Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Page 13
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Á þessum dögum er þess minnst að þann 1. júní árið 1940 sigldi 26
þúsund tonna herflutningaskip inn í höfn Reyðarfjarðar. Í tilefni af
því munu Reyðfirðingar og íbúar í Fjarðabyggð ásamt gestum gera
sér glaðan dag á Reyðarfirði til minningar um hernámið. Setuliðsball
og skrúðganga er meðal þess sem verður í boði, dagskrá verður við
Íslenska stríðsárasafnið, tilboð verður á Fish & Chips á veitingastöðum
og dátar, dömur og hertrukkar setja svip á bæinn.
HERNÁMSDAGAR Á REYÐARFIRÐI
29.-30. júní
www.fjardabyggd.is
Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar iðulega verið haldnir
helgina fyrir verslunarmannahelgi. Hátíðin er fjölskylduhátíð
en þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru
Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk
þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag.
Dagskráin í ár er þéttsetin en meðal þess sem í boði
verður er fjallganga, brekkusöngur, dansleikir, varðeldur og
flugeldasýning.
FRANSKIR DAGAR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
25.-28. júlí
Facebook-síða franskra daga
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í
Neskaupstað aðra helgina í júlí. 42 bönd munu
stíga á svið og leika tónlist sem spannar allt frá
indí til þungarokks. Meðal þeirra hljómsveita
sem koma fram eru Dimma, Sólstafir, Ojba Rasta
og Brain Police.
EISTNAFLUG
12.-14. júlí
www.eistnaflug.is
Bæjarhátíðin Mærudagar er árlegur viðburður
á Húsavík. Hafnarstéttin er meginvettvangur
þeirra atburða sem boðið er upp á en
hátíðin er haldin síðustu helgina
í júlí. Á hátíðinni verða m.a.
íþróttaviðburðir, listasýningar,
landbúnaðarsýningar og
tónlist í boði. Hátíðin
setur svo sterkan svip á
bæinn með litskrúðugum
skreytingum bæjarbúa.
MÆRUDAGAR Á HÚSAVÍK
25.-28. júlí
www.facebook.com/maerahusavik
Þetta verður í fjórtánda sinn sem hátíðin
er haldin á Siglufirði en á hátíðinni verður
lögð áhersla á leikhústengda þjóðlagatónlist.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti
en þar má nefna göngu á Gróuskarðshnjúk
og Hvanneyrarhyrnu, ýmsa tónleika og
námskeið í íslenskum þjóðdönsum.
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI
3.-7. júlí
www.folkmusik.is
Tónlistarhátíðin Bræðslan hefur verið haldin á
Borgarfirði eystri síðan árið 2005 í gamalli
síldarbræðslu. Í ár munu m.a. Ásgeir
Trausti, John Grant, Mannakorn og
Bjartmar Guðlaugsson koma fram.
BRÆÐSLAN
27.júlí
www.braedslan.is
Fjölskylduhátíð Austur-Húnvetninga á Blönduósi
verður haldin þriðju helgina í júlí. Dagskráin
verður fjölbreytt líkt og áður og þær nýjungar
sem voru í boði í fyrra eins og grillið í gamla
bænum og fyrirtækjadagurinn verða á sínum
stað. Ball með 80’s þema, kvöldvaka, litbolti,
hoppkastalar, söngvakeppni og margt fleira
verður svo einnig meðal þess sem skipuleggjend-
ur hátíðarinnar bjóða upp á.
HÚNAVAKA
19.-22. júlí
www.facebook.com/hunavaka