Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 18

Morgunblaðið - 12.07.2013, Page 18
FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Lífeyrissjóðir eru langstærstu hlut- hafar íslenska hlutabréfamarkaðar- ins, en þeir eiga að minnsta kosti 31% af hlutabréfum íslenskra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Grein- ingardeild Íslandsbanka segir frá því í Morgunkorni að heildareign sjóð- anna nemi um 123 milljörðum króna, en markaðsverð skráðra félaga, mið- að við markaðsgengi í dagslok 4. júlí, nemi um 401 milljarði króna. Grein- ingardeildin tók saman upplýsingar um tuttugu stærstu hluthafa þeirra tíu íslensku félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar, en Kaup- höllin birtir þessar upplýsingar mán- aðarlega. Umfangsmiklir á markaði Lífeyrissjóðir hafa verið mjög um- fangsmiklir á hlutabréfamarkaði eft- ir hrun hans haustið 2008. Fjárfest- ingaþörf sjóðanna er gríðarleg, en sökum gjaldeyrishafta og fárra fjár- festingakosta eru ávöxtunarmögu- leikarnir takmarkaðir. Hlutfall eigna sjóðanna í innlendum hlutabréfum er þó enn tiltölulega lágt á meðan hlut- fall m.a. ríkisbréfaeigna hefur aukist verulega, eins og nánar er fjallað um til hliðar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna stærsti hluthafinn Í dag er Lífeyrissjóður verzlunar- manna stærsti hluthafinn á hluta- bréfamarkaðinum, en markaðsvirði eignarhlutar hans nemur 38,5 millj- örðum króna. Greiningardeildin bendir á að lífeyrissjóðir megi ekki eiga meira en 15% í einstöku félagi og er Lífeyrissjóður verzlunarmanna kominn ansi nálægt þeim mörkum. Sjóðurinn á 14,6% í Eimskip, 14,4% í Icelandair og 13,1% í Vodafone, svo fáein dæmi séu tekin. Hefur mark- aðsvirði eigna lífeyrissjóðsins aukist um 1,3 milljarða króna síðan í lok maí. LSR og Gildi atkvæðamiklir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður hafa einnig verið fyrirferðarmiklir á hluta- bréfamarkaði. Markaðsvirði eignar LSR í skráðum félögum nemur 31 milljarði króna, sem er hækkun upp á 2,2 milljarða frá því í maí, og á Gildi 18,8 milljarða króna af hlutafé að markaðsvirði. Samanlagt nemur því markaðsvirði eignar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins 88 milljörðum, eða rétt rúmlega 70% af heildareign- um allra lífeyrissjóða í skráðum hlutabréfum. Lífeyrissjóðir eru einnig óbeinir eigendur á markaði en margir þeirra eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum sem reknir eru af rekstrarfélögum. Aukinheldur eiga lífeyrissjóðir mik- inn meirihluta í Framtakssjóði Ís- lands, sem var um tíma einn stærsti eigandi skráðra félaga í Kauphöll- inni. Hlutfallslega stórir í Vodafone Hlutfallsleg eign lífeyrissjóða á móti öðrum hluthöfum er misjöfn eft- ir félögum. Greining Íslandsbanka bendir á að lífeyrissjóðir eigi um 38,5% í Högum, um 41% í Icelandair og 45% í Vodafone. Minnst eiga líf- eyrissjóðirnir hlutfallslega í VÍS, en þeir fengu lítið úthlutað í útboði fé- lagsins. Hluthafalistar Kauphallar- innar sýna hins vegar að lífeyrissjóð- irnir, sérstaklega LSR, hafa aukið við hlut sinn í félaginu að undanförnu. Lífeyrissjóðir stærstir á hlutabréfamarkaðinum  Lífeyrissjóðir eiga yfir 31% af hlutabréfum félaga sem skráð eru í Kauphöllinni Eignir lífeyrissjóða Heimild: Greining Íslandsbanka 100% 80% 60% 40% 20% 0% Ei m sk ip Ha ga r Hl /Ö ss ur Ic el an da ir M ar el Re gi nn TM VÍ S Vo da fo ne Ný he rji Í eigu lífeyrissjóða Í eigu annara Hlutfallsleg eign Eign í skráðum félögum 120 100 80 60 40 20 0 Ei m sk ip Ha ga r Hl /Ö ss ur Ic el an da ir M ar el Re gi nn TM VÍ S Vo da fo ne Ný he rji 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Um 90 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar í júnímánuði. Um 20,9% aukningu er að ræða milli ára, en í júní 2012 fóru um 75 þúsund erlendir ferða- menn frá landinu. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum, 19,6%, og Þýskalandi, 13,5%. Þar á eftir komu Bretar, Norðmenn og Frakkar. Frá áramótum hafa rúmlega 311 þús- und ferðamenn farið frá landinu en aukningin milli ára nemur 27,2%. Ferðamönnum fjölgar ● Á næstu árum þarf að skapa að minnsta kosti tíu þúsund ný störf svo hægt sé að koma á fullri atvinnu og mæta vaxandi fjölda fólks á vinnu- markaði. „Takist það nemur heild- arávinningur hins opinbera um 40 milljörðum króna á ári og því er til mikils að vinna,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna. Mikill ávinningur af tíu þúsund nýjum störfum                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12.+3 ++1.00 ,+.3/1 ,4.-1 +1./00 +-4.-2 +.,5/5 +1/.31 +3+./3 +,-.11 +12.3+ ++0.-5 ,+.2,+ ,4.55 +1.3/- +-4.2- +.,50 +13.,- +3,.4+ ,+2.0-20 +,5.+2 +11.43 ++0.30 ,+.215 ,4./ +1.242 +-+.40 +.,/,3 +13.21 +3,.53 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Lánshæfismats- fyrirtækið Moody’s hefur breytt horfum sínum fyrir breska banka- kerfið úr nei- kvæðum í stöð- ugar. Að sögn Financial Times eru helstu ástæð- ur fyrir þessari breytingu þær að gæði eignasafns banka þar í landi hafi farið batn- andi og að arðsemi hafi aukist. Horfur bankakerfisins hafa verið neikvæðar, að mati Moddy’s, frá maímánuði 2008 þangað til nú. Moody’s bendir hins vegar á að enn séu neikvæðar horfur á lang- tímaskuldum í bankakerfinu. Horfur úr neikvæðum í stöðugar Bankar Stöðugar horfur í Bretlandi.  Arðsemi eykst Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali ● Stór hluti hluthafa EasyJet studdi það að fjölga mjög í flugflota fyrirtæk- isins þrátt fyrir að Stelios Haji- Ioannou, stofnandi og stærsti hluthafi fyrirtækisins, væri því mótfallinn, segir í frétt Financial Times. EasyJet mun kaupa 35 A320, 100 A320 Airbus- flugvélar og hefur kauprétt á 100 vélum til viðbótar. 57% hluthafa kusu með flugvéla- kaupunum en 43% voru á móti en fulltrúar 85% af hluthöfum greiddu at- kvæði. Fjölskylda Haji-Ioannou á 37% hlut í fyrirtækinu. Samþykkja risakaup Umtalsverð breyting hefur átt sér stað á eignasamsetningu lífeyris- sjóðanna frá hruni bankanna. Heildareignir sjóðanna hafa vaxið um meira en 700 milljarða kóna og voru í árslok 2012 um 2.540 millj- arðar eftir því sem fram kemur í yfirliti Fjármálaeftirlitsins (FME) yfir stöðu lífeyrissjóðanna. FME segir lífeyrissjóðina vera stóra í efnahagslegu tilliti en aftur á móti sé umtalsverður halli á trygg- ingafræðilegri stöðu þeirra. Til að draga megi úr halla í lífeyriskerf- inu þyrfti, samkvæmt FME, að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur. Bendir eftir- litið á að gjaldeyrishöftin takmarki fjárfestingamöguleika lífeyrissjóð- anna. Eign þeirra í ríkisbréfum og skuldabréfum Íbúðalánasjóðs hef- ur aukist verulega seinustu ár. Hafa sérfræðingar bent á hættuna sem stafi af stórauknu vægi ríkis- tryggðra eigna. Í grein í áramóta- blaði Viðskiptablaðsins í desem- ber sagði Agnar Tómas Möller hjá GAM Management um 57% eigna lífeyrissjóða vera eignir sem tryggðar eru beint með greiðslu- getu Íslendinga, t.d. í gegnum rík- issjóð. „Þetta er áhyggjuefni í ljósi þess að skuldir ríkissjóðs hafa á fjórum árum farið úr um 40% sem hlutfall af landsframleiðslu í um 100% að viðbættum hratt vaxandi skuldbindingum utan efnahags vegna Íbúðalánasjóðs, LSR og fleiri aðila.“ Segir Agnar að þessar eignir geti rýrnað verulega ef kaupmáttur lækki og greiðslugeta heimila versni. Áhrifin af slíku myndi valda enn meiri halla á op- inbera lífeyriskerfinu. „Til að spyrna við þessari þróun þurfa líf- eyrissjóðirnir nauðsynlega að fjár- festa í eignum sem gætu lifað ann- að gengisfall og/eða lækkandi kaupmátt heimila.“ Þar rekast sjóðirnir hins vegar á vegg, m.a. vegna gjaldeyrishafta. Gjaldeyrishöft þrándur í götu HÆTTA STAFAR AF STÓRAUKNU VÆGI RÍKISTRYGGÐRA EIGNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.