Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Side 47
sem kann meira en ég.“
Af hverju eruð þið veðurfræðingar og er til
einhver lýsing á erkitýpunni veðurfræð-
ingnum?
Einar: „Það var alger tilviljun. Ég held að
Ólafur Rögnvaldsson beri ábyrgð á því. Hann
og Haraldur stofnuðu fyrirtækið Reiknistofu í
veðurfræði sem meðal annars keyrir veð-
urlíkön og rekur vefsíðuna belgingur.is. Það
var þessi tölvuvinkill sem vakti áhuga manns í
byrjun. Ég bjó líka á vel veðruðum stöðum
sem krakki, var í sveit í Mývatnssveit og bjó
á Ísafirði svo að maður var vanur smá veð-
urumræðu.“
Haraldur: „Einar ákveður þetta löngu áður
en hann heldur sjálfur. Hjá mér gerðist þetta
á barnaskólaárunum. Þegar veðurspáin var
miklu meira spennandi en hún er nú því þá
var hún svo oft vitlaus. Maður gat alveg lifað í
voninni um að spáin myndi gjörsamlega fara í
vaskinn.“
Einar: „Svolítið eins og að stunda veðmál.“
Haraldur: „Ég var eins og Trausti sem barn.
Hlustaði á veðurfréttir klukkan 1 áður en ég
fór að sofa. Árið 1978 man ég eftir veðurspá
þar sem ekki var gert ráð fyrir að það myndi
snjóa neitt að ráði. Daginn eftir var hálfur
metri af snjó í Reykjavík svo þetta gat verið
spennandi.“
Elín: „Ég fór í veðurfræði því ég var ekki
nógu klár að spila á víólu og þegar ég ákvað
að gefa hljóðfæraleikinn upp á bátinn fór ég
að íhuga hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Ég
hafði alltaf verið góð í raungreinum en langaði
ekki í læknisfræði því mér þótti efnafræði
ekki skemmtileg. Svo rakst ég á bók hjá
námsráðgjafanum með viðtölum við fólk sem
vann hin og þessi störf, meðal annars veð-
urfræðing. En ég er líka alin upp suður í
Garði, og var mikið hjá afa mínum, réri stund-
um með honum á sumrin. Hann talaði alltaf
um að ég ætti að fá mér alvöru starf og hon-
um þóttu veðurfræðingar vinna alvöru starf
enda mikið undir veðri komið.“
Trausti: „Í aðalatriðum er þetta svipað hjá
mér og Haraldi. Ég vissi þetta mjög snemma.
Níu ára gamall gerði ég veðurspá sem mér
hefur ekki enn tekist að toppa. Ég gekk út að
morgni dags, leit til himins og sá vinda blása
þar úr sitthvorri áttinni í mismunandi hæð.
Ég hafði nýlega lesið að slíkt veður boðaði
þrumur og eldingar. Svo að ég gaf út þá veð-
urspá í Borgarnesi að það myndi gera þrumu-
veður síðdegis. Ég fékk aðallega skammir fyr-
ir því frænka mín og jafnaldra varð svo
hrædd. Allir biðu í ofvæni eftir því hverju ég
myndi spá næst. Heimsendi? Á þessum tíma
voru líka mjög skemmtileg og upplýsandi veð-
urkort birt í Morgunblaðinu sem var hætt að
birta eftir að sjónvarpið hóf sýningar á veð-
urfréttum.“
Guðrún Nína: „Hjá mér var þetta skyndi-
ákvörðun. Á síðasta ári í menntaskóla gat ég
útilokað læknisfræði og líffræði út frá því að
mér þótti utanbókarlærdómur svo afskaplega
leiðinlegur. Ég var að leita að eðlisfræði- og
náttúrufræðitengdu námi sem væri líka hag-
nýtt. Einhver stakk upp á veðurfræði í mars
og þar sem umsóknarfrestur var liðinn fyrir
Kaupmannahafnarháskóla sótti ég um skóla-
vist í Osló því þar var umsóknarfrestur til 15.
apríl. Fimm mánuðum síðar var ég komin út.
Veðurfræðin byggist mikið á því að skilja
hlutina og það þarf ekki að læra hvað öll bein-
in í líkamanum heita utanbókar. Þú ert alltaf
að þróa þekkinguna og ert aldrei búinn. En
þú spurðir líka út í hugmyndir fólks um
hvernig veðurfræðingur séu. Ég held að fólk
haldi oft að veðurfræðingar séu allir spáveð-
urfræðingar og viti alltaf hvað er að gerast í
veðrinu. En við gerum svo margt annað en að
spá.“
Haraldur: „Raða stólum, ná í kaffi, hella upp
á, telja þokudaga á Hólmsheiði...“
Guðrún Nína: „Erkitýpan fyrir veðurfræðing
er held ég Halli.“
Haraldur: „Hver er Halli? Halli er Trausti
junior.“
Trausti: „Og Páll Bergþórsson þriðji.“
Haraldur: „Veðurfræðingur er samheiti yfir
einhvers konar eðlisfræði- og náttúrufræði-
nörd. Í útvarpsleikriti sem ég hlustaði einu
sinni á ræddu konur ástmenn sína og sá ást-
maður sem þótti hvað skrýtnast að hafa verið
með var finnskur veðurfræðingur – alveg á
jaðrinum.“
Elín: „Ég held að í huga sumra sé veðurfræð-
ingur virðulegur maður í jakkafötum með
prik.“
Haraldur: „Ég hef prófað þetta, Elín, ég setti
upp bindi fyrir þetta viðtal og það horfðu allir
á mig á Veðurstofunni eins og ég væri skrýt-
inn.“
Einar: „Á furðufatadegi á Veðurstofunni um
daginn var veðurfræðingur spurður að því af
hverju hann væri svona vel klæddur – af ut-
anaðkomandi aðila.“
Trausti: „Ég held að við séum öll einfaldlega
ákveðnir karakterar nema að það er eitt sam-
eiginlegt einkenni – við erum öll fljót að taka
ákvarðanir því veðurfræðingur verður að geta
Morgunblaðið/Eggert
Veðurfræðingarnir Trausti Jónsson, Elín Björk
Jónasdóttir, Haraldur Ólafsson, Guðrún Nína
Petersen og Einar Magnús Einarsson.
Trausti: „Ég er nátt-
úrulega svo heltekinn af
veðurspánni og veðurfars-
sögu að það kemst ekkert
annað að. Ef menn vilja
ekki ræða veðrið er ég
bara farinn.“
30.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47