Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013
Félagar kammerhópsins Stillu hvetja tónlist-
arunnendur til að bregða sér austur fyrir fjall
á sunnudag, en þá heldur Stilla tónleika í Sel-
inu á Stokkalæk og hefjast þeir klukkan 15.
Hópurinn mun þá endurflytja hluta af efnis-
skrá sem flutt var í Salnum í mars síðast-
liðnum, með frönskum sönglögum, auk þess
sem valinkunn íslensk sönglög eru á dag-
skránni.
Flytjendur á tónleikunum eru Lilja Eggerts-
dóttir sópran, Halla Marinósdóttir messó-
sópran, Birgir Karl Óskarsson tenór, Krist-
ján Jóhannesson barítón, fiðluleikararnir
Sólrún Gunnarsdóttir og Margrét Soffía Ein-
arsdóttir, Anna Hugadóttir víóluleikari og
Gréta Rún Snorradóttir sellóleikari.
KAMMERHÓPUR Í SELINU
SÖNGLÖG STILLU
Félagarnir í kammerhópnum Stillu flytja sönglög
við strengjaundirleik á tónleikunum.
Á efnisskrá Björns eru meðal annars lög eftir
Bítlana, The Police, Deep Purple og AC/DC.
Morgunblaðið/Ómar
Björn Thoroddsen gítarleikari kemur fram á
Gljúfrasteini, aleinn og óstuddur, á tónleikum
sem hefjast klukkan 16 á sunnudag. Eru það
fimmtu stofutónleikar sumarsins í húsi
skáldsins.
Undanfarna þrjá áratugi hefur Björn verið
einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum
landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar. Á
síðustu misserum hefur hann í auknum mæli
borist inn í alþjóðlega gítarhringiðu og leikið
með heimskunnum gítarleikurum á borð við
Philip Catherine, Tommy Emmanuel og Leni
Stern. Á tónleikunum á sunnudag leikur
Björn tónlist úr öllum áttum, á sinn hátt.
GÍTARLEIKUR Á GLJÚFRASTEINI
BJÖRN ALEINN
Anna Frank lést 15 ára
gömul í útrýmingarbúðum
nasista en einstök dagbók
hennar lifir og fjöldi gesta
heimsækir árlega safnið
sem starfrækt er í minn-
ingu hennar í Amsterdam.
Síðust ár hefur hinsvegar
verið tekist hatrammlega
á um arfleifð Önnu Frank í
réttarsal í Hollandi, og lyktaði átökunum í
liðnni viku með því að dómari skipaði safninu
í Amsterdam að skila þúsundum skjala
tengdum Önnu og föður hennar, til stofn-
unar í Sviss sem tengd er fjölskyldunni.
Skila á um 10.000 myndum og ljósmyndum
sem stjórnendur Anna Frank House í Amst-
erdam töldu vera þar til varanlegrar varð-
veislu. Stofnunin í Sviss fer með höfund-
arréttinn að dagbókinni og er talið að hún
hyggist opna Frank-fjölskyldumiðstöð í
Frankfurt í Þýskalandi.
ARFLEIFÐ ÖNNU FRANK
SKILI SKJÖLUM
Anna Frank
Eiríkur Smith hefur árum saman verið einn virtasti og vinsælastilistmálari þjóðarinnar. Í raun má segja að þeirri hylli hafihann náð fyrir alvöru upp úr 1975, þegar hann fór að takast á
við ákveðnar tilvistarlegar spurningar og vinna í meiri raunsæisstíl
en áður. Hafnarborg hefur á liðnum árum sett upp þrjár sýningar
þar sem fjallað hefur verið um afmörkuð tímabil á ferli Eiríks og nú
er þessi tími, árin 1962 til 1982, til skoðunar. Sýningin nefnist „Til-
vist“.
Upp úr 1968 mátti greina hjá Eiríki áður óþekktan áhuga á fígúra-
tífu málverki, einkum fyrir tilstuðlan áhrifa frá popplist. Með tím-
anum urðu verk Eiríks raunsærri í stíl en efnislega leitaði listamað-
urinn æ meira inn á við með hugleiðingum um tilvist mannsins í
alheiminum. Fígúrur í náttúrunni andspænis hrörnandi mannanna
verkum eru áberandi og endurspegla togstreitu á milli hins líkamlega
og hins andlega. Í kringum 1980 seldust verk Eiríks geysivel og má
segja að þau hafi orðið almenningseign, í þeim skilningi að fjölmargir
sáu sér fært að festa kaup á verkum eftir hann. Fá verk frá þessu
tímabili eru þó í eigu opinberra safna og á það einnig við um Hafnar-
borg, sem þó varðveitir yfir 300 verk eftir listamanninn. Fyrir vikið
er stór hluti verkanna fenginn að láni.
VERK EIRÍKS SMITH FRÁ ÁRUNUM 1968-1982
Tilvistarlegar
spurningar
Ónefnt verk eftir Eirík, frá árinu 1972. Hér má enn sjá þætti úr abstrakt-
málverkum áratuganna á undan en myndefnið er orðið þekkjanlegra.
Farfuglar, frá árinu 1980, er eitt þekktasta verk Eiríks Smith frá þessu
tímabili enda sjá það margir á Hótel Holti, þar sem það hangir alla jafna.
SJÁ MÁ MÖRG AF ÞEKKTUSTU MÁLVERKUM
EIRÍKS SMITH Á SÝNINGU SEM VERÐUR
OPNUÐ Í HAFNARBORG.
Menning
É
g var að kenna nemendum í fræði
og framkvæmd við Listaháskóla
Íslands þegar þessi bók fór að
þrengja sér upp á mig. Ég sá í
hendi mér að svona reynslujátn-
ingar gætu verið gagnlegar fyrir nemendur.
Þegar ég var byrjaður að skrifa sýndi ég ein-
um af mínum mörgu efnilegum nemendum
handritið, sem fannst þetta spennandi, og góð-
um vini mínum sem er fyrrverandi prófessor í
félagsfræði, sem fannst þetta áhugavert og sá
í þessu tengingu við samfélagið. Það gladdi
mig því það er mín einlæga skoðun að leik-
húsið sé af samfélaginu fætt og eigi að gjalda
þá skuld til baka. Ég varð því sannfærður um
að bókin ætti erindi við fleiri en bara leik-
húsfólk,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri,
rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri til
tuttugu ára, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur í
Iðnó og síðan Þjóðleikhúsinu, um bókina Af
sjónarhóli leikstjóra sem gefin er út af Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Íslands.
Að sögn Sveins er bókin hugsuð sem fyrsta
bókin í nýrri ritröð þar sem íslenskir leik-
stjórar miðla af reynslu sinni. „Það gladdi mig
mjög að Bókmenntafræðistofnun ætli að gera
úr þessu ritröð, því mér fannst kominn tími til
að rétta aðeins hlut leikstjóra hérlendis. Það
er eins og fáir gagnrýnendur á Íslandi geri
sér grein fyrir hvað leikstjórinn sem slíkur er
miðlægur í öllu leikhúsi á 20. öld. Að Jóni Við-
ari Jónssyni, Ólafi Jónssyni og Ásgeiri Hjart-
arsyni undanskildum þá er sjaldan að gagn-
rýnendur greini sýningar út frá heildarsýn í
túlkun hópsins sem leikstjórinn ber höf-
uðábyrgð á,“ segir Sveinn sem var einn stofn-
enda Félags leikstjóra á Íslandi árið 1972
ásamt á þriðja tug annarra leikstjóra, en
þeirra á meðal voru Jón Sigurbjörnsson,
Benedikt Árnason, Gísli Alfreðsson, Stefán
Baldursson, Gísli Halldórsson, Bríet Héðins-
dóttir, Brynja Benediktsdóttir, Baldvin Hall-
dórsson og Helgi Skúlason. „Fljótlega bættist
hörkulið í hópinn, þeirra á meðal Kjartan
Ragnarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þórhall-
ur Sigurðsson og María Kristjánsdóttir,“ segir
Sveinn og tekur fram að upptalningin sín gæti
verið enn lengri.
„Íslenskir leikstjórar hafa oft verið tregir
að tala um verk sín og sumir haft á orði að
verkin eigi bara að tala fyrir sig sjálf, en mér
finnst nauðsynlegt að koma þessum fróðleik á
framfæri í bókarformi,“ segir Sveinn og bætir
við: „Þessi bók er ekki frumleg að neinu leyti
nema því að þetta er í fyrsta sinn sem þetta
er gert á Íslandi. Þegar ég var að lesa leik-
húsfræði í Stokkhólmi og París las ég margar
svona bækur enda var það partur af mínu
námi að kynna mér hvernig leikstjórar ynnu,“
segir Sveinn og tekur fram að hann sakni
þess mikið að leikhúsfræði sé enn ekki kennd
sem sérstök námsbraut við HÍ. „Enda eru há-
skólar annars staðar á Norðurlöndum löngu
búnir að koma sér upp slíkum námsbrautum.“
Treysta þarf innsæinu
Í Af sjónarhóli leikstjóra fjallar Sveinn um
fjórtán valdar uppfærslur sínar frá árunum
milli 1968 og 2008, en á löngum ferli eru upp-
setningar hans ríflega hundrað og í nokkrum
löndum. Má þar nefna á fimmta tug sjónleikja
á sviði, tíu óperusýningar auk ýmissa kabar-
etta, samsettra dagskráa, sjónvarpsverka og
sviðsettra leiklestra. Aðspurður hvernig hann
hafi valið þær sýningar sem fjallað er um í
bókinni segist Sveinn hafa haft fjölbreytnina
efst í huga. „Sýningarnar sem ég segi frá end-
urspegla væntanlega fjölbreytni í verkefnavali,
enda fannst mér skemmtilegast að vera ekki
alltaf í sama hjólfari heldur vildi ég takast á
við ólíkar tegundir leikrita og leikstíla,“ segir
Sveinn og rifjar upp að hann hafi m.a. sett
upp klassísk verk, íslensk verk, fram-
úrstefnuverk, óperur, barnaleikrit og revíur.
Meðal þeirra verka sem Sveinn hefur tekist á
við og fjallað er um í bókinni eru sígild leikrit
á heimsvísu, þ.e. Antígóna Sófóklesar, Aft-
urgöngur og Pétur Gautur eftir Ibsen, Fedra
eftir Racine og Hamlet Shakespeares. Af ís-
lenskum leikritum sem Sveinn segir frá svið-
setningum sínum á eru Galdra-Loftur Jó-
hanns Sigurjónssonar, eigin leikgerð á
Kristnihaldi undir Jökli eftir skáldsögu Hall-
dórs Laxness, Útilegumennirnir eftir Matthías
Jochumsson og Gullna hliðið eftir Davíð Stef-
ánsson. Jafnframt fjallar hann um uppfærslu
sína á Amlóða sögu, spunaverki á hamletskum
grunni sem Bandamenn sýndu víða um heim,
framúrstefnuverkinu Yvonne Búrgundarprins-
essa eftir Gombrowicz og óperunum Cavall-
eria Rusticana eftir Mascagni og I Pagliacci
eftir Leoncavallo.
Athygli vekur að stíllinn á köflum bók-
arinnar er nokkuð ólíkur og því liggur beint
við að spyrja Svein hvað valdi. „Við Trausti
Ólafsson, ritstjórinn minn, ræddum það tals-
vert hversu akademísk bókin ætti að vera, en
það var tvennt sem ég vildi alls ekki. Annars
vegar vildi ég ekki hafa neinar tilvitnanir því
leikstjóri vinnur sýningar aldrei akademískt
heldur sjálfkvæmt. Leikstjórinn þarf þannig
alltaf að treysta innsæi sínu og hugmyndaflugi
á æfingum, en getur rökstutt hlutina eftir á.
Hins vegar vildi ég fá leyfi til að hafa ólíka
stíla á köflunum sem kallast á við það að mað-
ur nálgast verkin alltaf á forsendum þeirra
sjálfra og því með ólíkum hætti. Mér fannst
mikilvægt að bókin endurspeglaði þetta,“ seg-
ir Sveinn, en sem dæmi má nefna að lokakafli
bókarinnar byggist að mestu á dagbók-
arskrifum Sveins á uppsetningartíma óper-
anna Cavalleria Rusticana og I Pagliacci sem
sýndar voru saman haustið 2008.
Leikhús án leikskálda er vont
„Ég valdi að fjalla um þessa óperusýningu í
bókinni af því að þetta var síðasta stóra upp-
færslan mín. Sýningin var óður til listanna og
því viðeigandi lokapunktur. Með henni vildum
við draga fram hvernig leiklistin í öllum sínum
formum, líka óperunni, getur glatt og bætt
mannlífið,“ segir Sveinn. Hér liggur beint við
SVEINN EINARSSON RÍÐUR Á VAÐIÐ Í NÝRRI RITRÖÐ BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUNAR HÍ
„Skrifin halda mér lifandi“
AF SJÓNARHÓLI LEIKSTJÓRA NEFNIST FYRSTA BÓKIN Í NÝRRI RITRÖÐ ÞAR
SEM ÍSLENSKIR LEIKSTJÓRAR MIÐLA AF REYNSLU SINNI. Í BÓKINNI RIFJAR SVEINN
EINARSSON UPP VINNU SÍNA VIÐ 14 VALDAR SÝNINGAR Á 40 ÁRUM.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is