Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaHagfræðingurinn Andri Valur Ívarsson reynir að leggja fyrir í hverjum mánuði til að spara fyrir íbúð Andri Valur Ívarsson, hagfræðingur og starfsmaður umboðsmanns skuld- ara, var að klára BA í lögfræði og stefnir á meistaranám í haust. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum tvö í heimili ég og kær- astan. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég reyni að eiga alltaf skyr og ban- ana til að fá mér milli mála þegar ég verð svangur. Annars er það mjög misjafnt eftir tímabilum hvort ísskáp- urinn er tómur dögum saman eða fullur af allskonar góðgæti. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Bókhaldskerfið Meniga segir að þetta sé á bilinu 15-25 þúsund á viku, að öllu meðtöldu, matvöruverslunum, mötuneyti, skyndibita, bakaríum og slíku. Ég trúi Menigu. Hvar kaupirðu helst inn? Ætli Víðir verði ekki oftast fyrir valinu. Sýnist Meniga styðja þá full- yrðingu. Hvað freistar helst í matvörubúð- inni? Síðast var það Cocoa Puffs. Fyrsta skiptið sem ég kaupi svoleiðis í líklega 3-4 ár. Nammi freistar mín ekki sér- staklega en ég er mjög ginnkeyptur fyrir allskonar kruðiríi úr bakaríum, enda alinn upp í einu því besta á land- inu, Heimabakarí á Húsavík. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég nota Menigu og ber mig þannig saman við aðra sem eru í svipaðri stöðu og ég. Svo veiði ég töluvert sjálfur í matinn. Fugl og fisk og hreindýr. Það er samt ekki víst að maður spari mikið á því þegar upp er staðið. Þó er klárlega skemmtilegra að veiða í matinn sjálfur og hann bragðast betur. Einnig nota ég strætó að einhverju leyti, þar sem við erum tvö um einn bíl. Hvað vantar helst á heimilið? Heimilið vantar bæði mat- vinnsluvél og almennilega hrærivél. Einn góðan veðurdag fjárfestum við í slíkum græjum. Þangað til verður tengdamóðir mín fyrir áframhaldandi ónæði þegar við þurfum slík verkfæri að láni. Eyðir þú í sparnað? Við reynum að leggja fyrir í hverj- um mánuði, enda dreymir okkur um að kaupa okkur íbúð einn góðan veð- urdag. Það verður vonandi að veru- leika. Skothelt sparnaðarráð? Það er að fara aldrei svangur að versla í matinn. NEYTANDI VIKUNNAR Ginnkeyptur fyrir kruðiríi úr bakaríum Andri Valur Ívarsson notar Meniga og veiðir sjálfur í matinn enda skytta góð. * Aurapúkinn tók eftir því aðútsölur eru hafnar í sumum fata- verslunum, eitthvað fyrr en venju- lega. Drífðu þig og gerðu góð kaup, a.m.k. skárri en áður. Nýjasta tísk- an er e.t.v. ekki í boði en þessi er varla mikið verri en sú í fyrra. * Útvegaðu þér smá landskikaog settu niður þínar eigin kartöflur. Það er miklu ódýrara en að kaupa þær alltaf úti í búð, og svo þarf heldur ekki að fara eins oft í rækt- ina. Töluvert puð er að stinga upp garðinn að vori og taka upp að hausti. * Ræktaðu líka þínar eiginkryddjurtir. Það er lítið sem ekkert mál í eldhúsglugganum eða í litlum kassa úti á lóð. Miklu ódýrara en að kaupa þær í verslunum og töluvert betra, auðvitað! * Hjólaðu út í sjoppu eða íheimsókn, ef ekki er mjög langt að fara. Það stælir líkamann og sparar bensín. Safnast þegar saman kemur. púkinn Aura- Ræktaðu garðinn þinn S parnaðarleiðir við akstur hefur verið landsmönnum hugleiknari á síðustu árum vegna hrikalegra hækkana á bensínverði. En árið 2005 kost- aði lítrinn um 100 krónur, en í dag kostar hann um 246 krónur. Í gegnum tíðina hefur maður heyrt að hægt sé að spara mikið með því að halda jöfnum hraða á bifreiðinni og ekki hafa gluggana opna og þessháttar. Í samtali við Stefán Ásgrímsson, ritstjóra blaðs FÍB, kemur fram að þetta sé hvort tveggja rétt. „En að- altrikkið er að reyna að nýta sem best allar aðstæður í umhverfinu,“ segir Stefán. „Ef þú ert að keyra niður brekku, láta hann þá renna. Þá fer ekki bensíndropi í gegn á meðan. Þegar menn láta hann renna svona þá ættu menn að hafa hann í eins háum gír og mögulegt er. Það er líka mik- ilvægt að láta vélina aldrei erfiða, þá eyðirðu svo miklu minna. Vera jafnan léttur á bensíngjöfinni, láta vélina snúast rólega. Bensínvélum líður vel á 1800 snúningum og dísil á 1500 og alveg niður í 1200. Það er skífa í mælaborðinu sem sýnir hversu mikill snúningur er á vélinni, yfirleitt stendur einn fyrir eitt þúsund og menn ættu því ekki að hafa örina í mælinum neitt á milli annarra talna en eins og tveggja. Svo er aksturstölva í flestum bílum nú orðið. Það getur sparað fólki 20 – 25% að temja sér svona ökulag.“ Aðspurður hvort þessi jafni hraði sé ekki mikilvægastur segir hann að svo sé, en að það geti einnig verið svolítið snúið í innan- bæjarakstrinum. „Best er að reyna að ná græna ljósinu þannig að maður sé ekki alltaf að stoppa og fara svo aftur af stað. En þótt maður læri á ljósin sem verða á leið manns þá geta bílarnir í kringum mann haft áhrif á þessa útreikninga. Það eru alltaf einhverjir ökumenn að koma inní svæðin fyrir framan mann, einhverjir sprettfiskar sem setja kerfi manns í uppnám. En ef maður temur sér svona ökulag þá er maður ekkert leng- ur, það var áhugavert að sjá það að svona skynsamlegt ökulag skil- aði manni á mjög svipuðum tíma í vinnuna.“ Best að hafa lokaða glugga Spurður um þá kenningu að opnir gluggar valdi líka meiri bensín- eyðslu segir hann að hún sé rétt en það sé kannski ekki svo mikið þegar hraðinn sé lítill. „En menn finna það alveg þegar menn eru á hraðbrautum í Þýskalandi með opna glugga að það verður sog inní bílnum og þá eyðir þú meira. Það er langbest að hafa gluggana lokaða á meðan maður er í akstri. Ég tamdi mér þetta akst- urslag fyrir nokkru síðan. Maður hugsar meira um aksturinn og ég held að ofan á sparnaðinn þá geri þetta mann að öruggari bílstjóra í umferðinni. Aksturstölva er nú orðin algeng í bílum og hún get- ur sagt þér þetta nákvæmlega,“ segir Stefán. SPARNAÐARLEIÐIR Í AKSTRI Skynsamlegur akstur getur sparað þér stórar upphæðir HIÐ HÁA BENSÍNVERÐ HEFUR ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ MARGIR LEITA LEIÐA TIL AÐ MINNKA BÍLNOTKUN SÍNA. EN SKYNSAMLEGRA AKSTURSLAG GETUR EINNIG SPARAÐ FÓLKI VERULEGAR UPPHÆÐIR Í BENSÍNKOSTNAÐI. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Morgunblaðið/RAX * Jafn akstur, ekki láta vél-ina snúast meira en 1.800 snúninga meðan á akstri stendur. * Nýta umhverfið; látahann renna niður brekkur o.s.frv. * Reyna að miða við aðkoma að ljósunum þegar þau lýsa grænu. * Hafa glugga lokaða ognota loftræstinguna í staðinn. Bestu ráðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.