Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 13
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is hefur líka þótt sérstaklega vænt um Sunnudagsmessuna á Sport 2 og síðast en alls ekki síst Spurn- ingabombuna hans Loga Berg- manns. Ég mun sakna Loga, Jóns Ársæls og Eddu Andrésar. Stór- kostlegt fólk.“ Pálmi kom að fleiri verkefnum meðan hann var markaðsstjóri, svo sem Idol Stjörnuleit sem hann segir hafa sett ný viðmið í gæð- um. Það var raunar hann sem kynnti kynnana í þeim þætti hvorn fyrir öðrum, Simma og Jóa. „Ég veðjaði á þá í morgunþætti í útvarpi sem síðar varð að sjón- varpsþætti á Popptíví og loks á Stöð 2. Þessir hæfileikamenn drógu svo að sér Sveppa, Pétur Jóhann Sigfússon og Auðun Blön- dal. Ég er mjög stoltur af því að hafa rúllað þessum snjóbolta af stað.“ Spurður um ævintýralegasta verkefnið nefnir Pálmi Buslugang í Argentínu (Wipeout Ísland). Ætlar að taka til í bílskúrnum En hvað tekur nú við? Pálmi verður óræður á svip þegar fram- tíðina ber á góma. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur á mánu- daginn. Ætli mitt fyrsta verk verði ekki að spila golf og taka til í bílskúrnum. Gera menn það ekki yfirleitt á svona tímamótum?“ Hann skellir upp úr. „Starf sjónvarpsstjóra á Stöð 2 er mjög erilsamt starf, allt er undir; dagur, kvöld og helgar. Ég er líka þannig gerður að ég hef reynt að reka þessa stöð eins og ég ætti hana sjálfur. Þetta hefur eflaust bitnað á fjölskyldunni og nú fæ ég tækifæri til að bæta henni það upp.“ Pálmi býr að góðri menntun sem gæti nýst honum mun víðar en í sjónvarpi og fjölmiðlum. „Ég fór í fjölmiðla- og markaðsnám til Bandaríkjanna rúmlega tvítugur og í sumar klára ég framhaldsnám við IESE Business School sem ég hef sinnt með vinnu í vetur í sátt við stjórnendur. Þetta er fjölmiðla- tengt stjórnunarnám. Ég hef myndað tengsl víða og mín næstu verkefni gætu allt eins orðið er- lendis eins og hér heima. Sjáum til. Allt sem heitir stjórnun og markaðsmál heillar mig upp úr skónum og það þarf alls ekki að vera tengt sjónvarpi eða fjöl- miðlum.“ Sóknarhugur í mönnum Enda þótt Pálmi segi nú skilið við Stöð 2 mun hann fylgjast áfram grannt með sjónvarpi og afþrey- ingarumhverfinu yfir höfuð. „Von mín er sú að ný og fersk ríkisstjórn muni hlúa vel að einka- reknum fjölmiðlum í þessu landi því undandarin ár hafa verið krefjandi. Það er brýnt að styðja vel við bakið á afþreying- arumhverfinu og tryggja fyr- irtækjum starfsskilyrði. Aðkoma Kvikmyndamiðstöðvar hefur skipt miklu máli fyrir leikið sjónvarps- verkefni og aukinn fjárstuðningur er mjög mikilvægur. Það ber að þakka fyrrverandi ríkisstjórn. Eins hefur aðkoma stjórnvalda að leikn- um verkefnum, innlendum og er- lendum, skapað tugi ef ekki hundruð starfa. Ég sé ekki annað en sóknarhugur sé í nýrri rík- isstjórn og vonandi mun hún ekki láta sitt eftir liggja.“ Hann óskar sinni gömlu stöð alls hins besta í framtíðinni. „Ég hélt að hrunið myndi hafa áhrif fyrr en það gerði. Þetta hefur alls ekki verið auðvelt en við erum farin að sjá ljósið við enda gang- anna. Ég er sannfærður um það. Fjölmörg spennandi verkefni eru framundan, ekki síst á tæknihlið- inni, en myndlyklar munu, eins og menn eru þegar farnir að ræða um, fyrr en varir heyra sögunni til. Sjónvarp er ekki lengur bara bundið við sjónvarpstæki; tölvur, spjaldtölvur og símar hafa rutt sér til rúms með óteljandi mögu- leikum. Það vinnur margt hæfi- leikaríkt fólk á Stöð 2, sem aldrei hefur hengt höfuð, og það mun án nokkurs vafa halda áfram að búa til gott sjónvarp. Framtíðin er björt.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Pálmi er gríðarlega stoltur af Vaktaþrennunni sem naut mikilla vinsælda. Morgunblaðið/Heiddi * „Við höfum framleitt á ann-að hundrað klukkustundir afleiknu sjónvarpsefni síðasta sex og hálft árið. Ber þar hæst gaman- þríleikinn sem samanstóð af Næt- ur-, Dag- og Fangavaktinni; og sakamálaþættina Pressu og Rétt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.