Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013
Matur og drykkir
L
árus Halldórsson var ekki lengi að bregðast við beiðni
Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um uppskriftir og hafði
þær að sjálfsögðu ferskar og sumarlegar enda „sumarið
vonandi að bresta á“, eins og hann orðar það.
Lárus var aðgerðastjóri hjá föður sínum hjá Iceland Safari um
árabil og þar kveiknaði áhugi hans á matargerð. Hann fór með
hóp franskra göngumanna um öræfi Íslands og eldaði úr því sem
náttúran gaf. Uppáhalds uppskrift hans frá þessum ferðum var
bleikja með krækiberjalyngi.
Honum líður alltaf vel í eldhúsinu, ekki síst þegar hann er að
prófa eitthvað nýtt. „Ég er með menntaða kokka með mér í Mat
englanna og mottóið hjá okkur er að taka það besta frá mörgum
eldhúsum, því ítalska, japanska, franska og spænska, og vera
óhræddir við að blanda þessu saman. Okkur er ekkert hráefni
óviðkomandi, svo lengi sem það er skemmtilegt að vinna úr því.“
Matur englanna er alhliða veislu- og viðburðaþjónusta. „Í gegn-
um árin höfum við tileinkað okkur að þjóna viðskiptamönnum
okkar vel. Hlustum og sérhönnum síðan veisluna eða viðburðinn
að þörfum hvers og eins. Góð samskipti, metnaður og virðing eru
okkar aðall,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins, maturenglanna.is.
Lárus upplýsir að þjónustan sé mjög sveigjanleg. Minnst hafi ver-
ið eldað fyrir tvær manneskjur en mest fyrir tvö þúsund á árshá-
tíð hjá stóru fyrirtæki. Þriggja rétta dýrindismáltíð.
Matur englanna hefur mikið sinnt erlendum ferðamönnum,
mest þúsund manna hópi frá Spáni. Allt er opið í þeim efnum og
hafa leikar borist víða, úti sem inni, meðal annars upp á jökla.
„Það er töluvert vinsælt hjá útlendingum sem hingað koma að
snæða úti í náttúrunni – í framandi umhverfi.“
Matur englanna leggur ekki bara upp úr bragðinu, öll fram-
setning á matnum skiptir máli. Gjarnan er búið til þema. „Matur
á að vera fyrir öll skynfæri,“ segir Lárus.
Hann segir sumarið spennandi tíma enda sé þá meira gert á
staðnum, ekki síst grillað fyrir hina og þessa hópa. Á dögunum
var slegið upp átta hundruð manna grillveislu á Grundartanga.
Matur englanna hefur verið töluvert í vöruþróun upp á síðkast-
ið. Ber þar hæst sultu sem Lárus hefur verið að gera og gefa við-
skiptavinum sínum. „Þetta er meðal annars rabarbarasulta með
chili og engifer og bláberjasulta með engifer. Við erum búnir að
búa til einar þrjú þúsund krukkur. Enn sem komið er höfum við
bara verið að gefa viðskiptavinum þetta en til stendur að selja
vöruna líka.“
Framtíðarplönin eru líka á hreinu; að opna veitingastað undir
merkjum Matar englanna.
VEISLU- OG VIÐBURÐAÞJÓNUSTAN MATUR ENGLANNA
Matur fyrir
öll skynfæri
SUMARIÐ LEGGST VEL Í LÁRUS HALLDÓRSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRA VEISLU- OG VIÐBURÐAÞJÓN-
USTUNNAR MATAR ENGLANNA, ENDA BERAST VEISL-
URNAR ÞÁ UM VÍÐAN VÖLL, JAFNVEL UPP Á JÖKLA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Lárus Halldórsson leggur áherslu á bragð og framsetningu.
Morgunblaðið/Kristinn
RAUÐRÓFUSALAT ENGLANNA
4 rauðrófur
1 sítróna
100 ml ólífuolía
salt og pipar
Aðferð: Skerið rauðrófurnar í 2 cm bita og
veltið upp úr olíunni. Bakið í 25 mín. við 170°C.
Rífið sítrónubörk yfir, kreistið safa úr hálfri sítr-
ónu yfir og kælið. Að lokum er gott er að
skvetta smá sítrónu ólífuolíu yfir.
2 bréf parmaskinka
50 g svartar ólífur
50 g geitaostur
1 poki klettasalat
50 g ferskar döðlur
3 msk graskersfræ
½ rauðlaukur
Aðferð: Laukurinn er skorinn fínt niður,
döðlurnar í fjóra parta. Hráefninu blandað sam-
an í skál og geitaosturinn mulinn yfir – njótið.
Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir geitaosti
mæli ég með að kaupa hann rjómakenndan eða
nota Camembert. Einnig eru sumir ekki alltof
hrifnir af döðlum. Ekki vera hrædd við að nota
þær í salat. Sætan í þeim er æði á móti saltinu í
parmaskinkunni og geitaosturinn snilld.
GRILLAÐAR TÚNFISKSTEIKUR MEÐ
BANKABYGGSSALATI OG SESAM-
SÓSU
Fyrir 4
Bankabyggssalat:
200 g bankabygg
600 ml vatn
1 teningur grænmetiskraftur
50 g gúrka
2 tómatar
½ rauðlaukur
1 búnt kóríander
börkur og safi af 1 lime
salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið byggið í grænmetissoði þangað til
vatnið hefur gufað upp eða ca 20 mínútur og
kælið. Skerið grænmetið í teninga og blandið
saman. Síðan limebörk og -safa, smávegis salt
og pipar og ferskt kóríander.
SESAMSÓSA MEÐ TÚNFISKINUM:
3 msk sojasósa
1 msk hunang
1 tsk dijonsinep
1 msk balsamedik
100 ml olía
1 msk sesamolia
1 msk sesamfræ
Aðferð:
Öllu nema olíu blandað saman í mat-
vinnsluvél. Olían sett út í lokin í mjórri bunu.
700 g túnfiskur, 1,5-2 cm þykkar steikur.
Penslið þær, saltið og piprið. Þær eru síðan grill-
aðar í 2 mín. á hvorri hlið.