Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 39
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
3 áraábyrgð
Gjöfin sem gleður ár eftir ár
Framrúðuviðgerðir
Gerum við og skiptum um
bílrúður fyrir öll tryggingafélög
Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is
F
lækjustigið í lífi konunnar eykst til
muna þegar hún ákveður að fjölga
sér. Í 10 mánuði er líkami konunnar
uppfullur af hormónum sem má
auðvitað kenna um ýmislegt sem miður fer
á meðgöngu og jafnvel seinna í lífinu – ef
nauðsyn krefur. Ójafnvægi á horm-
ónabúskap kallar á ýmsar klikkaðar at-
hafnir sem líklega allar vitibornar mæður
geta staðfest eða hafa heyrt af.
Hver hefur ekki heyrt sögur af kon-
um sem borða mold á meðgöngunni og
bryðja klaka eins og enginn sé morg-
undagurinn. Undirrituð tók nokkur
tryllingsköst á þessum tímapunkti í lífi
sínu. GSM-símum var grýtt í veggi,
mönnum og konum var hótað, keyrt
var í næsta bæjarfélag til að kaupa
Snöre (sem er sænskur saltlakkrís) og
svo skúraði ég svalirnar á föstudags-
kvöldi (sem rataði reyndar í gulu press-
una). Þá var undirrituð við sturl-
unarmörk vegna partístands á neðri
hæðinni og þegar gleðin stóð sem hæst
ákvað bugaða ólétta konan að skúra
svalirnar þannig að vatnið lak niður á
allt fína tískuliðið sem var að reykja
og dansa á jarðhæðinni … eins og
konur gera … á föstudags-
kvöldum …
Svalaþvotturinn ógurlegi rifjaðist
upp fyrir mér þegar ég hitti vinkonu á
dögunum sem er nýbúin að eignast sitt
þriðja barn. Þegar ég spurði hana
hvernig væri að eiga þrjú börn, en ekki
tvö, horfði hún á mig kæruleysislega
og sagði: „Æi, ég veit það ekki, það
á bara eftir að koma í ljós. En ég
er brjáluð út í nágranna minn
sem er á níræðisaldri.“
Að vera brjáluð út í níræðan
ellilífeyrisþega vakti skiljanlega
athygli mína. Þegar ég spurði
hana nánar út í samskipti henn-
ar við nágrannann kom í ljós að
sú gamla hafði haft orð á því (viku
eftir barnsburð vinkonu minnar)
hvað hún gengi ferlega hægt saman.
„Ef ég hefði ekki verið svona
hrikalega aum í grindinni hefði ég
hoppað yfir helvítis girðinguna og
kýlt hana,“ sagði þriggja barna
móðirin og var ekki skemmt.
Við horfðumst í augu um
stund og varð það þegjandi
samkomulag okkar á milli
að ég myndi láta grind-
arhlaupið eiga sig þótt mig
dauðlangaði að hjóla í þá gömlu …
en það gerði ég ekki því við vinkon-
urnar erum vandaðar.
Mæður lenda allar í því á ein-
hverjum tímapunktum í lífi sínu að
maginn á þeim er eins og lint
pitsudeig (sem hægt er að
hnoða). Þá skellum við okkur í
aðhaldssokkabuxur frá Wol-
ford eða Dim, í klæðilegan kjól,
til dæmis frá ELLU eða Zöru,
og drögum athyglina að andlit-
inu. Við setjum á okkur stóra
skartgripi og gætum þess að
brosa hringinn. Það klæðir nefnilega alla
alltaf best. Þegar konan brosir hringinn
tekur enginn eftir öllu pitsudeiginu sem
hlussast inni í sokkabuxunum …
martamaria@mbl.is
„Ég er brjáluð
út í nágranna
minn“
Sokkabuxur
frá Wolford.
Aðhalds-
sokkabuxur
frá DIM.
Þessi er
frá Zöru.
Armband frá Prada.
Eyrnalokkar frá Miu
Miu. Þeir fást á net-
a-porter.com
Það er fínt að
fela pitsudeig-
ið í þessum
kjól frá Zöru.
„Litli svarti
kjóllinn“ kemur
eins og himna-
sending þegar
pitsudeigið er
of fyrirferðar-
mikið. Þessi er
frá ELLU.