Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 4

Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Velferðarráðuneytið hefur sent bréf til lyfsala varðandi afslætti apótek- ara í nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja. Í bréfinu er áréttuð sú afstaða Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að ekki sé heimilt að veita afslátt af lyfja- verði „á kassa“, en samkvæmt ráðu- neytinu myndi slík tilhögun lækka smásöluverð lyfsins og ætti því greiðsluþátttaka sjúkratrygginga að miða við hið nýja, lækkaða verð. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa SÍ borist ábendingar um að einhverjir lyfsalar fari ekki eftir reglunum og veiti í raun afslátt á lyfjunum sem er einungis kaupend- um lyfja til hagsbóta, en ekki sjúkra- tryggingum. Endurgreiðsla eða fangelsisvist Í bréfinu segir að hafi SÍ rök- studdan grun um að apótek fari ekki að settum reglum í tengslum við uppgjör vegna greiðsluþátttöku lyfjakostnaðar, hafi stofnunin að mati ráðuneytisins þær heimildir sem hún þarfnast til að bregðast við. Getur ráðuneytið óskað upplýsinga hjá þeim aðilum sem grunur beinist að og geti eftir atvikum gripið til að- gerða, t.d. með kröfu um endur- greiðslu á fé. Einnig segir að ef í ljós kemur að apótek hafi innheimt hærri fjárhæð- ir en heimilt er samkvæmt lögum geti slíkt reynst brot á 249. gr. al- mennra hegningarlaga, en í henni felst að ef maður hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi og misnotar að- stöðu sína, varði það fangelsi allt að 2 árum, og allt af 6 árum ef sakir eru miklar. Þung viðurlög við afslætti  Velferðarráðuneytið varar við veitingu afslátta  Telja athæfið refsivert Óvissa um reglurnar » Reglur um veitingu afslátta á lyfjum eru ekki skýrar og telja lyfsalar að ekki sé laga- stoð fyrir banni við athæfinu. » SÍ er ósammála og hefur nú ítrekað að ef ekki sé farið eftir reglunum verði krafist endur- greiðslu, eða frekari refsinga ef brot eru alvarleg. Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 3,12% á fyrri helm- ingi ársins og verð á fasteignum um 3,83% á landinu öllu. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 2,53% en 12 mán- aða verðbólga mælist nú 3,3%. Hefur fasteignaverð því hækkað umfram vísitölubreytingar á árinu, eða um 0,59% á höfuðborgarsvæð- inu og um 1,3% á landinu öllu. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá eru verðtryggð lán aftur orðin vinsælli en óverðtryggð lán. Spurður út í þessa þróun segir Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri eignastýringar MP Banka, að þegar fasteignamark- aðurinn var í lægð hafi fjársterkir aðilar og fjárfestar sem hafi getað lagt fram talsvert eigið fé verið stór hluti kaupenda á markaðnum. Þessir aðilar hafi margir kosið óverðtryggð lán. Síðan hafi veltan á fasteignamarkaði aukist og verð- tryggðum lánum fjölgað. Tengir Sigurður þá þróun við að fjölbreyttari hópur kaupenda hafi komið inn á markaðinn, þar með talið kaupendur sem kjósi verð- tryggð lán vegna þess að greiðslu- byrðin sé ekki jafn þung og af óverðtryggðum lánum. Þannig geti þeir keypt stærri eignir en ella. Það megi jafnframt túlka sem merki um aukna bjartsýni neytenda og breytt viðhorf til áhættu að þeir séu tilbúnir að taka hærri verð- tryggð lán en þegar markaðurinn var í hvað mestri lægð. Hægur stíg- andi í fast- eignaverði Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Íbúðaverð er að hækka.  Sérfræðingur greinir batamerki FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Í Vegahandbókina er komin ítarleg 24 síðna kortabók, með yfirlitskortum, 1:500 000, sem gefa skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands og auðvelda notkun bókarinnar. Vegahandbókin Sundaborg 9 sími 562 2600 www.vegahandbokin.is Allt í einni bók Fullt verð 4.990 kr. 1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina ( einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum ) Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Já, við fórum með fé á fjall á þriðjudaginn. Þá var farið með allt féð í einu, 45 fullorðnar kindur,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík og bóndi á Varma- hlíð undir Eyjafjöllum. Anna Birna er ein 39 bænda sem eiga upp- rekstrarrétt í afréttinum Almenn- ingum við Þórsmörk. Deilt hefur verið um beitarrétt á landsvæðinu en Landgræðslan telur svæðið ekki beitarhæft og hefur krafist ítölu. Ítölunefnd kvað upp úrskurð bænd- um í hag og í kjölfarið krafðist Skógrækt ríkisins þess að yfirítölu- nefnd tæki fyrri úrskurð til endur- skoðunar, en nefndin hefur ekki komið saman áður. Landgræðslan ósátt við beitina „Manni finnst þessi hernaður gegn landinu vera dapur þegar ver- ið er að reka fé á afréttinn. Þetta hefur engin áhrif á þeirra búskap og þeir þurfa ekkert á þessu að halda, það er nóg land í heimahögunum fyrir þá,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Hann segir það siðferðilega skyldu að mynda öfl- ugan gróður á svæðinu sem þolir þau áföll sem verða til dæmis af öskufalli og öðrum náttúruhamför- um. „Þetta þýðir einnig að ef haldið verður áfram að reka rollurnar á Al- menningana, þá neyðist Skógræktin til að girða Þórsmörk af. Það kostar skattborgara 15 milljónir, fyrir þessar fáu kindur,“ segir Sveinn. Bændur eiga rétt til beitar Óbyggðanefnd úrskurðaði árið 2004 að umrætt land væri þjóð- lenda, og staðfesti Hæstiréttur úr- skurðinn árið 2007. „Það efast enginn um að 39 bænd- ur eigi beitarrétt,“ segir Sveinn, en það er óbeinn eignaréttur, og bætir við: „Mér finnst sorglegt að bændur telji sig þurfa að fara með fé á þenn- an litla gróður sem þarna er að aukast og þetta svertir að mínu mati ímynd íslenskra sauðfjárbænda sem eru yfirleitt góðir gæslu- og vörslu- menn landsins.“ Sveinn segir Landgræðsluna vilja semja við bændur um að friða landið þar til það verður beitarhæft, en það gæti tekið áratugi, en bændur vilji heldur nýta beitarrétt sinn. Bændur nýta beitar- rétt við Þórsmörk  Landgræðsla Íslands telur svæð- ið ekki beitarhæft Morgunblaðið/Rax Þórsmörk Meirihluti ítölunefndar taldi að beita mætti í Almenningum. Tveir ungir menn voru fundnir sek- ir um þjófnað í Héraðsdómi Suður- lands í gær. Annar rauf skilorð með broti sínu og var eldri skilorðs- dómur dæmdur upp. Var sá dæmd- ur til að sæta fangelsi í níu mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára. Hin- um var dæmdur hegningarauki og ekki gerð sérstök refsing. Í ákæru kom fram að mennirnir hafi að kvöldi laugardagsins 4. ágúst 2012 í samverknaði brotist inn í sumarhús í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi með því að brjóta rúðu í þvotta- húshurð og stela úr sumarhúsinu þremur MacBook-fartölvum. Mennirnir játuðu brot sín. Tveir ungir menn dæmdir fyrir að stela fartölvum úr sumarhúsi að næturlagi Syðri hluti Dalsbrautar á Akureyri var í gær formlega opnaður fyrir umferð. Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, klippti á borða við ný gangbrautarljós á móts við Lundarskóla og fékk svo að sitja frammí hjá Kristjáni Skjóldal, sem ók fyrstur kaflann frá Lundarskóla að Miðhús- abraut og til baka á Chevrolet BelAir 1955. Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurður Guðmundsson voru í aftursætinu. Þau nýmæli eru á þessum hluta Dalsbrautar að gangbrautarljós eru hraðastýrð. Hámarkshraði er 30 km á klst. og ef ekið er hraðar mætir ökumaður sjálfkrafa rauðu ljósi. Umdeildasti götukafli á Akureyri tekinn í notkun í gær Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Drossíur á Dalsbrautinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.