Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 60
L angt er síðan Neymar da Silva Santos Júnior var á allra vörum og er þó enn aðeins 21 árs. Þegar efnilegir knatt- spyrnumenn koma fram á sjón- arsviðið í Suður-Ameríku fer það yfirleitt ekki leynt og sjaldnast líður á löngu þar til fréttir berast af boðum og yfirboð- um ríkustu félaga Evrópu. Þar eru bestu deildirnar og mest hægt að bera úr býtum. Neymar hlaut knattspyrnulegt uppeldi hjá Santos, félaginu sem goð- sögnin Pele lék með á sínum tíma, og ein- staka sinnum eru þeir nefndir í sömu andrá og jafnvel bornir sam- an. Allir efnilegustu leikmenn landsins hafa reyndar þurft að þola það síðustu áratugi án þess að vitræn niðurstaða fáist. Neymar hefur verið hjá Santos frá 10 ára aldri og tímabært að söðla um. Barcelona og Real Madrid hafa leynt og ljóst slegist um drenginn misserum saman, talsmenn beggja voru vongóðir en nú segir Neymar það ætíð hafa verið draum sinn að leika fyr- ir Barca; tækifæri til að spila með besta leikmanni heims, Arg- entínumanninum Lionel Messi, og spænsku snillingunum Xavi og Iniesta sé ekki hægt að láta sér úr greipum ganga. Sagan segir að Florentino Perez, forseti Real, hafi fyrir löngu áttað sig á að hann nældi ekki í þennan feita bita, en samt haldið áfram barátt- unni til að hækka verðið og gera Barca óleik með þeim hætti. Enginn veit hvort sannleikskorn er í því. Neymar getur leikið fremstur á vellinum eða rétt fyrir aftan miðherjann en margir telja hann hættulegastan sem vinstri kant- mann. Hann er mjög fljótur og leikinn og á auðvelt með að herja á varnir andstæðinganna af vængnum og bæði skorar mörg mörk og leggur upp fyrir aðra. Haft hefur verið á orði að Barca verði ekki árennilegur mótherji þegar Neymar bætist í flokk þeirra miklu snillinga sem fyrir eru, en ekki eru allir sann- færðir. Hollendingurinn Johan Cruyff, einn besti leikmaður í sögu Barcelona og síðar sigursæll þjálfari þar á bæ, er nokkuð efins. „Við skulum bíða og sjá,“ sagði Cruyff. „Eitt er að kaupa góða leikmenn, annað að byggja upp góða liðsheild.“ Haft var eftir Cruyff í vikunni að ekki væri skynsamlegt að hafa tvo skipstjóra á sama fleyinu og átti þar augljóslega við Messi og Neymar. Hafa ber í huga að köldu hefur andað á milli Cru- yff og núverandi forseta Barcelona, Sandro Rosell. Hollendingurinn vann náið með Joan Laporta meðan sá gegndi forsetembætti Barca og var gerður að heið- ursforseta í mars 2010. Eftir að Rosell var kjörinn í embætti nokkrum vikum síðar var Cruyff heiðursforseti ei meir. Rosell var sagður hafa svipt hann titlinum en einnig hermt að Cruyff hefði afsalað sér nafnbótinni. Hvað sem öðru líður verður spennandi að sjá hvernig Neym- ar vegnar. Hann gerði 54 mörk í 103 leikjum með Santos og hefur skorað 20 sinnum í 32 leikjum með landsliði Brasilíu. Enn einn gæða-Brassi til Barca FÉLAGASKIPTI VIKUNNAR Í BOLTAHEIMUM VORU ÁN EFA KAUP BARCELONA Á BRASILÍSKA UNDRAMANNINUM NEYM- AR. VISTASKIPTIN HAFA REYNDAR LEGIÐ Í LOFTINU NOKKUÐ LENGI. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 *Til að Messi geti talist besti knattspyrnumaður sögunnar verður hann að minnsta kosti fyrst að verða betri enNeymar. Eins og er hefur Messi bara reynsluna fram yfir hann. Brasilíumaðurinn Pele, af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar, og er einmitt sjálfur á þeirri skoðun. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Framherjinn Evaristo var fyrsti Brasilíumaðurinn sem skrýddist búningi Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1957 til 1962, tók þátt í öllum 114 leikjunum á því tímabili og gerði 78 mörk. Það eftirminnilegasta í Evrópuleik gegn Real Madrid 23. nóvember 1960; sigurmarkið á 82. mín. og gerði það að verkum að Real féll úr Evrópukeppni meist- araliða í fyrsta skipti; risinn úr spænsku höfuðborginni hafði unnið keppnina fyrstu fimm árin. Tveimur árum síðar fóru forráðamenn Barcelona fram á það við Evaristo að hann gerðist spænskur ríkisborgari til þess að geta leikið með landsliðinu en hann neitaði. Yfirgaf félagið í framhaldi af því – og gekk til liðs við Real Madrid! Juan de Maceda Filho, Evaristo, með mynd af markinu gegn Real. Sögulegt mark Brasilískum framherjum á mála hjá Barcelona hefur hlotnast margvíslegur heiður meðan á dvölinni stóð.  Romario (1993-1995) Leikmaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, 1994.  Ronaldo (1996-1997) Leikmaður árs- ins í Evrópu – Ballon d’Or – 1996. Leik- maður ársins hjá FIFA 1996 og 1997.  Rivaldo (1997-2002) Leikmaður ársins í Evr- ópu og hjá FIFA 1999.  Ronaldinho (2003-2008) FIFA-leikmaður árs- ins 2004 og 2005, og leikmaður ársins í Evrópu 2005.  Brasilíski hægri bakvörðurinn sókndjarfi, Dani Alves, er nú einn lykilmanna í liði Barcelona. Ronaldinho Romario Dani Alves Rivaldo Bestur? Ronaldo Luís Nazário de Lima Gulldrengir AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.