Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 41
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
tískuverslanirnar ásamt ilmvatns-
og antíkbúðum og listaverkasölum.
Dover Street Market,
17-18 Dover Street
Innanhússmarkaður sem var
stofnaður af hönnuði Comme des
Garçon, Rei Kawakubo. Selur
framúrstefnulega hönnun og
merki á borð við Comme des
Garçon, Givency og Lanvin.
Design Museum,
28 Shad Thames
Hönnunarsafn staðsett í miðri
London, safnið sýnir það helsta
sem er að gerast í vöruhönnun,
innanhússhönnun, fatahönnun,
grafískri hönnun og arkitektúr.
Victoria and Albert Museum
Cromwell Road
Victoria og Albert-safnið var
stofnað árið 1852. Safnið er
stærst sinnar tegundar en það
sýnir eingöngu fatnað og skraut-
muni. Einstaklega merkilegt safn
og nánast nauðsynlegt fyrir
tískuáhugafólk að kíkja þangað ef
leiðin liggur til London.
Oxford Street
Oxford Street er þekktasta
verslunargata í Evrópu. Þar er
endalaust úrval af búðum og
heimsþekktum verslunarkeðjum
eins og Selfridge & Co, Topshop,
Primark og H&M.
Greenwich Market,
Greenwich High Street
Á Greenwich-markaðnum geta
allir fundið eitthvað við sitt hæfi
enda fjölbreytt úrval og einstakt
andrúmsloft. Markaðurinn sam-
anstendur af tískufatnaði, skart-
gripum, listaverkum, leikföngum,
antíkvörum en þar er einnig
stór matvæla- og grænmet-
ismarkaður.
Portobello Road Market
Einn þekktasti markaður
borgarinnar. Á hverjum laug-
ardegi fyllist Portobello Road af
fallegum antíkfatnaði og not-
uðum munum. Staðurinn er
einnig þekktur fyrir skemmtilegt
og afslappað andrúmsloft, bari
og veitngastaði.
One of a Kind,
259 Portobello Road,
Notting Hill
Verslun sem selur notaðan
hátískufatnað. Sjarmerandi „vin-
tage“-búð en hún er meðal ann-
ars í uppáhaldi hjá ofurfyrirsæt-
unum Kate Moss og Naomi
Campbell.
King’s Road, Chelsea
Skemmtilegt hverfi sem býður
upp á úrval af mismunandi
verslunum, allt frá þekktum
verslunarkeðjum upp í sjálfstætt
starfandi hönnuði.
Camden Market
Markaður sem selur „vin-
tage“-fatnað allt frá 1940, bækur
og ýmsa notaða muni. Í Cam-
den er um að gera að gefa sér
tíma til þess að skoða og
gramsa.
Hönnuður Comme des Garcons, Rei Kawakubo, stofnaði innanhúsmarkaðinn
á Dover Street en þar er seld framúrstefnuleg hönnun.
NORÐURKRILL
Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Betri einbeiting og betri líðan
Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn,
þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir
fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess
sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari
einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega.
Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að
hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill
er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað.
Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill.
Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta.
Jóhanna S. Hannesdóttir,
þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is
NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum.
Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið.
Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta
dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð,
uppþemba eða magaólga sem oft fylgir
inntöku á fiski- og jurtaolíum.
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
Bandaríska leikkonan Allison Jann-
ey er þekkt fyrir leik sinn í West
Wing, American Beauty og Juno.
Allison hefur mjög fágaðan stíl og
var glæsileg á frumsýningu mynd-
arinnar „The way back“ í New
York í vikunni.
Janney klæddist þar klassískum
þröngum svörtum kjól, sem má
segja að sé nokkurs konar
skyldueign hverrar konu. Hún var
í húðlituðum hælum við svarta
kjólinn sem lífguðu upp á
heildarklæðnaðinn.
sigselma@gmail.com
STELDU STÍLNUM
Allison
Janney
AFP
Zara – 6.995
„Nude“-litaðir ballerínu-
skór eru klassísk eign.
Next – 8.990
Einfaldur
klassískur kjóll
með fallegri
áferð í efni.
Karen Millen –
38.990
Þröngur hnésíður
kjóll með graf-
ískum áherslum
og blúndu, sem
eru skemmtilegar
andstæður.
Karen Millen – 32.990
Fallegir rúskinnshælaskór
með opinni tá.
Topshop – 3.990
Áberandi hálsmen
fullkomnar „litla
svarta kjólinn“.
Topshop – 9.990
Látlaus og falleg leð-
urtaska passar við allt.
Svartur
kjóll við
húðlitaða skó
Tískuhúsið Balenciaga hefur kært
fyrrverandi yfirhönnuð fyrirtæk-
isins, Nicolas Ghesquiére, fyrir nei-
kvæð ummæli gegn fyrirtækinu í
tímaritinu System.
Í viðtali við tímaritið sagði Ghes-
quiére tískuhúsið nánast hafa
mergsogið sig og að vinnu-
umhverfið hefði verið hver von-
brigðin á fætur öðrum.
Þetta var fyrsta viðtal Nicolas
Ghesquiéres eftir að honum var
óvænt vikið frá störfum í nóv-
ember á síðasta ári en við starfi
hans hjá Balenciaga tók fatahönn-
uðurinn Alexander Wang.
ÓSÆTTI HJÁ TÍSKURISA
Balenciaga kærir
fyrrverandi yfirhönnuð
Nicolas Ghesquiere sendir Balenciaga kaldar kveðjur.