Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 13
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Á þessum dögum er þess minnst að þann 1. júní árið 1940 sigldi 26 þúsund tonna herflutningaskip inn í höfn Reyðarfjarðar. Í tilefni af því munu Reyðfirðingar og íbúar í Fjarðabyggð ásamt gestum gera sér glaðan dag á Reyðarfirði til minningar um hernámið. Setuliðsball og skrúðganga er meðal þess sem verður í boði, dagskrá verður við Íslenska stríðsárasafnið, tilboð verður á Fish & Chips á veitingastöðum og dátar, dömur og hertrukkar setja svip á bæinn. HERNÁMSDAGAR Á REYÐARFIRÐI 29.-30. júní www.fjardabyggd.is Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar iðulega verið haldnir helgina fyrir verslunarmannahelgi. Hátíðin er fjölskylduhátíð en þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag. Dagskráin í ár er þéttsetin en meðal þess sem í boði verður er fjallganga, brekkusöngur, dansleikir, varðeldur og flugeldasýning. FRANSKIR DAGAR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI 25.-28. júlí Facebook-síða franskra daga Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí. 42 bönd munu stíga á svið og leika tónlist sem spannar allt frá indí til þungarokks. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru Dimma, Sólstafir, Ojba Rasta og Brain Police. EISTNAFLUG 12.-14. júlí www.eistnaflug.is Bæjarhátíðin Mærudagar er árlegur viðburður á Húsavík. Hafnarstéttin er meginvettvangur þeirra atburða sem boðið er upp á en hátíðin er haldin síðustu helgina í júlí. Á hátíðinni verða m.a. íþróttaviðburðir, listasýningar, landbúnaðarsýningar og tónlist í boði. Hátíðin setur svo sterkan svip á bæinn með litskrúðugum skreytingum bæjarbúa. MÆRUDAGAR Á HÚSAVÍK 25.-28. júlí www.facebook.com/maerahusavik Þetta verður í fjórtánda sinn sem hátíðin er haldin á Siglufirði en á hátíðinni verður lögð áhersla á leikhústengda þjóðlagatónlist. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti en þar má nefna göngu á Gróuskarðshnjúk og Hvanneyrarhyrnu, ýmsa tónleika og námskeið í íslenskum þjóðdönsum. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI 3.-7. júlí www.folkmusik.is Tónlistarhátíðin Bræðslan hefur verið haldin á Borgarfirði eystri síðan árið 2005 í gamalli síldarbræðslu. Í ár munu m.a. Ásgeir Trausti, John Grant, Mannakorn og Bjartmar Guðlaugsson koma fram. BRÆÐSLAN 27.júlí www.braedslan.is Fjölskylduhátíð Austur-Húnvetninga á Blönduósi verður haldin þriðju helgina í júlí. Dagskráin verður fjölbreytt líkt og áður og þær nýjungar sem voru í boði í fyrra eins og grillið í gamla bænum og fyrirtækjadagurinn verða á sínum stað. Ball með 80’s þema, kvöldvaka, litbolti, hoppkastalar, söngvakeppni og margt fleira verður svo einnig meðal þess sem skipuleggjend- ur hátíðarinnar bjóða upp á. HÚNAVAKA 19.-22. júlí www.facebook.com/hunavaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.