Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 19
„draugatré“ eins og þau eru köll- uð standa enn og minna Alaska- búa á krafta náttúrunnar. Sjórinn við Alaska iðar af lífi og þó að margar þeirra tegunda sem þar finnast haldi sig einnig við Ís- landsstrendur eru aðrar framandi, s.s. sæljón í hundraðatali og sér- staklega sætir sæotrar sem velta sér að því er virðist letilega um í sjónum. Það er því vel þess virði að fara í hvalaskoðun í Alaska, t.d. frá bænum Seward sem er dæmigert sjávarpláss við suður- ströndina. (Sjá: www.kenai- fjords.com). Líkt og á Íslandi hafa sam- göngur ávallt verið erfiðar í Alaska enda eru einkunnarorð rík- isins The Last Frontier, eða út- mörk byggðar. Orðatiltækið felur í sér að handan landamæranna sé ókannað land. Þar sem svæðið er svo fjöllótt hafa lestir ekki leyst vandann líkt og í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar gengur t.d. lest frá Anchorage til Seward og sú ferð er áhugaverð upplifun í góðu veðri um skógana, fjöllin og meðfram vötnum og fjörðum. Í þeirri ferð er nokkuð víst að farþegar komi auga á skallaerni í trjátoppunum. (Sjá: www.alaskarailroad.com). En þegar kemur að dýralífinu á landi er fátt sem minnir á Ísland. Birnir eru nokkurs konar tákn- gervingar hinna fjölmörgu villtu dýra sem halda til í Alaska. Grá- birnir, svartbirnir og ísbirnir sjást reglulega – þó sjaldan saman! Elgir eru nokkuð algeng sjón í þéttbýli. Stundum má sjá þá á gangi eftir götum borga og bæja og er þá reynt að vísa þeim veg- inn út í skóg. Þeir geta stokkið hátt og því eru t.d. 3 metra háar girðingar umhverfis flugvellina til að koma í veg fyrir að þeir villist þangað í leit að grænna grasi. Refir, hreindýr, bjórar, villtar kindur, úlfar og fjölmargar fugla- tegundir eru meðal þeirra íbúa Alaska sem hugsanlega verða á vegi ferðalanga – ef ekki þá er auðvitað hægt að heimsækja þá í dýragörðum landsins. (Sjá: alaska- wildlife.org) Í Alaska búa margar þjóðir – eða þjóðarbrot. Eins og gefur að skilja var einangrun frumbyggj- anna mikil í aldir og enn í dag halda ólíkar þjóðir sig á ákveðnum landsvæðum. Þær halda einnig í forna siði sína og venjur þó að þær hafi auðvitað nútímavæðst. Í menningarmiðstöð innfæddra rétt fyrir utan Anchorage má læra margt um fólkið sem byggði og byggir þetta nyrsta ríki Banda- ríkjanna. (Sjá: alaskanative.net) Eitt það skemmtilegasta sem þar er í boði er sýnishorn af þeim greinum sem keppt er í á „Ólymp- íuleikum eskimóa og indíána“ (e. World Eskimo Indian Olympics, http://www.weio.org/). Fólkið í Alaska hefur stundað þessar frumlegu greinar í mörg þúsund ár, allt frá öldruðum ömmum til lítilla barna. Leikarnir einkennast af mikilli virðingu og samhug allra sem þátt taka. Í dag æfir ungt fólk keppnisgreinarnar af miklum metnaði og keppir svo reglulega sín á milli. Í menningarmiðstöðinni segir unga fólkið líka gestum sögur í gegnum dans og söng. Enn eru samfélög í Alaska sem eru al- gjörlega sjálfbær, veiða sér til matar og nota allt af bráðinni t.d. í föt, í hús sín og skrautmuni. Anchorage er stærsta borg Alaska. Vissulega er hægt að versla þar eins og öðrum borgum Bandaríkjanna en þangað koma þó fæstir í þeim tilgangi. Veitinga- staðirnir, útsýnið, dýralífið við bæjarmörkin og fjöllin sem ramma þetta allt saman inn eru mun meira spennandi en versl- unarmiðstöðin. Til að fá svo sem mest út úr heimsókn þangað er um að gera að fara í útsýnisflug og sjá jöklana, hæstu fjallstindana og dýr merkurinnar frá nýju sjón- arhorni. (Sjá: flyrusts.com) Lestarstjórinn í virðulegum einkennisbúningi. Gaman er að ferðast með lest frá Anchorage til Seward í suðurhluta Alaska. Fljótlegra er að keyra. Lítill og munaðarlaus sæotur er í fóstri í sædýrasafninu í Seward. Þessi prófastur er með fallegan skúf á höfði.Elgir eru algeng sjón í nágrenni borga og bæja. 30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Hotel Captain Cook í Anchorage. Alveg í miðbænum. Nokkuð dýrt en góð þjón- usta. www.captaincook.com Windsong-hótelinu í Seward í Suður-Alaska. Sveitahótel með góð- um mat. www.sewardwindsonglongde.com Ódýra og góða gistingu má fá á Copper Whale Inn-gistihúsinu í Anchorage. Frábært útsýni. copperwhale.com Sofðu á … Sædýrasafnið í Seward. Þar er rekin stór rann- sóknar- og björgunar- miðstöð fyrir sædýr. www.alaskasea- life.org Menningarmiðstöð inn- fæddra í nágrenni Anchorage. Allt um frumbyggja Alaska á einum stað. www.A- laskanative.net Þjóðminjasafnið í Anchorage. Þar er nú mikil sýning um sögu flugsins í Alaska auk hefðbundinna sýninga um frumbyggja landsins o.fl. www.anchora- gemuseum.org Anchorage á reiðhjóli. Leiðsögn um og umhverfis borgina. www.anchoragetrolley.com Alaska úr lofti. Í útsýnisflugi fæst einstakt sjónarhorn á þetta nyrsta ríki Bandaríkjanna. flyrust.com Skoðaðu … Frábæra sjávarrétti. Simon & Seaforts er í miðbænum og einn vin- sælasti veitingastaður borgarinnar með miklu úrvali gæðafiskrétta. Ekki láta lúðukinnarnar eða krabbann framhjá þér fara. www.simon- andseaforts.com Kincaid Grill er falinn fjársjóður í úthverfi borgarinnar. www.kincaid- grill.com Smakkaðu … | SUMARÚTSALA | SUMA RÚTSALA REYKJAVÍK | AKUREYRI | R EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | R EYKJAVÍK | AKU BORÐSTOFUSTÓLAR | BORÐSTOFUBORÐ | SÓFABORÐ | LAMPAR | PÚÐAR | GLERVARA OG FALLEG SMÁVARA G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili –
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.