Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013
Þegar rigningin lemur rúðuna í
upphafi sumars laumast sú hugs-
un að að það hafi kannski verið
mistök að tolla ekki við á Ítalíu
eftir vel heppnaða skiptidvöl þar
á háskólaárunum. Var nokkuð
rigning þar annars?
Í minningunni er að minnsta
kosti sól alla daga. Og sumrin í
æsku voru öll glimrandi sólrík
líka. Allavega var alltaf sól í garð-
inum í Dalselinu. Engin rigning
þar. Ef ég man rétt …
Minningar eru merkilegt fyrir-
bæri, geta yljað en líka platað
smávegis. Sem er nú oft bara í
fínu lagi.
Nú þegar útskriftarveislur eru
í algleymingi og nýir árgangar
hefja ferðalög, frekara nám eða
hvaðeina reikar hugurinn til eigin
útskrifta, draumanna þá og veru-
leikans nú. Hvað var það aftur
sem átti að vera búið að gerast
þegar hér var komið í lífinu? Er
ekki bara allt í fínu lagi eins og
það er – þrátt fyrir rigninguna?
Til að gleyma sér ekki eða dvelja
of lengi við hugsunina um mögu-
legt bil milli þess sem lokið er og
þess sem hefði átt að vera lokið
er gott að lesa um afrekin allt í
kringum okkur.
Í blaðinu í dag ræða metnaðar-
fullar systur um þau ólíku verk-
efni sem þær hafa tekist á hendur
í lífinu. Kristín Heimisdóttir er
fyrsta konan til að gegna for-
mennsku í Tannlæknafélaginu og
Sigga Heimis er þekkt um víða
veröld fyrir hönnun sína á hús-
búnaði, ekki síst fyrir sænska ris-
ann úr Smálöndunum.
Einstakar myndir Árna Sæ-
berg af því þegar skíðakappinn
Halldór Hreinsson lenti í snjó-
flóði í Lónafirði á dögunum eru
birtar í blaðinu. Betur fór en á
horfðist í það skiptið og Halldór
stóð upp úr flóðinu óskaddaður.
Og sólin skein á brekkuna allan
tímann.
RABBIÐ
Afrek og útskriftir
Eyrún Magnúsdóttir
Fátt er tígulegra en fley og fagrar árar, nema ef vera skyldi fley og fagrar meyjar. Færeyskar konur í Róðrarfélaginu Stokkinum hafa í vikunni búið sig af
kostgæfni undir kappróður á Sjómannadaginn og hefur árabátur þeirra vakið verðskuldaða athygli í Reykjavíkurhöfn. Þær stöllur voru í senn samtaka og
léttar í lund þegar Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á þær eitt kvöldið og brostu breitt fyrir myndavélina.
Það er kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og árabátur þeirra Stokkskvenna var á blússandi siglingu var togarinn Vigri á leið í slipp – mögulega vél-
arvana. Stórtækar vélar bera menn ekki alltaf lengra en handaflið. Það er gömul saga og ný.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FLEY OG FAGRAR MEYJAR
SJÓMANNADAGURINN ER Á SUNNUDAG OG VERÐUR FJÖLBREYTT DAGSKRÁ AF ÞVÍ TILEFNI ÚTI UM ALLT LAND
BÆÐI Í DAG, LAUGARDAG, OG Á MORGUN, ÞAR SEM ÞESSI DJARFA STÉTT MANNA VERÐUR HEIÐRUÐ.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Hátíð hafsins þar sem sjó-
mannadeginum er fagnað í Reykjavík.
Hvar? Frá Granda og yfir á Ægisgarð.
Hvenær? Laugardag og sunnudag.
Hátíð hafsins
Hvað? Dagsgöngu-
ferð með Útivist.
Hvar? Hveragerði-
Hengill-Nesjavellir.
Hvenær? Brottför kl.
9.30 sunnudag frá BSÍ.
Nánar: Verð 5.200 kr.
Ganga
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Erindi um Skriðuklaustur og
endalok klausturhalds á Íslandi á vegum
Vísindafélags Íslendinga. Dr. Steinunn J.
Kristjánsdóttir.
Hvar? Þjóðminjasafn Íslands.
Hvenær? Mánudag kl. 12.
Fyrirlestur
Hvað? Geðveiki og
dægurlög.
Hvar? Bryggjusalur,
Ísafjörður.
Hvenær? Sunnudag-
ur kl. 17.
Nánar: Dægurlög út
frá geðgreiningum. Í umsjá Óttars Guð-
mundssonar geðlæknis, Jóhönnu V. Þór-
hallsdóttur söngkonu og Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur píanóleikara.
Geðgreining dægurlaga
Hvað? Tónleikar bandaríska tónlistar-
mannsins Daniels Johnston.
Hvar? Fríkirkjan, Reykjavík.
Hvenær? Mánudag kl. 20.
Tónleikar
Hvað? Hafnardagar.
Hvar? Þorlákshöfn.
Hvenær? Sunnudaginn 2. júní.
Nánar: Lokadagur bæjarhátíðar sem
hófst 29. maí.
Bæjarhátíð
* Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson