Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 33
Morgunblaðið/Kristinn
Vinstra megin við borðið eru, frá vinstri,
Hólmfríður, Björk og Sigríður Melrós.
Kristín Þóra næst á myndinni og fjær, frá
vinstri, Kristín Heiða, Ásta Lilja og Þorbjörg.
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
6 eggjahvítur
3 dl döðlur
1 dl vatn
1 dl möndlur
1 dl kókosmjöl
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Setjið 2 dl af döðlum og
vatnið í pott og látið sjóða í
nokkrar mínútur. Maukið
síðan saman, annaðhvort
með gaffli eða í hrærivél.
Grófsaxið afganginn af döðl-
unum og möndlurnar og
blandið saman við döðlu-
maukið ásamt kókosmjöli.
Blandið öllu maukinu varlega
saman við eggjahvíturnar,
byrjið á að blanda 4-5 msk.
af eggjahvítunum saman við
maukið áður en afganginum
er blandað varlega saman við
með sleif eða sleikju. Bakið í
15-20 mínútur við 175°C,
annaðhvort í smelluformi
eða eldföstu móti.
KREM
100 g suðusúkkulaði
1 dl kókosmjólk
4 bananar í sneiðum
1 lítil askja af bláberjum
1-2 dl kókosflögur
Hitið kókosmjólkina í potti og
hrærið brytjuðu súkkulaðinu
saman við. Raðið bananasneið-
unum ofan á kökuna og hellið
súkkulaðiblöndunni yfir. Skreytið
með bananasneiðum, kók-
osflögum og bláberjum.
Döðludásemd
Þessi réttur er bæði bragðsterkur og
örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir
sterkan mat má auka kryddið en gæt-
ið þess þó að sæta bragðið af döðl-
unum fái einnig að njóta sín.
½ dl ólífuolía
1 kg kjúklingabringur
2 laukar
1 græn paprika
1 kúrbítur
200 g steinlausar döðlur
1 hvítlaukur, smátt skorinn
2 tsk. kóríanderduft
1 tsk. chiliduft
2 tsk. engiferduft
2 tsk. kumminduft
2 tsk. salt
1 dós kókosmjólk
3-4 msk. hunang
100 g kasjúhnetur
1 rauð paprika
Skerið kjúklingabringurnar í bita,
saxið lauk, og skerið papriku og kúr-
bít í bita.
Steikið kjúklinginn og laukinn upp
úr olíunni á stórri pönnu. Bætið 1-2
dl af vatni á pönnuna og setjið síðan
krydd og döðlur út í.
Látið sjóða í nokkrar mínútur og
bætið síðan kókosmjólk og hunangi á
pönnuna ásamt papriku og kúrbít.
Þetta er látið sjóða á vægum hita í
15-20 mínútur og undir lok suðutím-
ans er kasjúhnetum bætt við og
smátt skorinni rauðri papriku er
stráð yfir um leið og rétturinn er
borinn fram.
Kjúklingur með döðlum og kókos