Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
Græjur og tækni
Ef marka má spár sérfræðinga er einkatölva á fallanda fæti, eðakannski réttara að segja að hún sé að ganga í gegnum miklarbreytingar, breytast úr borðtölvu í spjaldtölvu. Það er nefnilega
svo að margt, jafnvel flest eða allt það sem fólk stússar við í borðtölvu
heimilisins er hægt að gera í spjaldtölvu. Í ljósi þess að spjaldtölvur
eru ódýrari og einfaldari og þægilegri í notk-
un en borðtölvur ætti því sú spá ekki að koma
á óvart að spjaldtölvur fari framúr borðtölv-
unni á næstu tveimur árum.
Obbinn af þeim spjald-
tölvum verða af ódýrari
gerðinni og af þeim er
nóg. Stórir framleiðendur,
sem hafa kannski verið
þekktir fyrir borð- eða
fartölvur hingað til, hafa
líka spreytt sig á spjald-
tölvum, með misjöfnum árangri enda hafa þeir oft
verðlagt sig útaf kortinu. Það kemur því þægilega
á óvart að HP kynnti á dögunum nýja spjaldtölvu,
Slate 7, sem kostar 34.990 kr.
Slate 7 er með 7" skjá, eins og heiti hennar ber
með sér. Hún er 19,7 sm á hæð, 11,6 á hæð og rétt
rúmur sentimetri á þykkt. Bakið á henni er úr stömu plasti, rauðu eða
ljósgráu, en kanturinn úr áli sem gerir hana þyngri en á vélum með
plastboddíi, en fyrir vikið er hún miklu traustbyggðari og þolir því
væntanlega meira hnoð og hnjask. Skjárinn prýðilega bjartur en upp-
lausnin ekki nema 1024 x 600. Hlutföll á honum eru sérkennileg; þegar
skjárinn er láréttur er allt aðeins breiðara en það ætti að vera en ef
hann er lóðréttur er það aðeins hærra.
Þegar allir eru að keyra sama stýrikerfið er erfitt að skera sig úr.
Ýmsir sem framleiða Android-farsíma skella á þá sérstökum notenda-
skilum, en það eina sem HP býður upp á sér-
stakt á Slate 7 er prentforrit, sem er þeirrar
náttúru að hægt er að prenta beint úr símanum
í þartilgerða HP-prentara. Sú viðbót er reyndar
smáforrit, app, sem svosem er hægt að sækja í
öll Android-tæki og iOS-tæki líka.
Á bakinu á sjá Beats Audio-merki enda samdi
HP um að Beats myndi sjá um heyrnartólshlut-
ann. Hljómur í heyrnartólum er líka fínn, hugs-
anlega vegna samstarfsins, en hljómur í vélinni
almennt, í hátölurunum, er ekki beysinn, en
tvær hátalararaufir eru neðan á henni.
HP Slate 7 er prýðileg spjaldtölva fyrir þenn-
an pening, en skjárinn er helsti mínusinn.
PRÝÐILEG SPJALDTÖLVA
TÖLVURISUNUM HEFUR GENGIÐ ILLA AÐ FÓTA SIG Á SPJALDTÖLVUMARKAÐI. HP, STÆRSTA
TÖLVUFYRIRTÆKI HEIMS, KYNNTI Á DÖGUNUM NÝJA 7" SPJALDTÖLVU, SLATE 7.
* Næstnýjasta útgáfa Android,4.1.1, er á vélinni, Jelly Bean, og
þá með það sem Google-bændur
kalla Project Butter sem gerir
snertiskjáinn betri, eða réttara
sagt svörun tölvunnar við hreyf-
ingum skilvirkari. 4.1.1 kom út
fyrir rétt tæpu ári, en engum sög-
um fer af því hvenær hægt verður
að uppfæra hana í 4.2.
* Í vélinni er ARM A9 DualCore örgjörvi með tiftíðnina 1,6
Ghz. Minni í vélinni sem ég próf-
aði er 8 GB, en vinnsluminni 1
GB. HP selur líka 16 GB útgáfu.
Svo er rauf fyrir minniskort sem
getur verið allt að 32 GB.
* Þetta er ekki fyrsta tilraunHP með spjaldtölvu, HP Touch-
Pad kom á markað 1. júlí 2011 og
var tekin af markaði 18. ágúst
sama ár. Hún notaði stýrikerfi úr
smiðju HP sem kallaðist WebOS.
Einnig selur HP spjaldtölvur sem
keyra Windows 8 en þær eru
stærri og talsvert dýrari.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar
Þ
vert á það sem sem áður
var talið hafa vísindamenn
við Harvard-háskóla nú
fært sönnur á að stærðin
skiptir máli. Að vísu er ekki átt við
líkamlega stærð í þessu tilfelli, en
líkamlegt atgervi hefur þó sitt að
segja. Það sem skiptir máli virðist
hins vegar fyrst og fremst vera á
hve stórum skjá þú svarar tölvu-
póstinum þínum (eða vinnur önnur
hversdagsverk) og hér gildir mjög
einföld regla: Stærra er betra.
Þetta hljómar sérkennilega, en
við rannsókn á 75 þátttakendum í
könnun við Harvard-skóla kom í
ljós að þeir sem notuðu stærri
tæki sýndu af sér meiri ákveðni og
valdatilburði í félagslegum sam-
skiptum en þeir sem notuðu minni
tæki. Og munar þar talsvert á.
Við framkvæmd rannsóknarinnar
fengu viðfangsefnin í hendur
ákveðin verkefni sem átti að leysa.
Til þess voru notuð 4 tæki, ólík að
stærð. Minnst var notað iPod to-
uch (sama stærði og iPhone), því
næst iPad. Næststærst var svo
Macbook Pro fartölva, en stærst
var iMac-borðtölva. Eftir að hafa
notað tækin í nokkra stund við að
leysa verkefni var viðfangsefnum
sagt að rannsakandi þyrfti að
sækja eyðublöð til að fylla út, en
ef hann væri ekki kominn til baka
eftir fimm mínútur, þá skyldi hann
sóttur í afgreiðsluna. Rannsakandi
beið hins vegar í öllum tilfellum í
10 mínútur í afgreiðslunni áður en
hann sneri til baka, en fylgst var
með hve stór hluti fór til að sækja
rannsakandann og hve lengi við-
föngin biðu áður en þau lögðu af
stað til að sækja hann.
Fóru alltaf og biðu skemur
Niðurstöðurnar eru ansi sláandi.
Það reyndist vera mjög sterkt
samband á milli þess hve lítið eða
stórt tækið var og þess hvort við-
föng fóru að sækja rannsakanda
annars vegar, og hins vegar hve
lengi þau biðu áður en þau fóru til
að sækja hann. Notendur iPod to-
uch sóttu rannsakanda einungis í
50% tilfella, iPad í 71% tilfella,
Macbook Pro í 88% tilfella og iMac
í 94% tilfella.
Sama línulega aukning á biðtíma
var augljós í niðurstöðum rann-
sóknarinnar, nema að hún gekk í
hina áttina. Það er að segja, not-
endur iMac biðu einungis í 341
sekúndu áður en þau sóttu rann-
sakanda, en biðtíminn stighækkaði,
419 sekúndur hjá Macbook Pro,
437 hjá iPad og 493 hjá iPod to-
uch. Vísbendingarnar gætu því
vart verið sterkari.
„Stöðug aukning biðtíma er í
fullkomnu samræmi við stærð tæk-
isins. Ég hef aldrei á ævi minni
séð svo fallegt samhengi,“ sagði
Maarten Bos, annar af höfundum
rannsóknarinnar, í viðtali við
Working Knowledge, eitt af vef-
tímaritum Harvard-háskóla í síð-
ustu viku.
Stærð er óbeinn áhrifaþáttur
Þrátt fyrir að sterk fylgni hafi ver-
ið á milli tækja og hegðunar í
þessari rannsókn, telja rannsak-
endur ekki að tækið sjálft sé or-
sakavaldur í þessu tilfelli, heldur
vilja þeir frekar tengja þetta við
niðurstöður fyrri rannsókna hins
höfundarins, Amy Cuddy, sem er
félagssálfræðingur við Harvard
Business School. Rannsókn sem
fór fram við Columbia- og Har-
vard-háskóla árið 2010 undir stjórn
Cuddy sýndi sterka fylgni á milli
þess að taka líkamsstöðu sem
mætti kalla valdastöðu (power
pose) og valdsmannlegrar hegð-
unar, en fyrirlestur hennar á Ted-
.com um þær niðurstöður hefur
fengið meira en 6 milljón áhorf.
Líkamsstöður eru dæmi um orð-
laus tjáskipiti og samkvæmt rann-
sóknum Cuddy hafa þau áhrif á
líkamsstarfsemi okkar, einkum
framleiðslu hormónanna te-
stósterón og cortisol. Valdastöður
eru opnar, gleiðar líkamsstöður,
líkt og að standa gleiður með
hendur á mjöðmum, eða halla sér
aftur með fætur uppi á borði og
hendur fyrir aftan haus. Þegar
þessi staða er tekin eykst fram-
leiðsla testósteróns og dregur úr
framleiðslu cortisols í líkamanum,
sem skapar aukna valdatilfinningu.
Valdleysisstöður eru aftur á móti
lokaðar og samandregnar, líkt og
að sitja boginn í baki með hendur í
kjöltu, eða standa með hendur
meðfram síðum eða krosslagðar. Í
slíkum stöðum framleiðir líkaminn
aftur á móti meira af cortisol og
minna af testósteróni.
Það má auðveldlega sjá hvernig
slíkar líkamsstöður birtast við
tækjanotkun. Þegar við sitjum og
vinnum með snjallsíma þurfum við
jafnan að vera bogin í baki til að
sjá almennilega á lítinn skjáinn,
með hendurnar meðfram síðunum
til að hafa betri stjórn á litlu lykla-
borði. Eftir því sem tækið stækk-
ar, og skjárinn og lyklaborðið gera
okkur kleift að sitja og starfa í
gleiðari stöðum, eykst valdatilfinn-
ing okkar.
Síminn betur skilinn
eftir á fundum
Sterkt samband á milli tækjanotk-
unar og hegðunar ætti þó að vera
mörgum umhugsunarefni. Það
virðist til dæmis vera afbragðs-
hugmynd að sleppa því að skoða
tölvupóstinn í símanum á fundum
eða við aðrar aðstæður sem krefj-
STÆRRI SKJÁR FÆRIR AUKNA VALDATILFINNINGU
Stærðin
skiptir máli
* Sterkt sambandmilli tækj-anotkunar og hegð-
unar ætti að vera
umhugsunarefni.
NÝ RANNSÓKN SEM FRAMKVÆMD VAR VIÐ
HARVARD BUSINESS SCHOOL BENDIR TIL AÐ STÆRÐ
FJARSKIPTATÆKJA SEM MAÐUR VINNUR MEÐ HAFI
MIKIL ÁHRIF Á SJÁLFSTRAUST OG HEGÐUN.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Það skapar minnsta valdatilfinningu að nota snjallsíma.
Einungis 50% þeirra sem notuðu síma sóttu rannsakand-
ann og biðu að meðaltali í 493 áður en til þess kom.
Notkun spjaldtölvu skapar minni valdatilfinningu en að
nota tölvu. Spjaldtölvunotendur sóttu rannsakandann í
71% tilfella og biðu í 437 sekúndu áður en hann var sóttur.