Morgunblaðið - 12.07.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2013
Sérsmíðaðar baðlausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á
baðherbergi.
Við bjóðum upp á
sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtu-skilrúm.
Þá erum við komnir með nýja
útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922
Taívanar undirbjuggu sig í gær fyrir komu ofur-
fellibylsins Soulik og fluttu meðal annars um 2.300
ferðamenn á Green-eyju í öruggt skjól. Veðurstofa
landsins hefur varað íbúa við að fellibylnum muni
fylgja sterkir vindar og mikið regnfall og segja að tré
gætu rifnað upp og þök fokið af húsum. Á Okinawa í
Japan var varað við því að allt að 12 metra háar öldur
myndu skella á eyjaklasanum.
AFP
Undirbúa sig fyrir fárviðri
Áfrýjunardómstóll Stríðsglæpadóm-
stóls Sameinuðu þjóðanna í mál-
efnum fyrrum Júgóslavíu úrskurðaði
í gær að ákæra gegn Radovan Karad-
zic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu
Serba, þar sem hann er sakaður um
þjóðarmorð, skyldi standa.
Dómarar við dómstólinn komust að
þeirri niðurstöðu í fyrra að ekki væru
nægar sannanir fyrir hendi til að skil-
greina morð sem Bosníu Serbar
frömdu frá mars fram í desember
1992 sem þjóðarmorð en áfrýjunar-
dómstóllinn var á öndverðum meiði.
Alls 409 fórnarlömb fjöldamorðsins
í Srebrenica voru jarðsett í Potocari í
Bosníu í gær en þá voru 18 ár liðin frá
því að 8.000 menn og piltar voru tekn-
ir af lífi af hermönnum Karadzic. Það
hefur tekið tæpa tvo áratugi að bera
kennsl á líkamsleifar um 6.000 fórn-
arlamba fjöldamorðanna, sem fundist
hafa í fjöldagröfum á svæðinu.
Sannar-
lega þjóð-
armorð
Ákæra gegn Radov-
an Karadzic stendur
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sagði í viðtali sem
birtist í flokksblaðinu Al-Baath í gær, að leiðtogar
Baath-flokksins, sem skipt var út í vikunni, hefðu allir
gerst sekir um embættisglöp. Baath-flokkurinn til-
kynnti á þriðjudag nöfn sextán nýrra leiðtoga flokks-
ins en Assad er eini maðurinn úr röðum gömlu
flokksforystunnar sem situr áfram.
„Þegar leiðtogi leysir ekki úr röð mistaka, verður
að gera hann ábyrgan,“ sagði forsetinn. „Það er hlut-
verk miðstjórnarinnar, sem á að láta leiðtogana sæta
ábyrgð reglulega. Það gerðist ekki síðastliðin ár,“
bætti hann við.
Assad sagði það hlutverk miðstjórnarinnar að
„hafa eftirlit með störfum flokksforystunnar, meta
þau og láta leiðtogana sæta ábyrgð.“
Forsetinn sagði átökin í landinu, sem hafa staðið í
meira en tvö ár og kostað fleiri en 100.000 manns lífið,
nú standa á milli þeirra sem væru fávísir og þeirra
sem væru meðvitaðir. Þeir sem berðust nú fyrir þjóð
sína væru verkamenn og bændur, sem sumir hverjir
væru í hernum en aðrir stæðu vörð um sitt eigið land.
Meðal þeirra sem misstu stöðu sína innan flokks-
forystu Baath-flokksins var varaforsetinn Farouk al-
Sharaa en hann er eini háttsetti embættismaðurinn í
Sýrlandi sem hefur talað fyrir pólitískri málamiðlun
til að binda enda á átökin.
Í viðtalinu sem birt var í gær gagnrýndi Assad
einnig Bræðralag múslima en sýrlenskur armur þess
spilar lykilhlutverk í þjóðfylkingu stjórnarandstæð-
inga í Sýrlandi. Hann sagði Bræðralagið nota trúna
eins og grímu; ef þú stæðir ekki með því, þá þýddi það
að þú stæðir ekki með guði.
Forsetinn hafði aðra sögu að segja af Íran og Hez-
bollah-samtökunum og það væri nauðsynlegt að „gera
greinarmun á þeim sem nota trúna fáum til ávinnings
og þeim sem notuðu trúna til að verja málstað sem
væri réttlátur og réttmætur.“
holmfridur@mbl.is
Leiðtogar þurfi að sæta ábyrgð
Baath-flokkurinn skiptir út flokksforystunni Assad gagnrýnir Bræðralagið
AFP
Andstaða Egypskur mótmælandi hengir
egypska fánann við mynd af Bashar al-Assad.
Dzhokhar
Tsarnaev, annar
bræðranna sem
taldir eru hafa
staðið að baki
sprengjutilræðinu
í Boston-
maraþoninu í apr-
íl síðastliðnum,
lýsti sig saklausan
af ódæðinu á mið-
vikudag, þegar málið var tekið fyrir
af alríkisdómstól í Boston.
Tsvarnaev var járnaður á höndum
og fótum og svaraði ítrekað „ekki
sekur“ á meðan ákæran, sem er í
þrjátíu liðum, var lesin upp. Hann bar
enn merki áverka sem hann hlaut á
flóttanum undan lögreglu, m.a. gifs á
vinstri hendi.
Þrír létu lífið og 260 særðust í árás-
inni og liggur lífstíðarfangelsi eða
dauðarefsing við sautján af ákærulið-
unum. Langt er í að eiginleg rétt-
arhöld hefjist en talið er að þau muni
standa yfir í nokkra mánuði.
Lýsti sig saklausan
af sprengjutilræðinu
í Boston í apríl
BANDARÍKIN
Dzhokhar
Tsarnaev
Sjálfstæð eftirlits-
nefnd um útgjöld
breska þingsins
hefur lagt til að
árslaun þing-
manna verði
hækkuð um 9,3%,
úr 68.000 pund-
um í 74.000 pund,
árið 2015. Til-
lagan hefur vakið mikla reiði á Bret-
landi, þar sem víða hefur gætt mikils
samdráttar, og meðal-árslaun nema
um 26.500 pundum, eða nærri 5
milljónum íslenskra króna. Nefndin
hefur varið tillöguna og segir nauð-
synlegt að þingið laði að úrvals-
kandídata. Þá sé vinnutíminn langur.
David Cameron, forsætisráðherra
Breta, hefur lýst sig mótfallinn
hækkuninni en ýmis verkalýðsfélög
hafa í kjölfar birtingar tillögunnar
farið fram á sambærilega kjarabót.
Leggja til að laun
þingmanna verði
hækkuð um 9,3%
David Cameron
BRETLAND
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast
standa við áætlanir um að afhenda
egypska hernum fjórar F-16 orr-
ustuþotur í ágúst, þrátt fyrir að öll
aðstoð Bandaríkjamanna við Egypta-
land sé í endurskoðun í kjölfar þess
að herinn steypti Mohamed Morsi,
lýðræðislega kjörnum forseta lands-
ins, af stóli í síðustu viku.
Ríkisstjórn Barack Obama hefur
sagt að hún hafi til skoðunar hvort
valdataka hersins sé eiginlegt valda-
rán en ef það yrði niðurstaðan væru
stjórnvöld vestanhafs knúin, sam-
kvæmt bandarískum lögum, til að
stöðva alla aðstoð við landið.
Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum
hafa hins vegar sagt að þau muni
áfram viðhalda langvarandi hern-
aðarsambandi við Egyptaland og að
Bandaríkin vilji að lýðræðisskipan
komist á sem fyrst.
Egyptar hafa fjárfest í fleiri en 220
F-16 vélum síðan 1980 og eiga fjórða
stærsta flota þeirra í heimi, á eftir
Bandaríkjunum, Ísrael og Tyrklandi.
AFP
Átök Fylgismenn Bræðralags múslíma vilja að Morsi verði sleppt úr haldi.
Egypski herinn fær
F-16 vélarnar í ágúst
Bandaríkjamenn yfirfara aðstoð