Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 F immtíu ár eru síðan Gísli Helgason kom fyrst fram opinberlega sem blokkflautuleikari. Hann fagnar þessum tímamót- um með útgáfutónleikum á Græna hattinum á Akureyri 29. júní, á Obladi-tónlistarstaðnum í Reykja- vík 4. júlí og í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum 7. júlí og spilar með Bítladrengjunum blíðu í stríðu. Dagskráin samanstendur af lögum af nýjasta diski Gísla sem nefnist Dagur og kom út fyrir síð- ustu jól og eldra efni. „Að koma fram og spila er þörf, samskonar og þörf málara til að halda sýningar og rithöfunda til að lesa upp úr verkum sínum. Ég hef ánægju af því að spila og nýt þess ef einhver hefur gaman af því sem ég er að gera,“ segir Gísli og bætir við: „Það sem háir manni hins veg- ar hér á landi er hið makalausa fá- menni. Ef ég væri til dæmis í Sví- þjóð gæti ég ferðast um í tvö eða þrjú ár með sama prógrammið en hér á landi get ég einungis verið á ferðinni í nokkrar vikur í senn.“ Sárar minningar Af hverju varð blokkflautan fyrir valinu sem hljóðfæri? „Það fer tvennum sögum af því hvernig ég fann mér blokkflautu. Einn frændi minn segir að ég hafi níu ára gamall stolið frá sér blokk- flautu og komið í veg fyrir að hann yrði blokkflautuleikari! Sjálfur man ég fyrst eftir að hafa séð blokk- flautu hjá einni bróðurdóttur minni. Ég prófaði að leika á flaut- una og varð svo hrifinn af hljóð- færinu að ég fór og keypti mér blokkflautu. Þetta var árið 1962 og ég hringdi í nágranna okkar, Odd- geir Kristjánsson, og spurði hvort hann gæti kennt mér og hann sagði það sjálfsagt mál. Hann varð kennari minn og sagði mér að ég skyldi ímynda mér að ég væri að syngja á blokkflautu í stað þess að blása í hana eins og hún væri eitt- hvert rör. Hann sagði mér að túlka það sem ég gerði með tilfinningu. Hann var frábær kennari og kennsla hans mótaði mig mjög. Rétt fyrir þjóðhátíð sagði Odd- geir mér að hann væri búinn að semja lag sem ætti eftir að semja texta við og kenndi mér lagið Ég veit þú kemur í kvöld til mín. Svo þurfti að taka hlé á kennslunni því okkur Arnþóri og móður okkar hafði verið boðið í siglingu kring- um landið með Esjunni. Oddgeir setti mér það fyrir að æfa mig á þessu lagi meðan á sjóferðinni stóð. Alltaf þegar gerði vont í sjó- inn og ég var að verða sjóveikur settist ég í stigann á milli þilfar- anna og spilaði: Ég veit þú kemur. Mörgum árum seinna þegar ég hitti fólk sem hafði verið með í þessari sjóferð mundi það eftir mér þar sem ég sat og spilaði.“ Hvenær komstu fyrst fram op- inberlega? „Ég kom líklega fyrst fram á sjómannadaginn árið 1963 ásamt Arnþóri tvíburabróður mínum, þá vorum við ellefu ára. Eftir það vor- um við fengnir til að spila saman á hinum og þessum skemmtunum. Mér er minnisstæð skemmtun í samkomuhúsinu Höllinni í Vest- mannaeyjum þar sem Oddgeir Kristjánsson spilaði með okkur á gítar og lagði ríka áherslu á að við Arnþór yrðum þar í forgrunni. Hann var hógvær maður og mikill snillingur. Við Arnþór fæddumst báðir sjónskertir og ég sé í tveggja til þriggja metra fjarlægð það sem aðrir sjá í sextíu metra fjarlægð og greini ekki andlit. Þegar við Arn- þór byrjuðum að koma fram op- inberlega var mikið gert úr því að við værum sjónskertir og mér fannst óþarflega mikil áhersla á það. Í gegnum hljóðfæraleikinn var ég að koma ákveðnum hlutum til skila og mér fannst ég geta það þrátt fyrir að vera sjóndapur.“ Hvaða viðhorf hafðir þú til þess sem barn að vera sjónskertur? „Ég held að framan af hafi ég bara litið á það sem eðlilegan hlut. Samfélagið í Eyjum er lítið og ég fór um allt. Flestar minningar mín- ar úr Eyjum eru mjög góðar en sumar eru mjög sárar og urðu til þess að ég fór inn í mig og átti til að vera hvefsinn og viðskotaillur á uppvaxtarárunum.“ Hvað gerðist? „Þegar ég var sex ára fór ég inn á stóran vinnustað í Eyjum til að selja blöð. Ég kom inn í sal þar sem var hópur af karlmönnum sem stilltu mér fyrir framan sig og sögðu hver á eftir öðrum: Hver er ég? Hver er ég? … Ég brotnaði niður og fór út. Þetta atvik brenndi sig inn í mig og það tók mig mörg ár að jafna mig. Ég var ekki mjög félagslyndur sem krakki.“ Á ekki að gera börn að stjörnum Það má segja að þið Arnþór hafi orðið barnastjörnur. Þið komuð víða fram. Hvernig var líf barna- stjörnunnar? „Við ferðuðumst á vegum Hjálp- arsjóðs æskufólks um landið sum- urin 1966 og 1967 og héldum alls um 130 tónleika. Eftir tvö sumur þoldum við varla að spila saman. Ég held að eitt það versta sem börnum er gert sé að gera þau að stjörnum. Í mínum huga er frægð sama og fangelsi. Mér leið þannig. Stundum hefur það komið sér vel að menn viti hver maður er. En ég held að það eigi ekki að gera börn að stjörnum.“ Hvað hefur tónlistin gefið þér í gegnum árin? „Tónlistin hefur gefið mér mikið. Ég tjái mig í gegnum tónlist. Stef eru alltaf sveimandi um í höfðinu á mér. Stundum kem ég þeim saman í lag og stundum fjúka þau bara burt.“ Heldurðu að það hafi skipt máli fyrir þig að hafa alist upp í Vest- mannaeyjum en ekki annars stað- ar? „Það er ákaflega stórbrotin nátt- úra í Eyjum og Vestmannaeyingar eru afskaplega skemmtilegt, opið og gott fólk, þótt þeir séu vit- anlega misjafnir eins og gengur og gerist. Þar er mikil orka í um- hverfinu. Þegar ég kem til Eyja fyllist ég orku eins og kom berlega í ljós þegar ég samdi lagið Kvöld- sigling sem Jón Sigurðsson gerði texta við. Þá vorum við félagar, ég og Guðmundur Árnason, á rölti niðri á höfn eftir sjómannadaginn og rákumst á kunningja minn, Óla Grens, sem átti lítinn bát og Óli spurði hvort við vildum ekki koma í siglingu. Við sigldum af stað og þegar við sigldum til vesturs með Heimakletti fór að gefa á bátinn. Óli sneri við og þegar við sigldum undir hábunguna á Heimakletti kom eitthvað yfir mig. Þegar við komum í land var ég eins og í leiðslu og fór heim til Páls bróður míns og Bryndísar konu hans þar sem ég gisti. Ég settist við lítið orgel heima hjá þeim og spilaði stef en gat ekki raðað hljómunum saman. Um kvöldið fór ég að sofa en vaknaði um miðnættið og sest við orgelið og þá var lagið full- klárað. Þetta lag kom til mín. Það hefur glatt mig mjög hvað Vest- mannaeyingar og í rauninni öll þjóðin tók laginu vel og ekki er það síst að þakka textanum.“ Þú kemur ennþá fram opin- berlega en hver er aðalvinnan þín? „Ég hef ekki unnið mikið við tónlist síðustu árin, hef aðallega verið í því að vinna fyrir mér með öðrum hætti. Ég og kona mín Her- dís Hallvarðsdóttir rekum lítið út- gáfufyrirtæki og gefum út hljóð- bækur og eigin tónlist. Við Herdís kynntumst þegar við vorum saman í hljómsveitinni Hálft í hvoru. Bassaleikari hljómsveitarinnar ákvað að hætta og Herdís var fengin til að koma til liðs við okk- ur. Félagar mínir voru hrifnir af því að fá hana í hljómsveitina en ég hafði efasemdir um þennan rokkara. Á hálfum mánuði þurfti Herdís að læra hátt í tvö hundruð lög og ég tók að mér að kenna henni. Eitt leiddi af öðru og á tveimur vikum, það er tólf árum frá Vestmannaeyjagosi, varð hrifn- ingargos hjá okkur. Við höfum ekki skilið síðan. Þegar við vorum saman í Hálft í hvoru má segja að við höfum verið á toppnum og við höfðum mikið að gera en eftir því sem árin líða er oft erfitt fyrir fólk að viðhalda „Ég hef ánægju af því að spila og nýt þess ef einhver hefur gaman af því sem ég er að gera,“ segir Gísli Helgason. Frægð er sama og fangelsi GÍSLI HELGASON KOM FYRST FRAM OPINBERLEGA SEM BLOKKFLAUTULEIKARI FYRIR FIMMTÍU ÁRUM. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM LANGAN FERIL, SÁRA MINNINGU OG TÍMANN SEM HANN VAR BARNASTJARNA ÁSAMT TVÍBURABRÓÐUR SÍNUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Tónlistin hefur gefið mér mikið. Égtjái mig í gegnum tónlist. Stef erualltaf sveimandi um í höfðinu á mér. Stundum kem ég þeim saman í lag og stundum fjúka þau bara burt.“ Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.