Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 38
*Föt og fylgihlutir Í tískuborginni London má finna fjölda verslana þar sem hægt er að fjárfesta í fallegum flíkum »40
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
Hann er þokkalega einfaldur, ekkert vesen og ekkert ýkt. Hælar og
strigaskór eru alveg jafn fínir – leðurjakki og gallabuxur eru líka
(næstum) alltaf við hæfi.
Hver eru bestu fatakaupin þín?
Það eru án efa allar svartar þröngar gallabuxur sem ég hef átt í
gegnum tíðina. Þær eru óteljandi margar en ég hef notað þær allar
þar til þær eru upplitaðar og götóttar, kaupi mér þá nýjar en held
samt alltaf áfram að nota þær gömlu.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Þau eru allavega nokkur, ekkert kannski sem ber af. Nema jú tíma-
bilið þar sem ég þráði ekkert heitar en að vera alveg eins og Blair úr
Gossip Girl. Ég gerði hvað sem ég gat til þess að stela hennar stíl.
Blúndur, pils, nælonsokkabuxur og hárspangir voru ekki sjaldgæf sjón,
og ég verð að segja að mér tókst bara frekar vel til.
Hverju er mest af í fataskápnum?
Einföldum bolum sem ég nota næstum aldrei. En ekki misskilja, ein-
faldir bolir eru nauðsynlegir, ég á bara nokkra uppáhalds sem trompa
næstum alltaf alla hina.
Hvar kaupir þú fötin þín?
Það er mjög misjafnt. Síðustu mánuði hef ég reglulega lagt leið mína
til London þar sem ég kemst í búðir á borð við Cos, Topshop (þar
sem er örlítið meira úrval en á Íslandi), American Apparel o.fl. sem
hafa verið í einskonar uppáhaldi hjá mér síðstu mánuði. Ætli ég muni
ekki líka nýta mér Asos vel á næstu mánuðum.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Það er nú enginn einn uppáhalds, samt eru
þó nokkur tískuhús sem ég skoða með meiri
áhuga en önnur: Alexander Wang, Balmain,
Balenciaga og Helmut Lang eru svona þau
fyrstu sem mér dettur í hug.
Hvar færð þú innblástur
fyrir fataval þitt?
Það kemur ýmsum áttum. Bæði af
internetinu og þá aðallega bloggum og
síðum sem tímarit halda úti. Ég er
líka tímaritasjúk og eru tímaritakaup
einn af mínum stærstu veikleikum. En
dagsdaglega er ég samt umkringd svo
frábærlega flottu fólki að ég þarf
varla að leita lengra en þangað til
þess að finna minn innblástur.
Hver er flottasta búð
sem þú hefur komið í?
Dover Street Market í London er ein
sú allra flottasta. Fimm hæðir af unaðslegum
hönnunarvörum. En fyrir námsmann eins og
mig dugar þó að skoða vel og næla mér svo
í einn kaffibolla á kaffihúsinu sem leynist á
efstu hæð.
Hver er veikleiki þinn: Föt, skór eða skart?
Skór verð ég að segja. Það er fátt sem
grípur athyglina jafn auðveldlega og fallegir
skór.
Hvert er þitt eftirlætis-tísku-tímabil
og hvers vegna?
Tíundi áratugurinn – því ég elska magaboli
jafn mikið nú og þegar ég var 7 ára.Hönnunarbúðin Dover Street er í miklu uppáhaldi hjá Alexöndru.
Alexandra er í
starfsnámi hjá
tímaritinu Dazed
& Confused.
ALEXANDRA ÓSK ER SKÓFÍKILL
Sækir mest
í svartar
gallabuxur
ALEXANDRA ÓSK STUNDAR NÁM Í GRAFÍSKRI HÖNN-
UN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. UM ÞESSAR MUNDIR
ER HÚN Í STARFSNÁMI HJÁ TÍSKUTÍMARITINU DAZED &
CONFUZED OG ER FLUTT TIL LONDON … Í BILI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Alexandra Ósk
hefur einfaldan
og fágaðan stíl.
Balmain er
virkilega smart
tískuhús og er
Alexandra hrif-
in af merkinu.
Á tímabili vildi Alex-
andra klæða sig eins
og Blair Waldorf úr
þáttunum vinsælu
Gossip Girl.