Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 15
frægðinni, ef það er þekkt. Sem
betur fer koma nýjar kynslóðir og
taka upp kyndilinn. En það blund-
ar alltaf í manni að gera eitthvað.“
Leiðinlegt að koma
sér á framfæri
Víkjum aðeins að þjóðfélagsmálum,
þú ert vinstrimaður, er það ekki
rétt?
„Ég hef heillast af einstaka
áherslumálum en aldrei verið sér-
lega flokkspólitískur. Árið 1974 var
ég í framboði fyrir Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna og stýrði
kosningabaráttunni úti í Eyjum
ásamt skipstjóra sem kallaður var
Villi Fischer. Villi sagði að við
þyrftum að tryggja allnokkur vafa-
atkvæði á kjördag og þyrftum því
að vera vel nestaðir. Við blönd-
uðum vodka út í pilsner og rúnt-
uðum um bæinn og í ljós kom að
einstaka maður þurfti á hvatningu
að halda, þar á meðal norskur
maður. Ég sagði við hann: Jæja
vinur, þú manst að þú átt að kjósa
F! Jú, hann var með það á hreinu.
Þú færð verðlaun þegar þú ert bú-
inn, sagði ég. Við keyrðum hann á
kjörstað og eftir að hafa kosið
sagði hann við mig: „Ég kjosar al-
tid F fordi jeg hober at Framsokn
vinnur.“ Við töpuðum þessum
kosningum með glæsibrag.
Ég er félagshyggjumaður, frem-
ur til vinstri en hægri. Mér finnst
einkennilegt að horfa upp á það
hvernig sumir miðjuflokkar hafa
látið knýja sig til að skerða hlut
þeirra sem eiga erfitt. Þar á ég til
dæmis við velferðarkerfið en reynt
hefur verið að höggva að rótum
þess. Nýjasta útspilið var að auka
kostnaðarhlutdeild sjúklinga sem
þurfa að taka nauðsynleg lyf. Mín
skoðun er sú að þjóðfélagið eigi
frekar að létta undir með þeim
sem þurfa nauðsynlega á lyfjum að
halda fremur en að gera þeim erf-
itt fyrir.“
Á löngum ferli hefurðu verið í
ýmsum hljómsveitum, eins og
Hálft í hvoru og Islandica. Er ein-
hver hljómsveit sem hefur verið
þér meira virði en önnur?
„Ég held að Islandica standi að
mörgu leyti upp úr vegna þess að
þar var svo mikil sköpun í gangi.
Á ferlinum hef ég unnið með mjög
góðum tónlistarmönnum og það
hefur gefið mér gríðarlega mikið.
Það er ógleymanlegt að hafa spilað
með mönnum eins og Guðmundi
Ingólfssyni píanóleikara, Þóri Bald-
urssyni, Bítladrengjunum blíðu,
vinum og félögum mínum úr Eyj-
um. Allt eru þetta miklir öðlingar.
Ólafur Þórarinsson, Labbi, er sá
maður sem hefur hvatt mig mest
seinni árin og honum finnst að ég
eigi að vera duglegri við að koma
mér á framfæri. Það leiðinlegasta
sem ég geri er einmitt að koma
mér á framfæri. En það neyðast
tónlistarmenn víst til að gera.“
Morgunblaðið/Eggert
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
ÖRYGGISVÖRUR
IÐNAÐARMANNSINS
OG VERKTAKANS
FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM.
KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.