Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
Þ
egar veiðin í Kjarrá í
Borgarfirði hófst á dög-
unum var Þórarinn Sig-
þórsson einn veiði-
manna. Kvöldið áður
hafði hann dregið um að hefja veið-
ar á svæði tvö. Nokkru fyrir klukk-
an sjö um morguninn var hann
kominn niður í tilkomumikið gilið
þar sem fallegur hylur nefnist Eyj-
ólfsflúð. Þórarinn skyggndi hylinn
vandlega ofan úr brekkunni og þeg-
ar klukkan sló sjö tók hann fyrsta
kastið – lax tók fluguna samstundis.
Veiðisumar tannlæknisins var hafið.
Þórarinn veiddi í opnunarhollinu í
Kjarrá ásamt félaga sínum, Ingólfi
Ásgeirssyni, sem er einn þriggja
nýrra leigutaka veiðisvæðisins sem
menn þekkja sem Þverá og Kjarrá.
Innan þess eru einnig Litla-Þverá
og Brenna. Veitt er á sjö stangir í
Kjarrá, þessu tignarlega og langa
veiðisvæði; þetta er í raun sama áin
og menn þekkja sem Þverá niðri í
byggð en þegar ekið er upp fyrir
afréttargirðingu breytist heitið í
Kjarrá, eða Kjarará eins og heima-
menn kalla ána þarna í dalnum og
uppi á heiðum. Laxinn gengur
nefnilega upp á heiðar, Tvídægru
og Arnarvatnsheiði, og hvergi á
landinu kemst laxinn jafnt langt frá
hafi.
Ég hitti Þórarin og Ingólf þennan
morgun á melnum hátt uppi yfir
öðrum gjöfulum veiðistað, sem nefn-
ist Runki. Þar ætlar Ingólfur að
byrja. Þórarinn þekkir Kjarrá af-
skaplega vel.
„Á árum áður hófst veiðin hér
miklu fyrr en nú,“ segir hann.
„Þegar ég byrjaði að veiða hér var
opnunin 1. júní, síðan var hún 5.
júní og þá fékk ég þetta holl, 15. til
18. júní og var með það í mörg ár.
Góður vinur minn og veiðifélagi,
Sigmar Björnsson sem nú er látinn,
var þá með ána á leigu. Fyrst með
Svisslendingum en síðar einsamall.
Þá veiddi ég hér tvisvar til fjórum
sinnum á sumri með Sigmari. Hér
þekki ég hvern hyl.
Það hefur verið allur gangur á
laxagöngunum. Ég upplifði mjög
erfið ár en á milli var mokfiskur,
eins og gengur. Þetta er skemmti-
legt við veiðiskapinn.“
Einstæð á
Þórarinn vissi vel hvar hann vildi
byrja þá um morguninn.
„Það var ekki nokkur vafi. En ég
bjóst allt eins við því að sjá fisk í
Mið-Prinsessu og Eyjólfsflúðinni.
Ég skyggndi báða staðina og sá
einn sem beið eftir mér …“
– Og þú þurftir bara eitt kast.
„Ég var búinn að staðsetja laxinn
mjög nákvæmlega. Það þurfti ekki
fleiri köst. Þetta var mjög kröftugur
og skemmtilegur fiskur. Það þurfti
að taka svolítið á honum. Nokkrum
köstum síðar setti ég svo í annan,
þó að ég hafi bara séð einn þegar
ég skyggndi. Svo elti lax hjá Ingó.
Ég er mjög spenntur fyrir seinni
vaktinni í dag, því þá eigum við
efsta svæðið með Rauðabergshylj-
unum tveimur en ég ætla að leggja
á mig að ganga alla leið inn að
Aquarium. Það er drjúg ganga, en
samt ekki nema þriðjungur leið-
arinnar frá Gilsbakkaseli inn á efsta
veiðistað á heiðinni, Svartastokk.
Þetta eru ótrúlega miklar vega-
lengdir hér.“
Þórarinn lítur í kringum sig, upp
og niður yfir gróna ása, heiðalönd
og gilið sem áin streymir eftir.
„Þetta er einstæð á,“ segir hann
síðan. „Hér í kring er hvergi byggt
ból en við getum séð langt niður í
blómlega sveit. Þetta veiðisvæði hér
á afréttinum er náttúrufyrirbæri;
margslungið og fjölbreytilegt.“
Mokveiddi á hjólastólnum
– Þú heldur mikið upp á þessa á.
„Afskaplega mikið. Áin er svo fal-
leg og fjölbreytileg. Veiðin hefur
líka oft verið frábær hérna og fisk-
urinn vænn.
Einu sinni veiddu Svisslendingar
hér vel á annað hundrað laxa í opn-
un, strax í byrjun júní! Það voru
ekki allt menn sem kunnu til verka
eða voru vel á sig komnir líkamlega.
Einum var ekið í hjólastól niður að
veiðistað á Gilsbakkaeyrum sem hét
Gatið og þar var hann í mokveiði á
stólnum, með líflækni við hliðina á
sér.“ Þórarinn hlær, bætir svo við:
„Þessir tímar geta komið aftur, ég
hef fulla trú á því. Mottóið hjá nýju
leigutökunum er að fara vel með
ána og drepa fáa fiska; ef svo er
gert þá kemur þetta allt.“
– Þetta er ekki auðveidd á.
„Það er langt frá því. Hún er
mjög erfið. Þú sérð það hér, þetta
eru engar smábrekkur að hlaupa
upp og niður, þvers og kruss, og
víða klungur. Hún er ekki auðveld
og það gefur henni sjarma.“
Þegar Þórarinn er spurður að því
hvort einhverjir staðir í ánni hafi
reynst honum betur en aðrir þá
hugsar hann sig um. „Það er varla
hægt að segja það,“ segir hann síð-
an. „Maður hefur minningar um
mokveiði úr nánast hverjum pytti.“
Hann hlær.
„Sérstaklega á árum áður gat
maður upplifað rosalega kraftmiklar
göngur hérna. Einn daginn gat
maður verið á Gilsbakkaeyrum í
frekar litlum fiski, svo kom nýr
dagur og þá var allt pakkað þar en
þriðja daginn voru nánast allir
horfnir. Þá höfðu þeir gengið upp á
heiðar, í Starir og Svartastokk.“
– Hefurðu veitt Starirnar?
„Já, já. Á árum áður lagði ég á
mig að ganga þetta en venjulega
fórum við á hestum. Þá vorum við
með trússhest og það gat verið
mokstur. Þá var veitt þar til hest-
arnir gátu ekki borið meira.“
Þrátt fyrir góða veiðivon þá
leggja ekki margir á sig að fara
inneftir, heill dagur fer í ferðalagið.
Nú er aðeins veitt á flugu í
Kjarrá og mestöllum laxi sleppt aft-
ur út í ána. Þórarinn hefur á sínum
veiðiferli beitt maðki, spæni og
flugu, öllu með góðum árangri. „En
ég segi alltaf, og Ingólfur er sam-
mála mér í því, að maðkveiði sé ein-
hver besti skóli sem menn geta
fengið fyrir fluguveiði. Þá þurfa
menn að þjálfa sig í að vita ná-
kvæmlega hvar í ánni laxinn heldur
sig, til að geta rennt á hann. Að
lesa vatnið og skyggna til að sjá
hvar laxinn er. Þá lærir maður líka
hvar laxinn er, þó að skyggnið sé
slæmt og ekkert sjáist.“
Fyrirheitna landið
Í hléinu er athyglisvert að sjá, þótt
það komi á engan hátt á óvart, að
hinir veiðimennirnir leita mikið
ráða hjá Þórarni. Hvernig eigi að
veiða í tilteknum hyljum og hvar
líklegast sé að laxinn haldi sig.
Hann tekur öllum vel og er óspar á
ráðin. Seinnipartinn er síðan ekinn
grófur vegslóðinn upp með ánni,
bílunum lagt skammt frá gangna-
mannakofanum í Gilsbakkaseli og
gengið upp með ánni. Ingólfur byrj-
ar að kasta á stóran lax í Neðra-
Rauðabergi sem Þórarinn kom
auga á efst í strengnum. Síðan
heldur tannlæknirinn upp með ánni
og stefnir á Aquarium mörgum
kílómetrum ofar. Á leiðinni kastar
hann flugu í pytti sem honum þykja
líklegir og í einum setur hann í lax,
landar og sleppir. „Nú stefnum við
á fyrirheitna landið,“ segir hann
síðan þar sem við göngum slóðana
upp með ánni. Við erum í ríki ló-
unnar, ein rjúpa þyrlast upp af
stígnum og himbrimi flýgur niður
eftir ánni. Í samtali okkar kemur
fram að oft hafi Þórarinn veitt vel í
hinum kunnu veiðistöðum Efra- og
Neðra-Rauðabergi. „Laxinn kemur
sér strax fyrir hérna, enda eru
þetta fyrstu stóru hylirnar fyrir of-
an Gilsbakkaeyrar. Þá breyta þess-
ir staðir sér ekki mikið milli ára,
ólíkt til dæmis veiðistöðum á eyr-
unum þar sem botninn er alltaf á
ferðinni.“
Eftir rúmlega klukkustundar
göngu kemur beygja á ánni og þar
er þessi litli og grunni hlylur,
Aquarium, þar sem laxar stoppa oft
á göngunni. Þórarinn læðist upp á
klapparholt við hylinn. „Já!“ segir
hann síðan fagnandi, sér vænan lax
aftast á breiðunni. Framar sjáum
við annan og þegar hann er farinn
að kasta á þá, þann þriðja. En þess-
ir fiskar taka ekki, sama hversu
faglega Þórarinn leggur flugur fyrir
þá. „Fyrirheitna landið leikur ekki
við okkur núna,“ segir hann þegar
við snúum við. „Stundum tekur lax-
inn bara ekki.“
Alltaf jafn gaman
Daginn eftir erum við Þórarinn og
Ingólfur staddir á gljúfurbarminum
yfir heimahyljunum við veiðihúsið.
Kvöldið áður höfu sjö laxar blasað
við í Langadrætti en nú eru þeir
allir farnir. Þórarinn gengur þá of-
ar, hefur á tilfinningunni að þar
megi sjá fisk, og jú, neðst í Spegli
liggur einn. Þeir ákveða að Ingólfur
brölti niður og kasti gárutúpu fyrir
hann. Þegar fylgst er með Þórarni
við veiðar er ekki annað hægt en
dást að yfirferðinni og dugnaðinum.
Hann leitar að fiskum, finnur og
vinnur markvisst í að fá þá til að
taka.
„Jú, þetta byggist líka á dugnaði.
En maður verður að geta höndlað
stöngina sína, finna hvar fiskurinn
er og lesa aðstæðurnar.“
Og hann er alltaf jafn spenntur.
„Já, það er alltaf eins og ég sé að
fara í fyrsta veiðitúrinn og sé að
veiða fyrsta laxinn þegar hann hef-
ur tekið.
Þetta er alltaf jafn spennandi. Ég
hef alltaf jafn gaman af þessu.
Ingó!“ kallar hann svo . „Þú verð-
ur að koma neðar!“
Ingólfur fikrar sig neðar eftir
grýttum bakkanum og þegar flugan
skautar yfir laxinn skýst hann úr
djúpinu og tekur. „Glæsilegt!“ kall-
ar Þórarinn ánægður.
Fimm á síðustu vaktinni
Að aflokinni síðustu vakt í opn-
unarhollinu er Þórarinn síðastur
veiðimanna í hús. Hann hafði verið
einn á neðstu svæðunum, því Ing-
ólfur var að aðstoða erlenda veiði-
konu. „Hvernig gekk?“ spyrja hinir
veiðimennirnir einum rómi, velta
fyrir sér hvort opnunarhollið hafi
gefið yfir 50 laxa – þá voru 49
skráðir í bók.
„Ég fékk fimm,“ segir Þórarinn.
„Tvo í Eyjólfsflúð og einn í Mið-
Prinsessu, Runka og Selstreng fjög-
ur.“ Það þurfti ekki að spyrja. Sam-
tals veiddi Þórarinn tólf laxa og
flesta í hollinu, eins og svo oft áður.
„Þetta er alltaf
jafn spennandi“
„ÞETTA VEIÐISVÆÐI HÉR Á AFRÉTTINUM ER NÁTTÚRUFYRIRBÆRI; MARGSLUNGIÐ
OG FJÖLBREYTILEGT,“ SEGIR ÞÓRARINN SIGÞÓRSSON TANNLÆKNIR ÞAR SEM
HONUM ER FYLGT EFTIR VIÐ OPNUN KJARRÁR.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
* „ … venjulega fórum við á hestum. Þá vorum við með trússhest og það gat verið mokstur. Þá var veitt þar
til hestarnir gátu ekki borið meira.“
Veitt með …