Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 22
Gott er að taka sprett upp tröppur til að ná upp púlsinum. Morgunblaðið/Ómar N ýlega varði Atli Arnarson dokt- orsritgerð sína frá Háskóla Ís- lands um áhrif styrktarþjálfunar og fæðu á heilsutengda þætti hjá eldra fólki. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Rannsóknarstofu í Næringarfræði, hófst haustið 2008 og lauk í desember 2009, en síð- an þá hefur gagnaúrvinnsla og ritun vís- indagreina farið fram. Þetta er fyrsta rannsókn á Íslandi sem skoðar þessi mál og er ein stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Atli fékk til liðs við sig 236 karla og konur á aldrinum 65-91 árs og skipti hópnum í tvo jafna hluta. Báðir hóparnir stunduðu styrkt- arþjálfun þrisvar í viku í tólf vikur. Annar hópurinn fékk mysupróteindrykk strax að æf- ingu lokinni en hinn kolvetnadrykk. Báðir drykkir innihéldu sama magn af hitaeiningum. Enginn munur á hópunum Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að enginn marktækur munur var á aukningu í vöðva- massa og vöðvastyrk og líkamlegri færni hjá hópunum tveimur. „Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekki á óvart, en ef ég á að vera hreinskilinn hefði verið gaman að fá mun af því að við vitum að prótein skipta máli,“ segir Atli. Hópurinn sem tók þátt í rannsókninni hafði svarað auglýsingu og segir Atli að í hana hafi valist fólk sem hafði áhuga á heilsu og hreyfingu. „Fólkið var því frekar hraust og með hátt hlutfall próteina í mataræðinu,“ seg- ir Atli, en það gæti hafa skýrt að hluta hvers vegna enginn munur kom fram. „Það gæti hafa þynnt út áhrifin af drykknum að fólkið fékk nóg af próteinum í fæðinu,“ segir hann. Vöðvamassi rýrnar Atli segir að það sé mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að stunda styrktarþjálfun þar sem vöðvamassi rýrni með aldrinum. „Við vildum sjá hvort próteingjöf gæti aukið áhrif þjálf- unar á vöðvamassa og vöðvastyrk,“segir Atli. Aldurstengd vöðvarýrnun getur leitt til veru- legrar skerðingar á lífsgæðum fólks. Hann segir ekki hægt að yfirfæra þessar nið- urstöður á yngra fólk og telur hann inntöku próteina mikilvæga eftir æfingar, sérstaklega ef mataræði er ábótavant. „Tvímælalaust, pró- tein eru mjög góð eftir æfingu,“ segir hann, „þó að rannsóknin okkar bendi til þess að pró- tein fæðubót sé óþörf meðal ákveðinna hópa fólks,“ segir Atli. Mysuprótein meinhollt Nú þegar hafa birst sex vísindagreinar úr rannsókninni í erlendum fagtímaritum en bú- ast má við að þær verði yfir tíu talsins. Ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að skoða áhrif mysupróteina er að þau voru áður van- nýtt auðlind sem fór til spillis. „Mysa er ein besta uppspretta hágæða próteina,“ segir Atli. Aðrar niðurstöður úr rannsókninni sýndu að blóðfita lækkaði marktækt á rannsókn- artímabilinu. Atli segist hafa fullan hug á áframhaldandi rannsóknum tengdum næring- arfræði. HEILSA Á EFRI ÁRUM Próteinið breytti engu MIKILVÆGT ER FYRIR ELDRA FÓLK AÐ STUNDA STYRKTARÞJÁLFUN TIL AÐ VIÐHALDA VÖÐVAMASSA SEGIR ATLI ARNARSON SEM NÝVERIÐ VARÐI DOKTORSRITGERÐ Í NÆR- INGARFRÆÐI. ENGINN MARKTÆK- UR MUNUR VAR Á HEILSU FÓLKS SEM FÉKK PRÓTEINDRYKK OG ÞEIRRA SEM FENGU KOLVETNI AÐ LOKINNI ÆFINGU. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekki á óvart, en ef ég á að vera hreinskilinn hefði verið gaman að fá mun af því að við vitum að prótein skipta máli,“ segir Atli Arnarson doktor í næringarfræði. Morgunblaðið/Rósa Braga * Sex vísindagreinarúr doktorsrannsóknAtla hafa birst í erlendum fagtímaritum. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 Heilsa og hreyfing * 236 Íslendingar á aldrinum 65-91tóku þátt í rannsókninni. * Hópurinn var í styrktarþjálfunþrisvar í viku í tólf vikur og fékk helmingur mysupróteindrykk að lok- inni æfingu en hinn helmingur fékk kolvetnadrykk. * Neysla á 20 g af mysupróteinumstrax að loknum styrktaræfingum bætir ekki árangur hjá eldra fólki ef litið er til aukningar á vöðvamassa, vöðvastyrk og líkamsfærni. * Ekki hægt að yfirfæra niðurstöð-urnar á yngra fólk. * Próteingjöf mikilvæg eftir æfing-ar, sérstaklega ef mataræði er ábóta- vant. * Mysa ein besta uppspretta há-gæða próteina. * Styrkur IGF-1 (hormón í lík-amanum) og blóðfita lækkaði mark- tækt á tímabilinu í heildina hjá öllum. * Nýrnastarfsemi batnaði í heildinahjá öllum. PRÓTEINGJÖF EFTIR ÆFINGU Rannsóknin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.