Morgunblaðið - 12.07.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.07.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Arðgreiðslustefna fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll er misjöfn og misgagnsæ. Í flestum tilfellum miðast stefnan við ákveðið hlutfall af hagnaði eftir skatta. Tryggingafélögin VÍS og TM eru með metnaðarfyllstu arð- greiðslustefnuna. Reginn og Voda- fone eru ekki með skýra arðgreiðslu- stefnu. Mismunandi arðgreiðslu- stefnur skýrast að nokkru leyti af eðli rekstrar og vaxtarmöguleikum fyrir- tækjanna. Arðgreiðslustefnan er þó jafnan háð skilyrðum sem markaðs- aðstæður, fjárhagsstaða og fjármögn- unarþörf setja. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Arðgreiðslur þroskamerki En horfa fjárfestar mikið til arð- greiðslna fyrirtækja í Kauphöllinni um þessar mundir? „Mín tilfinning er sú,“ segir Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur hjá hag- fræðideild Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið, „að hingað til hafi innlendir fjárfestar almennt ekki hag- að ákvörðunum um kaup og sölu ein- stakra hlutabréfa eftir arðgreiðslu- stefnu þeirra. Ástæðuna fyrir því má finna í tvennu. Saga íslensks hluta- bréfamarkaðar einkennist af tölu- verðum öfgum sem ýmist hafa falið í sér ríflegar hækkanir eða verulegar lækkanir oft á skömmum tíma. Arð- greiðslur hafa því oftast nær haft lítil áhrif á heildarávöxtun fjárfesta og því ekki taldar skipta svo miklu máli. Þessu til viðbótar hefur hér á landi ekki myndast jafn mikil hefð fyrir sérstökum arðgreiðslufélögum eins og víða eru til staðar erlendis. Gera má þó ráð fyrir að eftir því sem inn- lendi markaðurinn þroskast verði arðgreiðslustefna eitt af þeim lykilat- riðum sem fjárfestar horfa til við val á hlutabréfum.“ VÍS og TM eru með metnaðar- fyllstu arðgreiðslustefnuna. VÍS hef- ur þá stefnu að möguleg arðgreiðsla miðist við allt að 100% af hagnaði hvers árs eftir skatta. Stefna TM er að að lágmarki helmingur af hagnaði hvers árs sé greiddur út í arð. „Fljótt á litið gæti stefna VÍS litið út fyrir að vera metnaðarfyllri en eins og arð- greiðslustefna beggja félaganna er orðuð er ekkert sem segir að endan- leg arðgreiðsla þeirra, sem hlutfall af hagnaði, verði ekki sambærileg á næstu árum,“ segir í Hagsjá. Af þeim félögum sem greiddu út arð á þessu ári lá hlutfallið á bilinu 20 til 30% af hagnaði síðasta árs og nam meðaltalið 22%. Icelandair greiddi út 30% af hagnaði sínum en Össur 22%. Eimskip, Hagar og Marel greiddu öll út 20% af hagnaði sínum. Af þessum fimm félögum greiddu Össur og Eim- skip ekki út arð á síðasta ári en arð- urinn hjá hinum félögunum lá á bilinu 17,4 til 23%. Hugmyndafræðin Hagsjá segir að hugmyndafræðin á bak við hvenær og hversu mikið eigi að greiða út í arð sé í sjálfu sér ein- föld. Hún byggist í grunninn til á því hvort að hagkvæmara sé fyrir hlut- hafa fyrirtækisins að ávaxta fjármuni sína innan eða utan rekstursins. Eigið fé félagsins sé eign hluthafa þess og þeim mun meiri ávöxtun sem sé á því þeim mun hagkvæmara sé fyrir hlut- hafa þess að ávaxta það innan rekst- ursins en að taka hluta þess út sem arð. „Þannig ættu fyrirtæki með lága arðsemi eigin fjár að öðru jöfnu að greiða stóran hluta hagnaðar út sem arð. Eins ættu fyrirtæki sem sjá ekki fram á annað en lága arðsemi eigin fjár á næstu árum að vera með mynd- arlega arðgreiðslustefnu. Á hinn bóg- inn eiga félög sem sjá fram á mikinn vöxt að halda fé hluthafanna inni í rekstrinum enda hag flestra hluthafa best borgið með þeim hætti. Á þann máta verður núvirtur arður framtíð- arinnar meiri,“ segir hún. Misjöfn stefna tekin í arðgreiðslum  Tryggingafélögin eru með hæstu arðgreiðslustefnuna Misjöfn arðgreiðslustefna félaga í Kauphöll Félag Arðgreiðslustefna Eimskip 10-30% af hagnaði. Hagar 0,45 krónur á hlut hið minnsta og að arður vaxi um að minnsta kosti 5% á ári. Icelandair 20-40% af hagnaði. Marel 20-40% af hagnaði. Reginn Ekki til skýr arðgreiðslustefna. TM Að lágmarki 50% af hagnaði. VÍS Allt að 100% af hagnaði. Vodafone Ekki til skýr arðgreiðslustefna. Össur Arðgreiðslustefnan byggir á stöðugum arðgreiðslum og byrja þær á 0,1 danskri krónu á hlut. Heimild: Landsbankinn Yfirleitt hlutfall af hagnaði » Í flestum tilfellum miðast arðgreiðslustefnan við ákveðið hlutfall af hagnaði eftir skatta. » Gera má þó ráð fyrir að eftir því sem innlendi markaðurinn þroskast verði arðgreiðslu- stefna eitt af þeim lykilatriðum sem fjárfestar horfa til við val á hlutabréfum. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt þá ríkisaðstoð sem Sjóvá fékk í kjölfar bankahrunsins 2008. Í tilkynningu frá ESA segist Oda Helen Sletnes, forseti stofnunar- innar, fagna samþykkt endur- fjármögnunarinnar. „Skuldbind- ingar sem félagið hefur undir- gengist gagnvart ESA lágmarka neikvæð áhrif ríkisaðstoðar án þess að ógna endurreisn félagsins.“ Þá telur hún einnig af hinu góða að stjórnvöld hafi nú skuldbundið sig til að endurskoða tryggingalöggjöf til að opna á aukna samkeppni og betri þjónustu við viðskiptavini. Eftir að hafa lent í erfiðleikum í bankahruninu ákvað íslenska ríkið að taka þátt í endurskipulagningu Sjóvár með því að eignast stærstan hluta hlutafjár í félaginu, þrátt fyr- ir að vera ekki kröfuhafi þess. Árið 2010 hóf ESA formlega rannsókn á aðkomu íslenska rík- isins að björguninni. Stjórnvöld kynnti stofnuninni endurreisn- aráætlun fyrir hönd Sjóvár og á grundvelli hennar m.a. hefur ESA tekið formlega ákvörðun um að björgun félagsins hafi verið sam- rýmanleg EES-samningnum. kij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóvá Yfirvöld munu endurskoða löggjöf sína á sviði tryggingasamninga í þeim tilgangi að auðvelda viðskiptavinum að skipta um tryggingafélag. ESA samþykkir endur- fjármögnun Sjóvár Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Glussa-, vökva- og loftkerfi Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.