AÐ NÆLA SÉR Í FLOTTA SUMARSKÓ TIL AÐ NOTA VIÐ SUMARKJÓLANA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég er búin að vera mikið í ræktinni upp á síðkastið og keypti mér þá glænýja Nike Free-skó sem ég elska. Gæti verið í þeim allan daginn, því þeir eru svo þægilegir. En þau verstu? Fyrir nokkrum árum sá ég geðveikt flott bikiní á netinu sem var frekar dýrt og ég ákvað að kaupa það en þegar ég loksins fékk það var það ekki eins flott og á myndunum og gegnsætt í þokkabót. Hvar kaupir þú helst föt? Yfirleitt í Kiss, Júník, Dúkkuhúsinu, Top Shop eða Gallerí 17, annars spara ég oft og kíki frekar til útlanda að versla þar. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Þegar Henson-æðið var í gangi. Ég var rosa dugleg að kaupa mér Hen- son-peysur í alls konar litum. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég hugsa rosa mikið um notagildi fatanna, kaupi yfirleitt ekkert sem mig vantar ekki. Annars spái ég í snið, efni, verð og þægindi fatanna. Litadýrð eða svart/hvítt? Það fer rosa eftir árstíðum; á sumrin sæki ég meira í litadýrðina en yfir veturinn er maður frekar í jarðlitunum og svörtu. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir sumarið? Ég bíð spennt eftir sumrinu og hlakka rosa til að geta farið að nota flottu sumarkjólana. Það vantar bara fallega sumarskó í stíl, þannig að ég er búin að vera með augun opin fyrir því. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég elska stílinn hennar Rihönnu, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei, ég spái ekki mikið í fatahönnuði en ég elska samt Victoria’s Secret, það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég elska skartgripi, sérstaklega demanta, þannig að ég myndi eflaust kaupa mér demantsskartgripi. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Myndi fara til Bandaríkjanna þegar Marilyn Monroe var uppi. Væri gaman að fá að sjá hvernig tískan var þá og kynnast því. Ljósmynd/Helgi Ómarsson Förðun/Kristín Einarsdóttir Rihanna er í uppáhaldi. Henson-gallarnir voru mestu tískuslysin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.