Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 53
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Norski kórinn Ljomen Blandakor heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardag klukkan 16. Kórinn er hér í tilefni 30 ára afmælis síns. Einnig koma Kammerkór Mosfellsbæjar og hópur úr Óperukórnum fram. 2 Fyrsta júní verður opnuð í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins sýn- ing á vatnslitamyndum eftir Derek K. Mundell. Sýninguna kall- ar hann „Birtubrigði“. Í myndunum leitast Derek við að túlka birtuna á Íslandi en hann telur vatnsliti henta einkar vel til að fanga hina tæru birtu. 4 „Uppímót“ nefnist sýning á málverkum sem Guðbjörg Sigmundsdóttir, Gugga, opnaði í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, á föstudaginn var. Sýningin var unnin sérstaklega inn í rými listhússins. 5 Fjöllistamaðurinn Gylfi Æg- isson opnar myndlistarsýn- ingu á Sjávarbarnum á Grandagarði á laugardag klukkan 15. Sýningin er liður í Hátíð hafsins. Gylfi sýnir ný og eldri mál- verk, meðal annars akkeri og máluð skipsstýri, sem margir halda upp á, og myndir af bátum og fólki. Þá mun Gylfi taka lagið. 3 Soffía Sæmundsdóttir opnar sýninguna „Kleine Welt II/documenti“ í sýningarsal Ís- lenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, á laugardag klukkan 16. Hún sýnir verk á pappír sem hún vann í vinnustofudvöl í Þýskalandi. MÆLT MEÐ 1 Þetta gengur alveg upp og verður gam-an. Það er stemning í hópnum og viðhöfum oft verið undir miklu álagi,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi ey- firska kórsins Hymnodiu. Kórinn fagnar tíu ára afmæli með því að syngja á tíu tón- leikum í tíu kirkjum á tíu klukkustundum í dag, laugardaginn 1. júní. Tónleikaröðin hefst í Laufáskirkju klukkan 13, klukku- stundu síðar hefjast tónleikar í Svalbarðs- kirkju og þannig koll af kolli. Tónleikar hefj- ast á heila tímanum í kirkjum í þessari röð: Kaupangskirkju klukkan 15, þá Munkaþver- árkirkju, Minjasafnskirkjunni, Lögmanns- hlíðarkirkju, Möðruvallaklausturskirkju, Stærri-Árskógskirkju, Vallarkirkju og síð- ustu tónleikarnir hefjast klukkan 22 í Ólafs- fjarðarkirkju. Hverjir tónleikar verða 25 mínútna langir og syngur kórinn, sem skipaður er sautján söngvurum, tvær efnisskrár til skiptis. Að- göngumiði í einni kirkju gildir í allar sem eftir eru og fólk getur því heyrt alla efnis- skrána með því að mæta í tvær kirkjur eða fleiri. Eyþór Ingi segir að lokatónleikar dagsins á Ólafsfirði geti orðið eitthvað lengri ef þrek kórsins leyfir og stemningin er góð. Sungin verða alþekkt kórlög í bland við lög frá ýms- um löndum, ný og gömul. „Við höfum reiknað út að ef við höldum löglegum hraða er lengst tuttugu mínútur á milli kirkna,“ segir hann. „En þá má ekkert tefja. Við höfum fengið margar klikaðar hug- myndir í gegnum tíðina en þetta er allt framkvæmanlegt og skemmtilegt. Við höfum sjaldan farið troðnar brautir í tónleika- og efnisvali.“ Hann segir þennan fjölbreytileika viðhalda ferskleika í kórstarfinu. „Það er stefna kórsins að vera alltaf að reyna eitt- hvað nýtt.“ efi@mbl.is HYMNODIA HELDUR UPP Á TÍU ÁRA AFMÆLI Á ÓVENJULEGAN HÁTT Tíu tónleikar í tíu kirkjum í dag „VIÐ HÖFUM SJALDAN FARIÐ TROÐNAR BRAUTIR Í TÓNLEIKA- OG EFNISVALI,“ SEGIR EYÞÓR INGI JÓNSSON, STJÓRNANDI KÓRSINS. „Við höfum reiknað út að ef við höldum löglegum hraða er lengst tuttugu mínútur á milli kirkna,“ segir stjórnandi kórsins Hymnodiu um tónleikaröðina í tíu eyfirskum kirkjum í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms urinn sé á bakvið gott abstraktmálverk. „Ég veit ekki hvort það er galdur á bak við gott abstraktmálverk en ef hann er til þá er það strúktúr,“ segir Kristján. „Það skiptir öllu máli hvar hver einasti depill í abstrakt- málverki er settur á strigann. Einn villuráf- andi punktur og málverkið hættir að vera málverk. Þetta er ekki svo mikilvægt í nat- úralískum verkum vegna þess að áhorfandinn getur nýtt sér fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig hlutir eiga að vera, andlit, skógur, hús, en í abstraktmálverkinu eru eng- in slík hjálpartæki til staðar. Það verður að vera það sjálft af eigin afli og óstutt af öðru en sjálfu sér, strúktúr, allir deplar og línur á sínum stað, litir og heildin, mynd sem enginn hefur áður séð.“ Kristján Davíðsson vann nánast að list sinni fram á síðasta dag. Í samtali við Morg- unblaðið á 95 ára afmæli Kristjáns sagði Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur það „líkast til heimsmet“ að málari í þessu gæðaflokki hafi enn verið að kominn á þennan aldur. „Hann er ennþá að mála marktæk verk sem eru rökrétt framhald af hans ferli,“ sagði list- fræðingurinn. En ekki lengur; málarinn hefur lagt frá sér pensilinn. „Ég notaði aldrei málverkið til annars en því var mögulegt að gera,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan við opnun sýningar á verkum Kristjáns í Listasafni Íslands árið 2007: Val- gerður Ólafsdóttir, Kári Stefánsson, Kristján, Svanhildur Björnsdóttir eiginkona hans og Björn Davíð Kristjánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Thor Vilhjálmsson og Kristján; samherjar úr stríðinu um módernismann sem báðir eru horfnir af sjónarsviðinu eftir langan feril. Morgunblaðið/Sverrir Listamaðurinn á viðamikilli og umtalaðri yfirlits- sýningu sinni í Þjóðminjasafninu árið 1981.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.