Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 61
Ultimate Greens:
Spirulina pakkað af næringaefnum sem
gefa mikla orku.
Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir
líkamann basískan.
Chlorella hreinsar líkamann af auka– og
eiturefnum, þungmálmum og geislunum.
Bætir líkamslykt. Gott við streitu.
www.celsus.is
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
Fáðu heilsuna
og orkuna upp!
Kraftmesta
ofurfæði jarðar
Fæst í Apótekum, Hagkaup og Nettó.
Í þrautinni táknar hver tala ákveðinn bókstaf og einn eða fleiri gefnir. Allt ís-
lenska stafrófið er notað. Þrautin er að finna hvaða tala stendur fyrir hvaða
bókstaf og færa í viðeigandi hólf fyrir neðan gátuna. Hægt er að nota staf-
rófið fyrir ofan gátuna til að krossa út fundna stafi.
Lausnin sem birtist í dag er við gátunni frá 19. maí því vegna mistaka birt-
ist lausn síðustu gátu í sama blaði.
LYKILORÐAGÁTA
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61
Leikmenn skipta um lið í röðumeins og venjulega á þessumárstíma, en óvenjumargir
snjallir þjálfarar hefja einnig störf
hjá nýjum vinnuveitanda fyrir næsta
keppnistímabil í evrópska fótbolt-
anum.
Dágóður hópur stjörnuþjálfara er
meira að segja á faraldsfæti að
þessu sinni; mun fleiri en í venjulegu
árferði.
Áhugavert er að nýir menn verða í
brúnni hjá nýbökuðum Evrópu-
meisturum, Englandsmeisturum,
ensku bikarmeisturunum, Evr-
ópumeisturunum frá því í fyrra og
Englandsmeisturum fyrra árs, hjá
risaliðinu Real Madrid og líklega því
nýríka París St. Germain.
Sögusagnir um það
hvers konar þjálf-
arakapall yrði lagður
í sumar fóru af stað
strax í ársbyrjun
þegar þau stórtíðindi
spurðust út að meist-
ari Pep Guardiola –
maðurinn á bak við
undraverðan árangur
Barcelona síðustu ár
– hefði ráðið sig til
Bayern München frá
og með sumrinu.
Guardiola hætti
með Barcelona fyrir
síðasta tímabil og
kvaðst myndu taka
sér ársfrí. Flutti til
New York til að
skipta um umhverfi
og hlaða batteríin.
Mörg stórlið voru
sögð sýna Guardiola
áhuga; Manchester
City, Chelsea, AC
Milan og Bayern.
Enskir miðlar fóru
hamförum í umfjöll-
un um hvort enska
liðið nældi í hann, en mörgum á
óvart tilkynnti Pep að hann hefði
gengið að tilboði þýska risans. Og
skyldi í raun engan undra því þar er
stöðugleiki betur tryggður en hjá
stóru ensku liðunum og þeir sem
ekki fylgdust með gangi mála í
Þýskalandi áttuðu sig a.m.k. þegar
úrslitaleikur Meistaradeilarinnar
fór fram á Wembley á dögunum; sú
rimma Bayern og Dortmund var
stórkostleg og besta hugsanlega
auglýsing sem þýska knattspyrnan
gat fengið. Sannarlega spennandi
verkefni framundan hjá þjálfaranum
en e.t.v. snúnara en gert var ráð fyr-
ir. Eftir að tilkynnt var um þjálf-
araskiptin lék Bayern nefnilega bet-
ur en nokkru sinni, varð þýskur
meistari með áður óþekktum yfir-
burðum og síðan Evrópumeistari. Í
dag, laugardag, getur liðið bætt
þriðja titlinum í safnið þegar það
leikur til úrslita um þýska bikarinn
við VfB Stuttgart.
Samningur Jupp Heynckes, hins
magnaða 68 ára þjálfara Bayern,
rennur út í sumarbyrjun og gert var
ráð fyrir að hann
settist í helgan stein.
Hafði talað í þá veru
sjálfur, en þegar leið
á vorið kom annað
hljóð í strokkinn. Nú
er hann sterklega
orðaður við Real Ma-
drid og berist boð
þaðan getur hann
varla neitað. Heync-
kes þjálfaði Real vet-
urinn 1997-1998 og
undir hans stjórn
lauk 32 ára bið eftir
Evrópumeistaratitl-
inum. Félagið varð
hins vegar aðeins í
fjórða sæti í
spænsku deildinni,
11 stigum á eftir
Barcelona, og
Heynckes var því
látinn fara…
Chile-búinn
Manuel Pallegrini,
sem nú er á leið til
Manchester City,
stjórnaði líka Real
Madrid einn vetur.
Liðið fékk þá 96 stig í spænsku
deildinni, fleiri en nokkru sinni í
sögu félagsins, en Barcelona fékk 99
og varð meistari. Pellegrini var því
látinn taka pokann sinn.
Fróðlegt verður að sjá hvort verk-
fræðingurinn Pellegrini fær tíma til
að hanna og byggja upp sigurlið hjá
City. Þjálfaraveröldin er sérstök.
Manuel Pellegrini
hætti hjá Malaga og
tekur við liði Man-
chester City.
AFP
ÓVENJULANGUR
ÞJÁLFARAKAPALL
Jupp Heynckes hættir hjá
Evrópumeisturum Bayern
München.
Pep Guardiola tekur við
eftir árs frí frá þjálfun.
Alex Ferguson hættir hjá
Englandsmeisturum Man-
chester United.
David Moyes kemur í
staðinn frá Everton.
Roberto Martinez fer lík-
lega til Everton frá bik-
armeisturum Wigan.
Rafa Benitez fer frá Evr-
ópudeildarmeisturum
Chelsea. Tekur við Napólí í
stað Walters Mazzarri sem
fer til Inter.
Jose Mourinho hættir hjá
Real Madrid og fer aftur til
Chelsea.
Real vill Carlo Ancelotti
en PSG sleppir honum ekki.
Roberto Mancini rekinn
frá Man. City, Englands-
meisturum 2012.
Manuel Pellegrini frá
Malaga til City.