Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingAð fá sér prótein eftir æfingu er ekki endilega betra en kolvetni samkvæmt nýrri rannsókn »22
S
vefnleysi og svefntruflanir eru mjög algeng vanda-
mál hér á landi, segir Erla Gerður Sveinsdóttir,
læknir á Heilsuborg. Hún segir að það sé ekki
hættulegt að missa stöku sinnum svefn en verði
svefntruflun langvarandi getur það verið heilsuspillandi.
„Svefnvandamál hefur margþættar afleiðingar í för með
sér. Fólk velur sér óheppilegri lífsstíl, er líklegra til að
borða ruslfæði, líklegra til að sleppa líkamsræktinni og
ræktar síður fjölskylduna vegna þreytu. Þetta hreinlega
dregur úr lífsgæðunum,“ segir Erla Gerður. Hún segir
að í allri heilsuumræðunni undanfarið hafi stór þáttur
eins og mikilvægi svefnsins ekki verið eins áberandi.
„Það er alltaf verið að tala um mataræði og hreyfingu. Í
boði eru endalausir matarkúrar og margir misgáfulegir
en það er lítil áhersla lögð á svefninn og vil ég vekja at-
hygli á því.“ Erla hefur verið öflug í að halda fyrirlestra
um svefn og svefnleysi þar sem hún gefur meðal annars
ráð um heppilegar svefnvenjur.
„Þessu er gríðarlega vel tekið, þarna leiðbeini ég fólki
hvernig er hægt að laga svefnvanda og leiðrétti ýmsar
mýtur. Svo finnst mér svo gaman að sumir fara beinlínis
eftir þessu,“ segir hún og hlær. „Annars er ég er mjög
hlynnt því að reyna að taka á vandamálunum sjálf án
þess að nota lyf en ef við notum lyf, vil ég skoða leiðir til
að lágmarka notkun þeirra.“
Á dögunum skrifaði Erla Gerður pistil á heilsusíðuna
Heilsutorg.com og gaf hún þar tíu ráð við svefnvanda
sem koma að góðum notum.
Það er mikilvægt fyrir líkamann að fá góðan svefn enda fer fram mikil starfsemi í líkamanum þegar við sofum.
SVEFNINN ER MIKILVÆGUR ÖLLUM
Svefntruflanir draga
úr lífsgæðunum
LANGTÍMASVEFNLEYSI HEFUR MARGÞÆTTAR AFLEIÐINGAR FYRIR HEILSUNA EN
VANDAMÁLIÐ HEFUR EKKI VERIÐ MIKIÐ Í UMRÆÐUNNI AÐ MATI ERLU GERÐAR SVEINS-
DÓTTUR LÆKNIS. HÉR GEFUR HÚN NOKKUR GÓÐ RÁÐ VIÐ ÞESSU ALGENGA VANDAMÁLI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Læknirinn Erla Gerður
hefur verið að hjálpa fólki
að vinna bug á svefnleysi.
Morgunblaðið/Ernir
1.Regla á svefntíma. Mikilvægter að fara að sofa á svipuðum
tíma og vakna á svipuðum tíma.
Líka á frídögum og um helgar.
2.Forðumst daglúra, sér-staklega seinnipart daga.
Þeir sem sofa ekki vel um næt-
ur þurfa að gæta þess að falla
ekki í þá algengu gryfju að dotta
yfir sjónvarpinu á kvöldin.
3.Rólegheit í aðdraganda svefns.Mikilvægt er að aðdragandi svefnsins sé rólegur og ávallt með
svipuðum hætti. Hver og einn þarf að finna hvaða venjur henta best.
Mikið áreiti frá ljósi svo sem tölvu og
sjónvarpi er ekki hentugt stuttu fyrir
svefninn. Heitt bað fyrir svefninn
hjálpar mörgum að sofna.
4.Svefnvænt umhverfi.Svefnherbergið þarf að
vera hæfilega dimmt, hæfilega
svalt og rúmið þægilegt.
Stemma þarf stigu við hávaða
eða annarri truflun úr umhverf-
inu. Sjónvarp, tölvur eða handa-
vinna í svefnherbergi er ekki til þess
fallið að bæta svefn.
5.Förum framúr ef við getum ekkisofið. Forðumst mikið ljós-
áreiti, höldum umhverfi rólegu,
lesum, leggjum kapal, ráðum
krossgátu eða annað sem
dreifir huganum og förum aft-
ur upp í rúm þegar okkur syfj-
ar.
6.Lærum slökun. Slökun afýmsum toga getur bæði
hjálpað okkur að sofna á kvöldin
og auðveldað okkur að sofna aftur ef
við vöknum um nætur. Streituhormónin
eru fljót að trufla getu okkar til að sofna ef við látum pirringinn yfir
svefnleysinu ná tökum á okkur.
7.Regluleg hreyfing á daginn. Dag-leg hreyfing eykur gæði svefns
auk þess að efla heilusna al-
mennt. Hreyfing vinnur gegn
áhrifum streitu á mið-
taugakerfið.
8.Forðumst kaffi og aðrakoffíndrykki. Koffín er
örvandi efni og er lengi að
brotna niður. Þeir sem eru við-
kvæmir fyrir svefntruflun af
völdum koffíns verða því að gæta
þess að innbyrða það ekki síðla dags.
9.Áfengi og reykingar trufla svefn.Áfengi er deyfilyf og því finna
margir slökunaráhrif þegar þeir
nota áfengi og telja það geta
hjálpað til við að sofna. Nið-
urbrotsefni áfengis valda hins-
vegar streituáhrifum í lík-
amanum og trufla svefn.
Heildaráhrifin eru því svefn-
truflandi og forðast ætti notk-
un þess. Fráhvarf vegna reyk-
inga truflar svefn.
10.Reglulegar máltíðir. Förumhæfilega södd að sofa og forðumst
þunga máltíð fyrir svefn. Létt næring svo sem flóuð mjólk getur
hjálpað til við að sofna.
Tíu góð svefnráð