Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 16
*Náttúrufegurð Alaska er einstök og veitingastaði með ferskt sjávarfang er víða að finna »18Ferðalög og flakk
Við vinkonurnar ákváðum að skella okkur í borgarferð og gistum á hóteli í
hverfi sem heitir Kreuzberg og var áður þekkt sem hverfi fyrir tyrkneska
innflytjendur en nú síðustu ár hafa fleiri og fleiri listamenn og ungt fólk sest
að þar og nú iðar þar allt af mannlífi, góðum mat og mörkuðum. Vinur
minn er fæddur og uppalinn í Berlín og hafði lítið fyrir að lóðsa okkur um
borgina – þvílík forréttindi að fá Berlín beint í æð!
Við kíktum á 48 klukkustunda menningarnótt í Neuköln, heimsóttum
Helfarar-minnisvarðann og Berlínarmúrinn en síðan lá leiðin út fyrir Berl-
ín á Open Air festival með vinum sem við höfðum kynnst um helgina. Berl-
ín er dásamleg og hefur upp á svo margt að bjóða. Mig langaði alls ekkert
heim enda hellingur af hlutum sem við náðum ekki að gera í þessari ferð …
en það er þá bara góð ástæða til að fara fljótt aftur!
Telma Kristín Emilsdóttir Telma Kristín var sátt við Berlín og góða veðrið.
Allt í boði í Berlín
Sólin skein á minnisvarðann.
PÓSTKORT F
RÁ BERLÍN
J
esús Kristur var maður sátta og samlyndis. Mótmælin
og ólgan sem gengið hafa yfir Brasilíu undanfarna daga
hefðu því eflaust ekki verið honum að skapi. Og svo
þarf hann að horfa upp á ófriðinn af stalli sínum á
Carcovado-fjalli yfir Ríó de Janeiró, þar sem hann hefur
staðið án þess að haggast í meira en átta áratugi – með
opinn faðminn.
Styttan „Frelsarinn“ hefur um langt skeið verið helsta
kennileiti Ríó og landsins alls, ef út í það er farið. Hún
var reist á árunum 1926 til 1931. Styttan var gerð á há-
punkti deco-listarinnar og er, að því er næst verður
komist, umfangsmesta listaverk þeirrar gerðar í heim-
inum. Styttan er þrjátíu metra há og þá er stallurinn, átta
metrar, ekki talinn með, og faðmurinn er hvorki meira né
minna en 28 metrar. „Frelsarinn“ vegur 635 tonn.
Styttan er í senn tákn fyrir kristindóm og frið en fram-
kvæmdin var að mestu fjármögnuð af kaþólikkum í Brasilíu.
Kostnaður var tæpar 400 milljónir króna á núvirði. Verkfræð-
ingurinn Heitor da Silva Costa hannaði styttuna en hún var
höggvin af fransk/pólska myndhöggvaranum Paul Landowski. Innra
lagið er styrkt steypa og tálgusteinn hið ytra. Var það efni valið
vegna góðrar endingar.
Fyrir sjö árum helgaði erkibiskupinn af Ríó kapellu undir styttunni
sem þýðir að nú geta kaþólikkar efnt þar til skírna og hjónavígslna.
Njóta slíkar athafnir að vonum vinsælda.
Á ýmsu hefur gengið gegnum tíðina. Fyrir fimm árum varð „Frels-
arinn“ fyrir eldingu og laskaðist lítillega á höfði og fingrum. Gert var
að sárum hans. Mikil reiði braust síðan út fyrir þremur árum þegar
húsamálari nokkur krotaði á Krist í nafni graffítílistar. Honum var
stungið í steininn.
Enda þótt „Frelsarinn“ í Ríó sé án efa frægasta Jesústytta í heimi er
hún aðeins sú þriðja stærsta. Cristo de la Concordia í Cochabamba í
Bólivíu var lengi sú stærsta, 44 metrar, en fyrir þremur árum var vígð
ný stytta af Kristi í bænum Swiebodzin í Póllandi sem er hvorki meira
né minna en 52 metrar með kórónu og stalli.
AFP
FRÆGASTA JESÚSTYTTA Í HEIMI
Frelsi en
ekki helsi
„FRELSARINN“ VAKIR YFIR LIFENDUM OG
DAUÐUM Í RÍÓ DE JANEIRÓ Í BRASILÍU
OG LÆTUR EKKERT KOMA SÉR ÚR
JAFNVÆGI – EKKI EINU SINNI ELDINGAR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is