Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2013 S tuðningsmenn enskra liða eru búnir að fá nóg af miðaverði. Stuðnings- menn Liverpool, Man- chester United, Ever- ton, Arsenal og Tottenham auk stuðningsmanna fjölda annarra liða marseruðu sameinaðir frá The Globe-kránni í höfuðstöðvar enskr- ar knattspyrnu þar sem háu miða- verði var mótmælt. „Við erum búin að fá nóg. Við erum bara láta vita hvað okkur finnst,“ sagði John Bonfield, stuðn- ingsmaður Tottenham. Hann er orðinn þreyttur á því að Totten- ham rukkar nánast hvað sem er fyrir miðann. Nýverið var 5,5 millj- örðum punda dælt inn í ensku fé- lögin í gegnum nýjan sjónvarps- samning. „Með þessum sjónvarps- samningi ætti að vera svigrúm til að hætta að hækka miðaverðið. Nú er komið nóg,“ sagði Stephen Martin, einn af þeim sem skipu- lögðu gönguna. Martin þessi er kenndur við hóp sem kallar sig Anda Shankley (the spirit of Shankley) og kemur frá Liverpool. „Hérna erum við sameinaðir en þegar við spilum við Man.Utd eða Everton öskrum við alveg hver á annan. En við sjáum heildarmynd- ina og það eru fjörutíu félög hérna að mótmæla. Án stuðningsmann- anna er fótboltinn ekki neitt.“ Aðdáendur fótboltans á Englandi eru að breytast. Vinir, feðgar eða fjölskyldur fara ekki lengur saman á völlinn. Það er of dýrt. Þetta er orðið jakkafatasport og því vilja menn breyta. Enska deildin segir að 95% af öllum miðum sem voru til sölu á síðasta tímabili hafi verið seld. Samt hefur seldum miðum á útivöllum fækkað um 10%. Frægt er þegar stuðningsmenn Manchest- er City mótmæltu háu miðaverði hjá Arsenal og afar fáir sáu sér fært að mæta vegna kostnaðar. City skilaði 912 miðum til baka enda kostaði hver 62 pund. Og þá átti eftir að borga í lestina, mat, drykk og annað sem fylgir því að fara á völlinn. Meðalverð í þýsku Bundesligunni er 10,33 pund á meðan það kostar 28,30 pund að meðaltali á ódýrasta stað í ensku deildinni. Enda sagði Uli Höness, forseti FC Bayern, þessi frægu orð: „Við gætum auð- veldlega rukkað meira en 104 pund fyrir dýrustu miðana. Segjum að við rukkuðum 300 pund fyrir mið- ann, það eru rúmar tvær milljónir punda í viðbót. Hvað er það fyrir okkur? Þegar við ræðum um kaup á leikmanni þá er rætt um tvær milljónir í fimm mínútur. En mun- urinn á 104 pundum og 300 er gríðarlegur fyrir aðdáendur FC Bayern. Við höldum ekki að stuðn- ingsmenn séu eins og beljur sem hægt er að mjólka endalaust. Fót- boltinn verður að vera fyrir alla. Þetta er stærsti munurinn á okkur og Englandi.“ AFP Sameinaðir stöndum vér MIÐAVERÐ Á LEIKI Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI HEFUR HÆKKAÐ UM 716% SÍÐAN 1989. VERÐBÓLGA HEFUR FARIÐ UPP UM 77% Á SAMA TÍMA Í LANDINU. STUÐNINGSMENN ERU KOMNIR MEÐ NÓG OG STÓÐU FYRIR MÓTMÆLUM. STUÐNINGSMENN MANCHESTER-LIÐANNA GENGU HÖND Í HÖND, EINS OG ERKIÓVINIRNIR Í LIVERPOOL. 40 FÉLÖG STÓÐU SAMAN AÐ MÓTMÆLUM SEM HEYRÐUST UM ALLAN HEIM ENDA ENSKI BOLTINN SÁ VINSÆLASTI Í HEIMI. Miðaverð á vellina 2013/14 1 Man City 299 8% 780 4,5% 26 58 2 AstonVilla 325 0% 595 0% 20 45 3 WBA 349 0% 449 0% 20 39 4 Newcastle 378 1.3% 722 0,7% 15 70 5 Cardiff 379 9% 599 9% - - 6 Hull 395 1.3% 405 -11,1% 20 30 7 Stoke 399 0% 599 0% 25 50 8 Sunderland 425 0% 525 0% 25 40 9 Fulham 449 -11,1% 999 4% 20 75 10 Swansea 449 0% 499 0% 35 45 11 Everton 469 5,5% 696 3,4% 31 43 12 C Palace 490 19,4% 660 18,2% - - 13 Norwich 519 -5,4% 579 -5% 30 50 14 Man. United 532 0% 950 0% 31 53 15 Southampton 585 5,1% 820 4,9% 27 43 16 Chelsea 595 0% 1,250 0% 41 87 17 West Ham 640 6,3% 910 6,6% 36 67 18 Liverpool 710 -2,1% 850 8,2% 38 52 19 Tottenham 795 8,2% 1,895 2,6% 32 81 20 Arsenal 985 0% 1,955 0% 26 126 *öll verð eru í pundum Félag Lægsta ársmiðaverð Breyting frá 2012/13 Hæsta ársmiðaverð Breyting frá 2012/13 Ódýrasta sætið Dýrasta sætið Í undanúrslitaleik Wigan og Millwall voru mörg tóm sæti á Wembley. * „Frábærir leikmenn, Platini, Baggio og auðvitað Del Piero,hafa verið í þessu númeri. En ég var númer 10 hjá Boca.Þar fór ég í fótspor Maradona.“ Carlos Tevez samdi við Juventus. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.