Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 19
„draugatré“ eins og þau eru köll-
uð standa enn og minna Alaska-
búa á krafta náttúrunnar.
Sjórinn við Alaska iðar af lífi og
þó að margar þeirra tegunda sem
þar finnast haldi sig einnig við Ís-
landsstrendur eru aðrar framandi,
s.s. sæljón í hundraðatali og sér-
staklega sætir sæotrar sem velta
sér að því er virðist letilega um í
sjónum. Það er því vel þess virði
að fara í hvalaskoðun í Alaska,
t.d. frá bænum Seward sem er
dæmigert sjávarpláss við suður-
ströndina. (Sjá: www.kenai-
fjords.com).
Líkt og á Íslandi hafa sam-
göngur ávallt verið erfiðar í
Alaska enda eru einkunnarorð rík-
isins The Last Frontier, eða út-
mörk byggðar. Orðatiltækið felur í
sér að handan landamæranna sé
ókannað land. Þar sem svæðið er
svo fjöllótt hafa lestir ekki leyst
vandann líkt og í mörgum öðrum
ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar
gengur t.d. lest frá Anchorage til
Seward og sú ferð er áhugaverð
upplifun í góðu veðri um skógana,
fjöllin og meðfram vötnum og
fjörðum. Í þeirri ferð er nokkuð
víst að farþegar komi auga á
skallaerni í trjátoppunum. (Sjá:
www.alaskarailroad.com).
En þegar kemur að dýralífinu á
landi er fátt sem minnir á Ísland.
Birnir eru nokkurs konar tákn-
gervingar hinna fjölmörgu villtu
dýra sem halda til í Alaska. Grá-
birnir, svartbirnir og ísbirnir sjást
reglulega – þó sjaldan saman!
Elgir eru nokkuð algeng sjón í
þéttbýli. Stundum má sjá þá á
gangi eftir götum borga og bæja
og er þá reynt að vísa þeim veg-
inn út í skóg. Þeir geta stokkið
hátt og því eru t.d. 3 metra háar
girðingar umhverfis flugvellina til
að koma í veg fyrir að þeir villist
þangað í leit að grænna grasi.
Refir, hreindýr, bjórar, villtar
kindur, úlfar og fjölmargar fugla-
tegundir eru meðal þeirra íbúa
Alaska sem hugsanlega verða á
vegi ferðalanga – ef ekki þá er
auðvitað hægt að heimsækja þá í
dýragörðum landsins. (Sjá: alaska-
wildlife.org)
Í Alaska búa margar þjóðir –
eða þjóðarbrot. Eins og gefur að
skilja var einangrun frumbyggj-
anna mikil í aldir og enn í dag
halda ólíkar þjóðir sig á ákveðnum
landsvæðum. Þær halda einnig í
forna siði sína og venjur þó að
þær hafi auðvitað nútímavæðst. Í
menningarmiðstöð innfæddra rétt
fyrir utan Anchorage má læra
margt um fólkið sem byggði og
byggir þetta nyrsta ríki Banda-
ríkjanna. (Sjá: alaskanative.net)
Eitt það skemmtilegasta sem
þar er í boði er sýnishorn af þeim
greinum sem keppt er í á „Ólymp-
íuleikum eskimóa og indíána“ (e.
World Eskimo Indian Olympics,
http://www.weio.org/). Fólkið í
Alaska hefur stundað þessar
frumlegu greinar í mörg þúsund
ár, allt frá öldruðum ömmum til
lítilla barna. Leikarnir einkennast
af mikilli virðingu og samhug allra
sem þátt taka. Í dag æfir ungt
fólk keppnisgreinarnar af miklum
metnaði og keppir svo reglulega
sín á milli.
Í menningarmiðstöðinni segir
unga fólkið líka gestum sögur í
gegnum dans og söng. Enn eru
samfélög í Alaska sem eru al-
gjörlega sjálfbær, veiða sér til
matar og nota allt af bráðinni t.d.
í föt, í hús sín og skrautmuni.
Anchorage er stærsta borg
Alaska. Vissulega er hægt að
versla þar eins og öðrum borgum
Bandaríkjanna en þangað koma
þó fæstir í þeim tilgangi. Veitinga-
staðirnir, útsýnið, dýralífið við
bæjarmörkin og fjöllin sem
ramma þetta allt saman inn eru
mun meira spennandi en versl-
unarmiðstöðin. Til að fá svo sem
mest út úr heimsókn þangað er
um að gera að fara í útsýnisflug
og sjá jöklana, hæstu fjallstindana
og dýr merkurinnar frá nýju sjón-
arhorni. (Sjá: flyrusts.com)
Lestarstjórinn í virðulegum einkennisbúningi. Gaman er að ferðast með lest
frá Anchorage til Seward í suðurhluta Alaska. Fljótlegra er að keyra.
Lítill og munaðarlaus sæotur er í fóstri í sædýrasafninu í Seward. Þessi prófastur er með fallegan skúf á höfði.Elgir eru algeng sjón í nágrenni borga og bæja.
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Hotel Captain Cook í Anchorage. Alveg í
miðbænum. Nokkuð dýrt en góð þjón-
usta. www.captaincook.com
Windsong-hótelinu í Seward í Suður-Alaska. Sveitahótel með góð-
um mat. www.sewardwindsonglongde.com
Ódýra og góða gistingu má fá á Copper Whale Inn-gistihúsinu í
Anchorage. Frábært útsýni. copperwhale.com
Sofðu á …
Sædýrasafnið í Seward.
Þar er rekin stór rann-
sóknar- og björgunar-
miðstöð fyrir sædýr.
www.alaskasea-
life.org
Menningarmiðstöð inn-
fæddra í nágrenni
Anchorage. Allt um
frumbyggja Alaska á
einum stað. www.A-
laskanative.net
Þjóðminjasafnið í
Anchorage. Þar er nú mikil sýning um sögu flugsins í Alaska auk
hefðbundinna sýninga um frumbyggja landsins o.fl. www.anchora-
gemuseum.org
Anchorage á reiðhjóli. Leiðsögn um og umhverfis borgina.
www.anchoragetrolley.com
Alaska úr lofti. Í útsýnisflugi fæst einstakt sjónarhorn á þetta nyrsta
ríki Bandaríkjanna. flyrust.com
Skoðaðu …
Frábæra sjávarrétti.
Simon & Seaforts er í
miðbænum og einn vin-
sælasti veitingastaður
borgarinnar með miklu
úrvali gæðafiskrétta.
Ekki láta lúðukinnarnar
eða krabbann framhjá
þér fara. www.simon-
andseaforts.com
Kincaid Grill er falinn
fjársjóður í úthverfi
borgarinnar.
www.kincaid-
grill.com
Smakkaðu …
| SUMARÚTSALA | SUMA
RÚTSALA
REYKJAVÍK | AKUREYRI | R
EYKJAVÍK | AKUREYRI
| REYKJAVÍK | AKUREYRI | R
EYKJAVÍK | AKU
BORÐSTOFUSTÓLAR | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARA OG FALLEG SMÁVARA
G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
– fyrir lifandi heimili –