Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 12
Þórshamar - Umboðsmaður Alþingis - Þórshamar - Umboðsmaður Alþingis - Skjöldur afhjúpaður BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt nýrri skýrslu Landspít- alans um starfsemi síðasta árs lengdist meðallegutími sjúklinga úr sjö dögum að jafnaði árið 2011 í 7,2 daga í fyrra. Á sama tíma fækkaði rúmum legudeilda um 1,5%, úr 659 í 649 rúm. Þá var aukning á fjölda koma á bráðamóttökur spítalans. Alls voru skráðar nærri 100 þúsund komur, sem er aukning um 2.500 heimsóknir á milli ára. Í inngangi skýrslunnar segir Björn Zoëga forstjóri að árið 2012 hafi að mörgu leyti verið spítalanum erfitt, en einnig ánægjulegt og ár- angursríkt. „Síðustu fimm ár, eða frá árinu 2007, höfum við þurft að hagræða í rekstri um ríflega 20% vegna skertra ríkisframlaga og óhagstæðrar þróunar rekstrarum- hverfis í kjölfar efnahagskreppunn- ar. Þetta hefur sem betur fer tekist án þess að grípa hafi þurft til hóp- uppsagna eða verulegrar skerðingar á þjónustu, en auðvitað hefur reynt verulega á alla starfsmenn spítalans, enda næst ekki árangur sem þessi nema með samstilltu átaki hvers ein- asta liðsmanns,“ segir Björn enn- fremur. 18,4% af landsbyggðinni Fjölmargar aðrar upplýsingar eru birtar í skýrslu Landspítalans um starfsemi síðasta árs. Þannig má sjá að ríflega 150 þúsund manns komu inn á deildir spítalans árið 2012, sem jafngildir nærri helmingi lands- manna. Nær samantektin yfir fjölda einstaklinga sem komu á spítalann, einu sinni eða oftar. Ríflega 81% sjúklinganna komu af höfuðborgar- svæðinu, eða um 123 þúsund manns, og 18,4% af landsbyggðinni, nærri 28 þúsund manns. Hlutföllin eftir landshlutum voru svipuð árið 2011. Til samanburðar má nefna að íbúar höfuðborgarsvæðisins voru á síðasta ári um 64% allra landsmanna og íbú- ar landsbyggðarinnar 36%. Skipt eftir deildum LSH þá kom 18.141 sjúklingur á legudeildir, 76.929 á dag- og göngudeildir, 52.446 á bráðamóttökur og fæðingar voru 3.251. Skiptingin eftir búsetu sjúk- linga sést nánar á meðfylgjandi korti, en landinu er þar skipt upp eftir heilbrigðisumdæmum, sem er ekki alveg hin sama og t.d. kjör- dæmaskipting í kosningum. Spítal- inn birtir einnig í skýrslu sinni hve hátt hlutfall íbúa hvers umdæmis leitar til Reykjavíkur eftir heilbrigð- isþjónustu. Þar vekur t.d. athygli að um 20% íbúa á Suðurnesjum og Suðurlandi koma á dag- og göngudeildir Land- spítalans, á meðan hlutfallið á höf- uðborgarsvæðinu er nærri 30%. Hlutfallið á Vestfjörðum er rúm 14% og 16,6% á Vesturlandi. Einnig er það athyglisvert að sjá að um 7% íbúa á höfuðborgarsvæð- inu lögðust inn á spítalann í fyrra á meðan sama hlutfall íbúa frá Suð- urnesjum og Suðurlandi var litlu minna, eða ríflega 5% í hvoru um- dæmi fyrir sig. Eru þetta reyndar svipuð hlutföll og undanfarin þrjú ár. Skiljanlega koma langflestir sjúk- lingar af höfuðborgarsvæðinu inn á allar deildir spítalans. Þannig er hlutfall þeirra á bráðamóttökum um 88% af öllum sjúklingum sem þang- að komu árið 2012. Sem hlutfall af íbúum hvers heilbrigðisumdæmis þá þurfti nærri fjórðungur allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu að leita á bráðamóttökur spítalans, á sama tíma var hlutfallið af íbúum Suður- nesja rúm 10%. Lengri legutími og færri rúm  Af um 150 þúsund sjúklingum á Landspítalanum í fyrra voru 123 þúsund af höfuðborgarsvæðinu  Fimmtungur Suðurnesjamanna kom á dag- og göngudeildir  Árið 2012 erfitt en árangursríkt Hvaðan koma sjúklingarnir á LSH? Norðurland Vestfirðir Vesturland Suðurland Austurland Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Vesturland 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 6 2 6 2 .9 10 1. 0 4 5 3 0 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Höfuðborgarsvæðið 13 .9 5 6 6 0 .0 9 0 4 6 .1 6 1 2 .7 5 8 Suðurnes 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1. 12 7 4 .4 76 2 .2 6 1 17 5 Vestfirðir 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2 11 8 5 8 2 3 2 3 0 búseta sjúklinga á Landspítalanum 2012, skipt eftir heilbrigðisumdæmum Heimild: Landspítalinn Suðurland 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1. 3 4 5 4 .9 7 7 1. 75 3 19 3 0,90% Legur Dag- og göngud. Bráðamóttaka Fæðingar 5,50%81,60% 3,10% 5,30% 6, 9% 29 ,5 % 22 ,7 % 6, 8%5 ,3 % 21 ,1 % 10 ,6 % 4, 2% 3, 6% 16 ,6 % 6% 1% 3, 5% 1 4, 3% 3, 9% 2, 9% Norðurland 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 5 74 2 .4 4 3 70 7 2 6 2,50% 1, 6% 7% 2% 0, 4% 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 3 0 2 1 .1 75 2 8 7 3 9 Austurland 1,10% 2, 9% 11 ,4 % 2, 8% 2, 2% % af sjúklingum LSH 5, 2% 19 % 6, 8% 4, 2% % af íbúum umdæmisins 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Morgunblaðið/Eggert 25 ára afmæli umboðsmanns Alþingis Fékk afhent ný húsa- kynni í Þórshamri Embætti umboðsmanns Alþingis fékk afhent ný húsakynni í Þórs- hamri við Templarasund 5 í Reykjavík í gær. Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, afhjúpuðu skjöld við inngang hússins af því tilefni. Tuttugu og fimm ár voru liðin í gær frá því að embættið var stofnað en Gaukur Jörundsson var kjörinn fyrsti umboðsmaður Alþingis í des- ember árið 1987. Síðan þá hafa alls 7.548 mál verið skráð hjá embætt- inu en það eru um 300 mál á ári að meðaltali. Hlutverk umboðsmanns- ins er að hafa eftirlit með stjórn- sýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.